Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil 13. mars 2009 05:00 Það er að mörgu að huga í þeirri endurreisn og uppbyggingu sem framundan er í íslensku samfélagi. Við þurfum öll að leggja okkar lóð á vogarskálarnar en ábyrgð stjórnmálamanna er þó langmest. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að koma hér á pólitískum stöðugleika. Pólitískur stöðugleiki er forsenda þess að vel takist til með áætlun alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hægt verði að lækka vexti sem fyrst og hér komist á efnahagslegur stöðugleiki. Þetta markmið verður að nást eigi síðar en á komandi sumri. Pólitískur stöðugleiki þýðir ekki að allir stjórnmálamenn eigi að vera sammála um alla skapaða hluti – heldur að ríkisstjórnin á hverjum tíma hafi traust þjóðarinnar á bakvið sig og að á Alþingi ríki gagnkvæmt traust og virðing milli þingmanna og stjórnmálaflokka. Menn verði sammála um að vera ósammála um þau atriði sem skilja flokkana að, en vinni að heilindum saman að þeim verkefnum sem brýnust eru. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að upplýsa almenning á mannamáli um stöðu mála og hvers er að vænta á næstu árum. Án slíkra upplýsinga geta fjölskyldur og fyrirtæki ekki gert raunhæfar áætlanir um framtíðina. Án áætlana, vonar og framtíðarsýnar verður lítil framþróun á næstu misserum. Hér þýðir ekkert skrúðmælgi um að það verði engin þjónustuskerðing hjá ríkinu. Ef fjárlög eiga að vera hallalaus á næsta á ári þá mun það þýða þjónustskerðingu. Almenningur á heimtingu á að vita í hverju slík þjónustuskerðing mun felast. Það þurfa allir stjórnmálaflokkar að gera hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta varðar fyrir komandi kosningar. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að endurvekja traust almennings á lýðræðinu og stofnunum þess. Allar grunnstoðir lýðræðisins, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald, verða að vera jafnsterkar, geta veitt hver annarri aðhald og sýna hver annarri fullnægjandi virðingu. Á þetta hefur skort. Það þarf að styrkja löggjafarvaldið auk þess sem hlutleysi dómsvaldsins þarf að vera tryggt sérstaklega með tilliti til skipunar dómara. Hægt er að ná báðum þessum markmiðum án þess að gera veigamiklar breytingar á stjórnarskránni. Þetta er hins vegar það mikilvægt mál að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi verða að koma þeirri vinnu. Verði það niðurstaða slíkrar skoðunar að fara í breytingar á grundvallarskipun íslenska lýðveldisins þarf til þess tíma og ráðrúm. Við þessa vinnu er nauðsynlegt að allir stjórnmálaflokkar hafi í huga mikilvægi þess að sátt ríki um leikreglurnar hvort sem að flokkarnir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að tryggja að Ísland verði áfram í fremstu röð sem það ríki sem er hvað best að búa í og að Íslendingar verði áfram meðal hamingjusömustu þjóða í heimi. Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er að mörgu að huga í þeirri endurreisn og uppbyggingu sem framundan er í íslensku samfélagi. Við þurfum öll að leggja okkar lóð á vogarskálarnar en ábyrgð stjórnmálamanna er þó langmest. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að koma hér á pólitískum stöðugleika. Pólitískur stöðugleiki er forsenda þess að vel takist til með áætlun alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hægt verði að lækka vexti sem fyrst og hér komist á efnahagslegur stöðugleiki. Þetta markmið verður að nást eigi síðar en á komandi sumri. Pólitískur stöðugleiki þýðir ekki að allir stjórnmálamenn eigi að vera sammála um alla skapaða hluti – heldur að ríkisstjórnin á hverjum tíma hafi traust þjóðarinnar á bakvið sig og að á Alþingi ríki gagnkvæmt traust og virðing milli þingmanna og stjórnmálaflokka. Menn verði sammála um að vera ósammála um þau atriði sem skilja flokkana að, en vinni að heilindum saman að þeim verkefnum sem brýnust eru. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að upplýsa almenning á mannamáli um stöðu mála og hvers er að vænta á næstu árum. Án slíkra upplýsinga geta fjölskyldur og fyrirtæki ekki gert raunhæfar áætlanir um framtíðina. Án áætlana, vonar og framtíðarsýnar verður lítil framþróun á næstu misserum. Hér þýðir ekkert skrúðmælgi um að það verði engin þjónustuskerðing hjá ríkinu. Ef fjárlög eiga að vera hallalaus á næsta á ári þá mun það þýða þjónustskerðingu. Almenningur á heimtingu á að vita í hverju slík þjónustuskerðing mun felast. Það þurfa allir stjórnmálaflokkar að gera hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta varðar fyrir komandi kosningar. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að endurvekja traust almennings á lýðræðinu og stofnunum þess. Allar grunnstoðir lýðræðisins, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald, verða að vera jafnsterkar, geta veitt hver annarri aðhald og sýna hver annarri fullnægjandi virðingu. Á þetta hefur skort. Það þarf að styrkja löggjafarvaldið auk þess sem hlutleysi dómsvaldsins þarf að vera tryggt sérstaklega með tilliti til skipunar dómara. Hægt er að ná báðum þessum markmiðum án þess að gera veigamiklar breytingar á stjórnarskránni. Þetta er hins vegar það mikilvægt mál að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi verða að koma þeirri vinnu. Verði það niðurstaða slíkrar skoðunar að fara í breytingar á grundvallarskipun íslenska lýðveldisins þarf til þess tíma og ráðrúm. Við þessa vinnu er nauðsynlegt að allir stjórnmálaflokkar hafi í huga mikilvægi þess að sátt ríki um leikreglurnar hvort sem að flokkarnir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að tryggja að Ísland verði áfram í fremstu röð sem það ríki sem er hvað best að búa í og að Íslendingar verði áfram meðal hamingjusömustu þjóða í heimi. Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar