Að glata fjöregginu 13. mars 2009 06:30 Sú umræða sem nú á sér stað um Ísland og Evrópusambandið (ESB) í aðdraganda kosninga minnir á söguna um Hlin kóngsson og skessurnar tvær sem léku sér að fjöregginu. Fjöreggið var þeirrar náttúru gert að það geymdi lífskraft skessanna og var þeim því ákaflega dýrmætt. Ef það brotnaði myndi krafturinn hverfa frá þeim. En skessurnar höfðu það að leik að kasta á milli sín fjöregginu þegar þeim leiddist við veiðar, svona til að stytta sér stundir. Hlinur kóngsson átti þess vegna hægt með að brjóta eggið og ná þannig til sín kóngsdótturinni og auðæfum skessanna. Við gleymum því stundum að fullveldið er fjöreggið okkar. Fullveldið glataðist fyrst á Þingvöllum árið 1262 eftir upplausnarár. Þá fólum við erlendu valdi að gæta fjöreggsins. Eftir það dró hægt og bítandi úr okkur lífskraftinn, öld eftir öld. Auðvitað var einnig um að kenna erfiðri náttúru, hörðum vetrum, eldgosum og pestum. En af því að fjöreggið var ekki á okkar eigin hendi vorum við varnarlítil og úrræðalaus. Og lífskraftinn skorti. Það var ekki fyrr en á 19. öld að menn fóru almennilega að gera sér grein fyrir þessu. Þá var gangan löng og erfið enda við orðin hluti af danska ríkinu að mati þeirra sem fólu fjöreggið í höndum hins erlenda valds. En þegar okkur tókst að fá það á ný í hendur óx okkur afl, fyrst árið 1918, jafnvel í kreppunni 1930 og með lýðveldinu árið 1944. Auðvitað gekk á ýmsu, sigrum og ósigrum, en grundvöllur framfara alla tuttugustu öldina var fjöreggið okkar sem við höfðum endurheimt, fullveldið og frelsið til að stýra eigin málum. Með fullveldið að vopni færðum við út landhelgina gegn herveldum Evrópu gömlu, beisluðum orkulindirnar, efldum fræðslu og skóla, heilbrigði og atvinnu. Undanfarinn áratug og ef til vill lengur höfum við setið eins og skessurnar og leikið okkur að fjöregginu. „Athafnaskáldin" hæddust að því og talað var um að best væri að losa sig við það, taka upp ensku, leggja niður íslenska bændastétt, gefa auðvaldinu lausan tauminn því heimurinn væri leikvöllur útrásarvíkinganna. Og þó allt sé nú hrunið og þó í ljós hafi komið að draumar víkinganna og forystumanna okkar voru ekkert annað en martraðir, þá halda menn áfram að leika sér að fjöregginu. Margir virðast trúa því að eina leiðin úr ógöngum liðins áratugar sé að brjóta fjöreggið eða fela það erlendu valdi í hendur eins og forðum daga. Það er án efa rétt að fjöreggið verður vel geymt í Brussel, London, París eða Berlín. Þaðan verður ekki auðvelt að ná því aftur, þó einhverjir láti sér detta það í hug í framtíðinni uppi á Íslandi. Með fjöregginu mun lífskrafturinn enn á ný hverfa frá landinu. Með því mun hverfa íslensk bændastétt sem þó var ákölluð sem eina von landsins á liðnu hausti þegar Evrópubúar beittu okkur hryðjuverkalögum. Með því munu fiskimiðin komast í hendur Breta og Spánverja á ný. Örugglega ekki strax. En hægt og bítandi rétt eins og forðum daga. Það tók 400 ár að koma hér á einveldi síðast. Evrópa hefur nægan tíma. Og eitt eða tvö atkvæði okkar á Evrópuþinginu sem telur 732 þingmenn mun verða hjáróma og broslegt. Ef einhver þá lætur svo lítið að taka eftir því. Höfundur er talsmaður L-lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Sú umræða sem nú á sér stað um Ísland og Evrópusambandið (ESB) í aðdraganda kosninga minnir á söguna um Hlin kóngsson og skessurnar tvær sem léku sér að fjöregginu. Fjöreggið var þeirrar náttúru gert að það geymdi lífskraft skessanna og var þeim því ákaflega dýrmætt. Ef það brotnaði myndi krafturinn hverfa frá þeim. En skessurnar höfðu það að leik að kasta á milli sín fjöregginu þegar þeim leiddist við veiðar, svona til að stytta sér stundir. Hlinur kóngsson átti þess vegna hægt með að brjóta eggið og ná þannig til sín kóngsdótturinni og auðæfum skessanna. Við gleymum því stundum að fullveldið er fjöreggið okkar. Fullveldið glataðist fyrst á Þingvöllum árið 1262 eftir upplausnarár. Þá fólum við erlendu valdi að gæta fjöreggsins. Eftir það dró hægt og bítandi úr okkur lífskraftinn, öld eftir öld. Auðvitað var einnig um að kenna erfiðri náttúru, hörðum vetrum, eldgosum og pestum. En af því að fjöreggið var ekki á okkar eigin hendi vorum við varnarlítil og úrræðalaus. Og lífskraftinn skorti. Það var ekki fyrr en á 19. öld að menn fóru almennilega að gera sér grein fyrir þessu. Þá var gangan löng og erfið enda við orðin hluti af danska ríkinu að mati þeirra sem fólu fjöreggið í höndum hins erlenda valds. En þegar okkur tókst að fá það á ný í hendur óx okkur afl, fyrst árið 1918, jafnvel í kreppunni 1930 og með lýðveldinu árið 1944. Auðvitað gekk á ýmsu, sigrum og ósigrum, en grundvöllur framfara alla tuttugustu öldina var fjöreggið okkar sem við höfðum endurheimt, fullveldið og frelsið til að stýra eigin málum. Með fullveldið að vopni færðum við út landhelgina gegn herveldum Evrópu gömlu, beisluðum orkulindirnar, efldum fræðslu og skóla, heilbrigði og atvinnu. Undanfarinn áratug og ef til vill lengur höfum við setið eins og skessurnar og leikið okkur að fjöregginu. „Athafnaskáldin" hæddust að því og talað var um að best væri að losa sig við það, taka upp ensku, leggja niður íslenska bændastétt, gefa auðvaldinu lausan tauminn því heimurinn væri leikvöllur útrásarvíkinganna. Og þó allt sé nú hrunið og þó í ljós hafi komið að draumar víkinganna og forystumanna okkar voru ekkert annað en martraðir, þá halda menn áfram að leika sér að fjöregginu. Margir virðast trúa því að eina leiðin úr ógöngum liðins áratugar sé að brjóta fjöreggið eða fela það erlendu valdi í hendur eins og forðum daga. Það er án efa rétt að fjöreggið verður vel geymt í Brussel, London, París eða Berlín. Þaðan verður ekki auðvelt að ná því aftur, þó einhverjir láti sér detta það í hug í framtíðinni uppi á Íslandi. Með fjöregginu mun lífskrafturinn enn á ný hverfa frá landinu. Með því mun hverfa íslensk bændastétt sem þó var ákölluð sem eina von landsins á liðnu hausti þegar Evrópubúar beittu okkur hryðjuverkalögum. Með því munu fiskimiðin komast í hendur Breta og Spánverja á ný. Örugglega ekki strax. En hægt og bítandi rétt eins og forðum daga. Það tók 400 ár að koma hér á einveldi síðast. Evrópa hefur nægan tíma. Og eitt eða tvö atkvæði okkar á Evrópuþinginu sem telur 732 þingmenn mun verða hjáróma og broslegt. Ef einhver þá lætur svo lítið að taka eftir því. Höfundur er talsmaður L-lista.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun