Við færum þér völdin 23. mars 2009 06:00 Ástþór Magnússon skrifar um lýðræði Lýðræðishreyfingin www.lydveldi.is vill moka út spillingu sem hefur þróast undir flokksræðinu. Höfnum bakherbergjamakki Alþingis þar sem flokkseigendafélög eða hagsmunaklíkur stýra þingmönnum flokksins eins og peðum á skákborði og maka síðan krókinn á kostnað almennings. Stjórnmálaflokkarnir hafa þróast í ófreskjur lýðskrumara. Nánast er sama hvort litið er til hægri, vinstri eða miðju, þeir eru upp fyrir haus í fyrirgreiðslupólitík og gegnsýrðir spillingu sem nú afhjúpast í kjölfar bankahrunsins. Rót vandans liggur í flokkakerfinu sem mótar nýliða í gamla formið. Kosningaloforð verða að engu í hrossakaupum um ráðherrastóla og völd. Einstaklingar kosnir með nokkur hundruðum atkvæðum á flokksþingi geta endað sem forsætisráðherra. Þjóðin kaus ekki þannig, en vegna gallanna í kerfinu hefur flokksvélin tekið af okkur völdin. Beint og milliliðalaust lýðræði mun uppræta skúmaskot og hrossakaup á Alþingi. Þingmenn sem ekki hlusta á þjóð sína í beinu lýðræði verða valdalausir. Lýðræðishreyfingin er kosningabandalag óháðra frambjóðenda sem vinna sjálfstætt með sín stefnumál án flokkafjötra. Okkar kosningabandalag rúmar fólk úr öllum áttum. Andstæður í umdeildum málum, vinstri menn, hægri menn og allt þar á milli sameinast um beint lýðræði. Við viljum færa þér, einstaklingnum, valdið til að kjósa um einstök mál á Alþingi óskir þú þess. Allir geti sent Alþingi tillögu að nýju lagafrumvarpi sem skal tekið til umfjöllunar ef stutt undirskriftum 1% kjósenda. Alþingismenn og ráðherrar geti einnig átt frumkvæði að nýjum frumvörpum. Þingmenn fari með umræðu og nefndarstörf vegna frumvarpa á Alþingi og kynni fyrir þjóðinni m.a. á rafrænu þjóðþingi og vefsvæði. Tilbúin frumvörp verði lögð fyrir þjóðþing Alþingis til atkvæðagreiðslu t.d. 1. maí og 1. des ár hvert. Hraðbankakerfið verði nýtt sem kjörklefar fyrir rafrænt þjóðþing. Ef nauðsyn krefur geti Alþingi samþykkt bráðabirgðalög er gilda fram að næsta þjóðþingi. Þingmenn fara með atkvæði þeirra sem ekki óska að neyta atkvæðisréttar á þjóðþingi Alþingis. Þingmönnum fækkað í 31 og valdir í persónukosningum. Alþingi velji ráðherraefni á faglegum forsendum. Forseti, sem þjóðkjörinn umboðsmaður lýðsins og eftirlitsaðili með virku lýðræði, skipar ráðherra og veitir þeim lausn eins og nú er. Ráðherrar sitji ekki á Alþingi, ráðning dómara og æðstu embættismanna verði staðfest af þjóðþingi Alþingis. Höfundur er talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ástþór Magnússon skrifar um lýðræði Lýðræðishreyfingin www.lydveldi.is vill moka út spillingu sem hefur þróast undir flokksræðinu. Höfnum bakherbergjamakki Alþingis þar sem flokkseigendafélög eða hagsmunaklíkur stýra þingmönnum flokksins eins og peðum á skákborði og maka síðan krókinn á kostnað almennings. Stjórnmálaflokkarnir hafa þróast í ófreskjur lýðskrumara. Nánast er sama hvort litið er til hægri, vinstri eða miðju, þeir eru upp fyrir haus í fyrirgreiðslupólitík og gegnsýrðir spillingu sem nú afhjúpast í kjölfar bankahrunsins. Rót vandans liggur í flokkakerfinu sem mótar nýliða í gamla formið. Kosningaloforð verða að engu í hrossakaupum um ráðherrastóla og völd. Einstaklingar kosnir með nokkur hundruðum atkvæðum á flokksþingi geta endað sem forsætisráðherra. Þjóðin kaus ekki þannig, en vegna gallanna í kerfinu hefur flokksvélin tekið af okkur völdin. Beint og milliliðalaust lýðræði mun uppræta skúmaskot og hrossakaup á Alþingi. Þingmenn sem ekki hlusta á þjóð sína í beinu lýðræði verða valdalausir. Lýðræðishreyfingin er kosningabandalag óháðra frambjóðenda sem vinna sjálfstætt með sín stefnumál án flokkafjötra. Okkar kosningabandalag rúmar fólk úr öllum áttum. Andstæður í umdeildum málum, vinstri menn, hægri menn og allt þar á milli sameinast um beint lýðræði. Við viljum færa þér, einstaklingnum, valdið til að kjósa um einstök mál á Alþingi óskir þú þess. Allir geti sent Alþingi tillögu að nýju lagafrumvarpi sem skal tekið til umfjöllunar ef stutt undirskriftum 1% kjósenda. Alþingismenn og ráðherrar geti einnig átt frumkvæði að nýjum frumvörpum. Þingmenn fari með umræðu og nefndarstörf vegna frumvarpa á Alþingi og kynni fyrir þjóðinni m.a. á rafrænu þjóðþingi og vefsvæði. Tilbúin frumvörp verði lögð fyrir þjóðþing Alþingis til atkvæðagreiðslu t.d. 1. maí og 1. des ár hvert. Hraðbankakerfið verði nýtt sem kjörklefar fyrir rafrænt þjóðþing. Ef nauðsyn krefur geti Alþingi samþykkt bráðabirgðalög er gilda fram að næsta þjóðþingi. Þingmenn fara með atkvæði þeirra sem ekki óska að neyta atkvæðisréttar á þjóðþingi Alþingis. Þingmönnum fækkað í 31 og valdir í persónukosningum. Alþingi velji ráðherraefni á faglegum forsendum. Forseti, sem þjóðkjörinn umboðsmaður lýðsins og eftirlitsaðili með virku lýðræði, skipar ráðherra og veitir þeim lausn eins og nú er. Ráðherrar sitji ekki á Alþingi, ráðning dómara og æðstu embættismanna verði staðfest af þjóðþingi Alþingis. Höfundur er talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar