Einangrunarótti og þjóðremba 9. desember 2008 06:00 Íslendingar minntust 90 ára afmælis fullveldisins við býsna dapurlegar aðstæður. Sjálfan fullveldisdaginn gekk ríkisstjórnin með betlistaf í hendi land úr landi eins og verið hafði vikum saman frá því að forsætisráðherra tilkynnti að „þjóðargjaldþrot" lægi við. Ástæða þessa yfirvofandi þjóðargjaldþrots var augljós, þótt ekki megi nefna það á æðri stöðum. Valdastéttin í landinu, kaupsýslumenn, ráðherrar og embættismenn, sannaði á sig óráðsíu og vangæslu í athöfnum og stjórnsýslu. Þess var ekki gætt að reka þjóðarbúskapinn af gætni og hófsemi í samræmi við getu smáríkis. Þess í stað fylltust fjáraflamenn og stjórnmálamenn sérstöku oflæti um samkeppnisgetu sína og þjóðarinnar sem kalla mætti nýþjóðrembu. Þessi nýja þjóðremba fólst og felst í því að hámenntaðir fjármálasérfræðingar (eins og sagt er), margsigldir og lærðir utanlands helltu sér út í landvinninga erlendis að sýna í verki hversu upplagt það er að auðgast á pappírsviðskiptum ýmiss konar og gera þannig "þekkingarþjóðfélagið" að veruleika að sínu leyti. Þá átti „hin gáfaða íslenska þjóð" að komast á nýtt stig siðmenningar og þyrfti ekki að slíta sér út í erfiðisverkum til sjós og lands eða heimskandi færibandavinnu og skítverkum yfirleitt. Þess háttar verk yrðu vitaskuld unnin af langt aðkomnu „hreyfanlegu vinnuafli", þangað til þá þrælauppsprettu þrýtur sem reyndar er fjarska langt undan, — guði sé lof! Pólitíska hliðin á nýþjóðrembunni birtist glöggt í virðingarleysi evrópusinna á fullveldi og sjálfstæði. Í þeirra hug hefur fullveldishugtakið enga fasta merkingu. Fyrir þeim er það afstætt og „háð köldu hagsmunamati", þ. e. a. s. köldu fjárhagslegu mati. Þeir líta raunar á fullveldi sem framseljanlegan rétt og falbjóða það á markaði, að vísu gegn fébótum, en hirða ekkert um valdskerðinguna. Hana má vinna upp með gróða af fjármálastarfsemi. Þrátt fyrir nýþjóðrembuna og oflætið markast tíðarandi samtímans eigi að síður af einangrunarótta í ætt við hornrekukennd tapþola („lúsera"). Einangrunaróttinn gagnsýrir alla forustu í landinu, hvort heldur er á sviði stjórnenda, launþegasamtaka og iðnrekenda eða forustu í menningarmálum. Listamenn, rithöfundar og fræðimenn eru ekki undanskildir. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar minntust 90 ára afmælis fullveldisins við býsna dapurlegar aðstæður. Sjálfan fullveldisdaginn gekk ríkisstjórnin með betlistaf í hendi land úr landi eins og verið hafði vikum saman frá því að forsætisráðherra tilkynnti að „þjóðargjaldþrot" lægi við. Ástæða þessa yfirvofandi þjóðargjaldþrots var augljós, þótt ekki megi nefna það á æðri stöðum. Valdastéttin í landinu, kaupsýslumenn, ráðherrar og embættismenn, sannaði á sig óráðsíu og vangæslu í athöfnum og stjórnsýslu. Þess var ekki gætt að reka þjóðarbúskapinn af gætni og hófsemi í samræmi við getu smáríkis. Þess í stað fylltust fjáraflamenn og stjórnmálamenn sérstöku oflæti um samkeppnisgetu sína og þjóðarinnar sem kalla mætti nýþjóðrembu. Þessi nýja þjóðremba fólst og felst í því að hámenntaðir fjármálasérfræðingar (eins og sagt er), margsigldir og lærðir utanlands helltu sér út í landvinninga erlendis að sýna í verki hversu upplagt það er að auðgast á pappírsviðskiptum ýmiss konar og gera þannig "þekkingarþjóðfélagið" að veruleika að sínu leyti. Þá átti „hin gáfaða íslenska þjóð" að komast á nýtt stig siðmenningar og þyrfti ekki að slíta sér út í erfiðisverkum til sjós og lands eða heimskandi færibandavinnu og skítverkum yfirleitt. Þess háttar verk yrðu vitaskuld unnin af langt aðkomnu „hreyfanlegu vinnuafli", þangað til þá þrælauppsprettu þrýtur sem reyndar er fjarska langt undan, — guði sé lof! Pólitíska hliðin á nýþjóðrembunni birtist glöggt í virðingarleysi evrópusinna á fullveldi og sjálfstæði. Í þeirra hug hefur fullveldishugtakið enga fasta merkingu. Fyrir þeim er það afstætt og „háð köldu hagsmunamati", þ. e. a. s. köldu fjárhagslegu mati. Þeir líta raunar á fullveldi sem framseljanlegan rétt og falbjóða það á markaði, að vísu gegn fébótum, en hirða ekkert um valdskerðinguna. Hana má vinna upp með gróða af fjármálastarfsemi. Þrátt fyrir nýþjóðrembuna og oflætið markast tíðarandi samtímans eigi að síður af einangrunarótta í ætt við hornrekukennd tapþola („lúsera"). Einangrunaróttinn gagnsýrir alla forustu í landinu, hvort heldur er á sviði stjórnenda, launþegasamtaka og iðnrekenda eða forustu í menningarmálum. Listamenn, rithöfundar og fræðimenn eru ekki undanskildir. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar