Fjölgun opinberra listamanna um 33% Haukur Þór Hauksson skrifar 9. mars 2009 06:00 Almenningur á Íslandi hefur beðið lengi eftir tillögum minnihlutastjórnar vinstri flokkanna um aðgerðir í atvinnumálum. Á meðan þúsundir manna hafa misst vinnuna í hverjum mánuði að undanförnu hefur dýmætur tími farið í að segja upp tilteknum manni í Seðlabanka Íslands, pælingar um stjórnlagaþing og aðferðir við skipun dómara svo dæmi séu tekin. Þann tíma hefði heldur átt að nýta til að bregðast við því neyðarástandi sem hefur skapast í íslenskum atvinnumálum. Vinsældapólitík í stað varanlegra lausna Gott og vel, tillögurnar eru loksins komnar og ýmislegt gott er að finna í þeim. Ég tel reyndar að í tillögum ríkisstjórnar sé horft til of skamms tíma. Leggja hefði átt meiri áherslu á að vernda mikilvægt störf sem nú þegar eru til staðar, auka fjárframlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, styrkja iðnmenntun og háskólana, en fyrst og fremst lækka álögur á fyrirtæki nú í versta storminum. Með því að lækka skatta og gjöld þá verða fyrirtækin frekar í stakk búin til að lifa af, eflast og ráða nýtt starfsfólk til framtíðar. Ein var sú tillaga minnihlutastjórnarinnar sem vakti sérstaka undrun mína. Menntamálaráðherra ákvað að fjölga fólki á listamannalaunum um 33%! Starfslaun listamanna eru kr. 267.000 á mánuði eða um 80% hærri en grunnatvinnuleysisbætur. Á þessum tímum þegar ríkið hefur vart efni á að vernda þá sem minnst mega sín er ákveðið að fjölga listamönnum á framfæri hins opinbera.Virðing fyrir skattfé almennings lítil Að sögn menntamálaráðherra verður kostnaðurinn af þessum aðgerðum ekki vandamál þar sem þeim fylgja engin aukin ríkisútgjöld. Bendir ráðherrann í þessu sambandi á að hann hafi fundið ónýttar fjárheimildir innan ráðuneytisins. Það viðhorf sem þarna birtist til fjármuna almennings er óásættanlegt. Ráðherrann virðist ekki gera ráð fyrir þeim möguleika að nýta einfaldlega ekki umræddar fjárheimildir og gefa þess í stað skattgreiðendum, þ.e. fjölskyldunum í landinu, sjálfum kost á að ráðstafa peningunum. Ráðherrann virðist líta á að með því væru fjármunirnir að fara forgörðum. Peningarnir eru því settir til listamanna á ríkisstyrkjum á sama tíma og fjölskyldurnar í landinu þurfa að hafa sig allar við til þess að láta enda ná saman. Beinn styrkur til listamanna óháð tekjum og efnahag Látum liggja á milli hluta hvort það sé hlutverk hins opinbera að greiða starfandi listamönnum föst laun eða ekki. Hvað sem því líður hljótum við að geta sammælst um að á tímum sem þessum eigi aðeins að ráðstafa opinberum fjármunum til nauðsynlegra verkefna. Öfugt við örorkubætur og aðrar bætur almannatrygginga, sem skerðast hafi bótaþeginn aðrar tekjur, eru starfslaunin beinn styrkur til listamanna sem sumir hverjir eru með ágætar tekjur fyrir og hafa þegar komið sér rækilega á framfæri hérlendis sem og erlendis. Slíka fjármuni á að nýta í þágu þeirra sem eru í sárri neyð, svo einfalt er það. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Gagnrýnir fjölgun listamannalauna „Starfslaun listamanna eru 267 þúsund krónur á mánuði eða um 80% hærri en grunnatvinnuleysisbætur,“ segir Haukur Þór Hauksson viðskiptafræðingur og prófkjörsframbjóðandi. 9. mars 2009 09:30 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Almenningur á Íslandi hefur beðið lengi eftir tillögum minnihlutastjórnar vinstri flokkanna um aðgerðir í atvinnumálum. Á meðan þúsundir manna hafa misst vinnuna í hverjum mánuði að undanförnu hefur dýmætur tími farið í að segja upp tilteknum manni í Seðlabanka Íslands, pælingar um stjórnlagaþing og aðferðir við skipun dómara svo dæmi séu tekin. Þann tíma hefði heldur átt að nýta til að bregðast við því neyðarástandi sem hefur skapast í íslenskum atvinnumálum. Vinsældapólitík í stað varanlegra lausna Gott og vel, tillögurnar eru loksins komnar og ýmislegt gott er að finna í þeim. Ég tel reyndar að í tillögum ríkisstjórnar sé horft til of skamms tíma. Leggja hefði átt meiri áherslu á að vernda mikilvægt störf sem nú þegar eru til staðar, auka fjárframlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, styrkja iðnmenntun og háskólana, en fyrst og fremst lækka álögur á fyrirtæki nú í versta storminum. Með því að lækka skatta og gjöld þá verða fyrirtækin frekar í stakk búin til að lifa af, eflast og ráða nýtt starfsfólk til framtíðar. Ein var sú tillaga minnihlutastjórnarinnar sem vakti sérstaka undrun mína. Menntamálaráðherra ákvað að fjölga fólki á listamannalaunum um 33%! Starfslaun listamanna eru kr. 267.000 á mánuði eða um 80% hærri en grunnatvinnuleysisbætur. Á þessum tímum þegar ríkið hefur vart efni á að vernda þá sem minnst mega sín er ákveðið að fjölga listamönnum á framfæri hins opinbera.Virðing fyrir skattfé almennings lítil Að sögn menntamálaráðherra verður kostnaðurinn af þessum aðgerðum ekki vandamál þar sem þeim fylgja engin aukin ríkisútgjöld. Bendir ráðherrann í þessu sambandi á að hann hafi fundið ónýttar fjárheimildir innan ráðuneytisins. Það viðhorf sem þarna birtist til fjármuna almennings er óásættanlegt. Ráðherrann virðist ekki gera ráð fyrir þeim möguleika að nýta einfaldlega ekki umræddar fjárheimildir og gefa þess í stað skattgreiðendum, þ.e. fjölskyldunum í landinu, sjálfum kost á að ráðstafa peningunum. Ráðherrann virðist líta á að með því væru fjármunirnir að fara forgörðum. Peningarnir eru því settir til listamanna á ríkisstyrkjum á sama tíma og fjölskyldurnar í landinu þurfa að hafa sig allar við til þess að láta enda ná saman. Beinn styrkur til listamanna óháð tekjum og efnahag Látum liggja á milli hluta hvort það sé hlutverk hins opinbera að greiða starfandi listamönnum föst laun eða ekki. Hvað sem því líður hljótum við að geta sammælst um að á tímum sem þessum eigi aðeins að ráðstafa opinberum fjármunum til nauðsynlegra verkefna. Öfugt við örorkubætur og aðrar bætur almannatrygginga, sem skerðast hafi bótaþeginn aðrar tekjur, eru starfslaunin beinn styrkur til listamanna sem sumir hverjir eru með ágætar tekjur fyrir og hafa þegar komið sér rækilega á framfæri hérlendis sem og erlendis. Slíka fjármuni á að nýta í þágu þeirra sem eru í sárri neyð, svo einfalt er það. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Gagnrýnir fjölgun listamannalauna „Starfslaun listamanna eru 267 þúsund krónur á mánuði eða um 80% hærri en grunnatvinnuleysisbætur,“ segir Haukur Þór Hauksson viðskiptafræðingur og prófkjörsframbjóðandi. 9. mars 2009 09:30
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar