Vinstri og hægri hönd Framsóknar Skúli Helgason skrifar 17. mars 2009 00:01 Gamall félagi úr háskólapólitíkinni, Einar Skúlason, sendir mér kveðju hér í blaðinu á miðvikudag, þar sem hann svarar grein minni hér í blaðinu um félagshyggjustjórn eftir kosningar. Þar tjáði ég þá skoðun mína að Samfylkingin ætti að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar að við viljum mynda félagshyggjustjórn eftir kosningar, til að kjósendur hafi ekki aðeins vald til að ráða þingstyrk flokka heldur geti jafnframt í reynd kosið um næstu ríkisstjórn. Ég vitnaði í grein minni í nýjan formann Framsóknarflokksins sem hefði lýst því yfir að framsóknarmenn myndu fylgja þeirri gömlu aðferð að ganga óbundnir til kosninga. Félagi Einar segir mig þarna gera formanninum upp skoðanir. Þá er rétt að ég geti heimilda áður en lengra er haldið. Morgunblaðið birti 31. janúar síðastliðinn ítarlegt viðtal við Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins, og þar sagði hann orðrétt: „Við göngum óbundnir til kosninga. Það er hins vegar alveg ljóst að í Framsóknarflokknum er mikill vilji til þess að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá ríkisstjórn og líta til vinstri, þótt ekki væri nema í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í samfélaginu síðustu árin. Mörgum framsóknarmönnum hefur fundist Framsóknarflokkurinn hafa færst til hægri og samfélagið sömuleiðis og telja að nú eigi að líta til vinstri. En Framsóknarflokkurinn mun ekki semja um stjórnarmyndun fyrir kosningar." Þarna er að vísu sígild framsóknar-íslenska á ferðinni svona já-og-nei, hvorki-né, bæði-og pólitík, en þó formaðurinn lýsi því að vinstri sjónarmið njóti mikils stuðnings í flokknum sem stendur er augljóst af þessum orðum að hann vill halda báðum dyrum opnum og útilokar hreint ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Það er gleðiefni að vinstri hönd Framsóknar sé nú vöknuð til lífsins en veit hún hvað sú hægri er að gera? Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Gamall félagi úr háskólapólitíkinni, Einar Skúlason, sendir mér kveðju hér í blaðinu á miðvikudag, þar sem hann svarar grein minni hér í blaðinu um félagshyggjustjórn eftir kosningar. Þar tjáði ég þá skoðun mína að Samfylkingin ætti að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar að við viljum mynda félagshyggjustjórn eftir kosningar, til að kjósendur hafi ekki aðeins vald til að ráða þingstyrk flokka heldur geti jafnframt í reynd kosið um næstu ríkisstjórn. Ég vitnaði í grein minni í nýjan formann Framsóknarflokksins sem hefði lýst því yfir að framsóknarmenn myndu fylgja þeirri gömlu aðferð að ganga óbundnir til kosninga. Félagi Einar segir mig þarna gera formanninum upp skoðanir. Þá er rétt að ég geti heimilda áður en lengra er haldið. Morgunblaðið birti 31. janúar síðastliðinn ítarlegt viðtal við Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins, og þar sagði hann orðrétt: „Við göngum óbundnir til kosninga. Það er hins vegar alveg ljóst að í Framsóknarflokknum er mikill vilji til þess að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá ríkisstjórn og líta til vinstri, þótt ekki væri nema í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í samfélaginu síðustu árin. Mörgum framsóknarmönnum hefur fundist Framsóknarflokkurinn hafa færst til hægri og samfélagið sömuleiðis og telja að nú eigi að líta til vinstri. En Framsóknarflokkurinn mun ekki semja um stjórnarmyndun fyrir kosningar." Þarna er að vísu sígild framsóknar-íslenska á ferðinni svona já-og-nei, hvorki-né, bæði-og pólitík, en þó formaðurinn lýsi því að vinstri sjónarmið njóti mikils stuðnings í flokknum sem stendur er augljóst af þessum orðum að hann vill halda báðum dyrum opnum og útilokar hreint ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Það er gleðiefni að vinstri hönd Framsóknar sé nú vöknuð til lífsins en veit hún hvað sú hægri er að gera? Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar