Minnisblöð embættismanna Jóhanna Gunnlaugsdóttir skrifar 25. mars 2009 05:30 Í starfi mínu sem ráðgjafi á sviði skjalastjórnar hef ég orðið þess vör að forstöðumenn opinberra stofnana eiga stundum erfitt með að greina á milli hvort skjöl, sem orðið hafa til í starfi þeirra, séu eign stofnunar eða þeirra sjálfra. Fréttablaðið skýrir frá athyglisverðu dæmi um slíkt vafaatriði. Í Kastljósi Sjónvarpsins 24. febrúar sl. nefndi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, að við tiltekt á skrifborði sínu hefði hann fundið minnisblað sem hann ritaði í júní sl. eftir samtal við Geir H. Haarde. Í sjónvarpsviðtalinu upplýsti Davíð að hann hefði varað forsætisráðherrann þáverandi við yfirvofandi hruni íslenska bankakerfisins þótt Geir reki ekki minni til þeirrar viðvörunar. Fréttablaðið greinir síðan frá því 20. mars sl. að Seðlabanki Íslands hefði hafnað ósk blaðsins um afrit af minnisblaðinu með þeim rökstuðningi að þar hefði verið um að ræða „persónulegt minnisblað formanns bankastjórnar" sem væri „í vörslu hans sjálfs". Nú er mér ekki kunnugt um orðalag minnisblaðsins. Efni þess var þó augljóslega ekki minnisatriði um matarinnkaup á heimleið úr bankanum. Minnisblaðinu er heldur ekki lýst sem persónulegum hugleiðingum sem vöknuðu eftir samtalið. Í slíkum tilvikum væri minnisblaðið persónubundið og snerti á engan hátt starfsemi Seðlabankans. Nei, minnisblaðið á að hafa tengst viðvörunum nefndum í samtali þeirra tveggja varðandi yfirvofandi hrun bankakerfisins. Efni minnisblaðsins varðar þannig grundvallarþátt í starfsemi Seðlabankans, þann að „stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi". Slíkt skjal getur skipt miklu máli við að skýra síðar hvernig og hvort bankinn bæði varaði og brást við yfirvofandi hættu á því að fjármálakerfinu væri ógnað. Skjal um slíkt efni er án mikils efa hluti af skjalasafni Seðlabankans og hefði átt að vistast með trúnaðarskjölum bankans þegar í júní. Efni skjalsins er svo viðkvæmt að skjalið mátti alls ekki liggja á glámbekk þannig að það gæti komið fyrir augu óviðkomandi við tiltekt á skrifstofu formanns bankastjórnar. Minnisblöð hafa því meira gildi sem sönnun þeim mun styttra sem líður frá þeim atburðum sem þau lýsa. Góð verklagsregla hefði því verið að skrá tilvist skjalsins í rafrænt skjalastjórnarkerfi bankans strax í framhaldi af samningu þess og þá með takmarkaðan aðgang í huga m.t.t. mikilvægi þess. Skrásetning skjalsins löngu síðar kann að vekja upp efasemdir um hvort skjalið sé síðari tíma tilbúningur til varnar í umræðu um þá atburðarrás sem síðar varð. Af þeim sökum er samtímaskráning svo mikilvæg. Hér skal ekki véfengt að skjalið hafi orðið til í júní. Hefði beiðni Fréttablaðsins um afrit af skjalinu á grundvelli Upplýsingalaga borist þá hefði Seðlabankinn réttilega átt að hafna beiðninni. Þar kemur til skoðunar 4. tl. 6. gr. laganna sem vísar til atriða sem ná ekki tilætluðum árangri séu þau á almannavitorði. Hefði almenningur trúað að hrun bankakerfisins væri yfirvofandi hefði fólk brugðist við, tekið innistæður sínar út úr bönkum og þar með valdið hruni kerfisins. Nú er skaðinn hins vegar skeður. Bankakerfið fellur ekki að nýju þótt skjalið sé birt. Seðlabankinn virðist þess vegna ekki hafa efnisleg rök fyrir því að neita að afhenda afrit af skjali sem á að vera til í skjalasafni bankans og varðar mikilvægan sögulegan þátt í embættisfærslu hans. Höfundur er prófessor við HÍ með upplýsinga- og skjalastjórn sem sérsvið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem ráðgjafi á sviði skjalastjórnar hef ég orðið þess vör að forstöðumenn opinberra stofnana eiga stundum erfitt með að greina á milli hvort skjöl, sem orðið hafa til í starfi þeirra, séu eign stofnunar eða þeirra sjálfra. Fréttablaðið skýrir frá athyglisverðu dæmi um slíkt vafaatriði. Í Kastljósi Sjónvarpsins 24. febrúar sl. nefndi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, að við tiltekt á skrifborði sínu hefði hann fundið minnisblað sem hann ritaði í júní sl. eftir samtal við Geir H. Haarde. Í sjónvarpsviðtalinu upplýsti Davíð að hann hefði varað forsætisráðherrann þáverandi við yfirvofandi hruni íslenska bankakerfisins þótt Geir reki ekki minni til þeirrar viðvörunar. Fréttablaðið greinir síðan frá því 20. mars sl. að Seðlabanki Íslands hefði hafnað ósk blaðsins um afrit af minnisblaðinu með þeim rökstuðningi að þar hefði verið um að ræða „persónulegt minnisblað formanns bankastjórnar" sem væri „í vörslu hans sjálfs". Nú er mér ekki kunnugt um orðalag minnisblaðsins. Efni þess var þó augljóslega ekki minnisatriði um matarinnkaup á heimleið úr bankanum. Minnisblaðinu er heldur ekki lýst sem persónulegum hugleiðingum sem vöknuðu eftir samtalið. Í slíkum tilvikum væri minnisblaðið persónubundið og snerti á engan hátt starfsemi Seðlabankans. Nei, minnisblaðið á að hafa tengst viðvörunum nefndum í samtali þeirra tveggja varðandi yfirvofandi hrun bankakerfisins. Efni minnisblaðsins varðar þannig grundvallarþátt í starfsemi Seðlabankans, þann að „stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi". Slíkt skjal getur skipt miklu máli við að skýra síðar hvernig og hvort bankinn bæði varaði og brást við yfirvofandi hættu á því að fjármálakerfinu væri ógnað. Skjal um slíkt efni er án mikils efa hluti af skjalasafni Seðlabankans og hefði átt að vistast með trúnaðarskjölum bankans þegar í júní. Efni skjalsins er svo viðkvæmt að skjalið mátti alls ekki liggja á glámbekk þannig að það gæti komið fyrir augu óviðkomandi við tiltekt á skrifstofu formanns bankastjórnar. Minnisblöð hafa því meira gildi sem sönnun þeim mun styttra sem líður frá þeim atburðum sem þau lýsa. Góð verklagsregla hefði því verið að skrá tilvist skjalsins í rafrænt skjalastjórnarkerfi bankans strax í framhaldi af samningu þess og þá með takmarkaðan aðgang í huga m.t.t. mikilvægi þess. Skrásetning skjalsins löngu síðar kann að vekja upp efasemdir um hvort skjalið sé síðari tíma tilbúningur til varnar í umræðu um þá atburðarrás sem síðar varð. Af þeim sökum er samtímaskráning svo mikilvæg. Hér skal ekki véfengt að skjalið hafi orðið til í júní. Hefði beiðni Fréttablaðsins um afrit af skjalinu á grundvelli Upplýsingalaga borist þá hefði Seðlabankinn réttilega átt að hafna beiðninni. Þar kemur til skoðunar 4. tl. 6. gr. laganna sem vísar til atriða sem ná ekki tilætluðum árangri séu þau á almannavitorði. Hefði almenningur trúað að hrun bankakerfisins væri yfirvofandi hefði fólk brugðist við, tekið innistæður sínar út úr bönkum og þar með valdið hruni kerfisins. Nú er skaðinn hins vegar skeður. Bankakerfið fellur ekki að nýju þótt skjalið sé birt. Seðlabankinn virðist þess vegna ekki hafa efnisleg rök fyrir því að neita að afhenda afrit af skjali sem á að vera til í skjalasafni bankans og varðar mikilvægan sögulegan þátt í embættisfærslu hans. Höfundur er prófessor við HÍ með upplýsinga- og skjalastjórn sem sérsvið.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun