Staða Íslands í samfélagi þjóðanna 14. desember 2008 09:00 Það er vaxandi þungi í umræðunni um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök á Íslandi eru að endurmeta sína afstöðu til Evrópusambandsins og hefur Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið að taka málið til athugunar á komandi landsfundi í janúar. Í því felst ekki að flokkurinn hafi nú þegar ákveðið að breyta sinni stefnu. Í þessu felst fyrst og fremst það, að flokkurinn telur ástæðu til þess að fram fari að nýju pólitískt mat á því, hvort hagsmunum þjóðarinnar sé betur borgið innan ESB eða utan. Mikilvægt er að kjörnir fulltrúar flokksins velti fyrir sér þessu máli í aðdraganda landsfundarins þannig að sem flest sjónarmið í málinu komi fram tímanlega til þess að flokksmenn geti vegið rök með og á móti aðild að sambandinu. Það eru einkum tvö sjónarmið sem takast á í umræðu um ESB, gjaldmiðillinn og auðlindirnar. Ég tel að menn hafi horft alveg framhjá þriðja sjónarmiðinu, sem er gjörbreytt staða Íslands eftir brotthvarf hersins.Framtíð krónunnarÞað er grundvallaratriði, að menn geri sér grein fyrir því, að umsókn um aðild að Evrópusambandinu kemur okkur ekki undan því að takast á við þann alvarlega vanda sem nú blasir við íslenskri þjóð. Við þennan vanda verðum við að glíma sjálf og að mínu áliti verðum við gera það á grunni þess gjaldmiðils sem við nú höfum, krónunnar. Hvað við ákveðum að sé fyrir bestu fyrir þjóðina til lengri tíma, er svo annað mál. Krónan hefur reynst okkur vandmeðfarinn gjaldmiðill, ekki síst á liðnum árum, þegar útrás og þensla fjármálakerfisins var í algleymingi. Seðlabanki Íslands hefur átt erfitt með að nýta stýritæki sín til að halda aftur af vanda hagkerfisins og það er ljóst, að aðhald í ríkisfjármálum á liðnum árum var ekki fullnægjandi. Til þess að hægt sé að halda úti ábyrgri peningamálastefnu þarf ríki og Seðlabanki að ganga í takt og því miður voru yfirboðin á hinu pólitíska sviði ríkisfjármála of mikil. Þar verða stjórnmálamenn að horfa í eigin barm. Þar til viðbótar kemur, að þótt regluverk okkar á sviði verðbréfaviðskipta og fjármálamarkaðs hafi verið byggt á grunni ESB, vorum við Íslendingar að taka langtum stærri skref í einu á þessum markaði en aðrar þjóðir, enda afar stutt síðan að viðskipti í kauphöll hófust hér á landi í samanburði við nálæg lönd. Slíku fylgja verulegir vaxtarverkir og þá skapast hætta á því að eftirlitið fylgi ekki hraða markaðarins. Margt bendir til þess að við getum ekki búið við eigin gjaldmiðil þegar til lengri tíma er litið. Staða krónunnar getur ekki ein ráðið því hvort ráðist verði í aðildarviðræður við ESB heldur tel ég að horfa verði sérstaklega til hagsmuna sjávarútvegsins en þó ekki síður hættu á vaxandi einangrun Íslands í samfélagi þjóða. Samband við umheiminnMeð brotthvarfi varnarliðsins árið 2006 lauk nánu utanríkissamstarfi milli Íslands og Bandaríkjanna sem staðið hafði frá því í seinna stríði. Við Íslendingar nutum góðs af þessu samstarfi með verulegri uppbyggingu hér heima með hjálp Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn reyndust okkur einnig góðir stuðningsmenn og vinir á vettvangi alþjóðastjórnmála og er vafalaust að þeir veittu okkur ágætt skjól á fyrstu árum lýðveldisins Íslands. Í kjölfar seinna stríðs tókum við veigamikil skref á sviði utanríkismála með þátttöku í ýmsum alþjóðastofnunum. Þau skref hafa reynst okkur heilladrjúg allar götur síðan. Seinna gerðumst við aðilar að EFTA og svo loks EES samningnum. Við gerð þess samnings bjó Ísland við kjöraðstæður á alþjóðlegum vettvangi, með gott samband við Bandaríkin annars vegar og mjög eftirsóknarverðan samning við Evrópusambandið hins vegar. Þarna skapaðist ágætt jafnvægi fyrir þjóð norður í Dumbshafi sem hefur viðskiptahagsmuni beggja vegna Atlantsála. Ég tel raunar að Bandaríkjamenn hafi verið fullfljótir á sér að hverfa á brott með herlið sitt frá Íslandi. Þeir telja sig ekki lengur hafa beina hagsmuni af því, hvernig mál skipast hér heima á Íslandi. Afleiðingar brotthvarfs þeirra fyrir okkur Íslendinga eru þó verulegar, enda hefur samband okkar við þá á alþjóðavettvangi trosnað nokkuð, sérstaklega þegar litið er til viðbragða bandaríska Seðlabankans í kjölfar bankahrunsins. Látum reyna á aðildarviðræðurRaunar sýndi bankahrunið hér mjög skýrt hver staða Íslands í alþjóðasamfélaginu er. Það virðist jafnvel sem nágrannaþjóðir okkar og vinir hafi fyrst tekið við sér í kjölfar vilyrðis lánafyrirgreiðslu frá Rússlandi og þá ákveðið að rétta okkur hjálparhönd. Þegar deilur vegna IceSave reikninganna mögnuðust kom berlega fram hve samstaða Evrópuþjóðanna er mikil gagnvart þeim sem utan við standa. Okkar staða reyndist því mun veikari en við áttum von á. Ég tel að hag Íslendinga sé best borgið með því að vera í nánu sambandi við okkar nágrannaþjóðir. Þess vegna held ég, að til lengri tíma verði ekki hjá því komist að láta á það reyna, hvort aðildarviðræður að Evrópusambandinu geti skilað okkur þeim árangri að ná fram nauðsynlegu skjóli á alþjóðlegum vettvangi og ásættanlegum samningum vegna okkar brýnu hagsmuna í auðlindanýtingu. Ef slík niðurstaða fæst, er ég óhrædd við að leggja slíkan samning í dóm íslenskra kjósenda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er vaxandi þungi í umræðunni um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök á Íslandi eru að endurmeta sína afstöðu til Evrópusambandsins og hefur Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið að taka málið til athugunar á komandi landsfundi í janúar. Í því felst ekki að flokkurinn hafi nú þegar ákveðið að breyta sinni stefnu. Í þessu felst fyrst og fremst það, að flokkurinn telur ástæðu til þess að fram fari að nýju pólitískt mat á því, hvort hagsmunum þjóðarinnar sé betur borgið innan ESB eða utan. Mikilvægt er að kjörnir fulltrúar flokksins velti fyrir sér þessu máli í aðdraganda landsfundarins þannig að sem flest sjónarmið í málinu komi fram tímanlega til þess að flokksmenn geti vegið rök með og á móti aðild að sambandinu. Það eru einkum tvö sjónarmið sem takast á í umræðu um ESB, gjaldmiðillinn og auðlindirnar. Ég tel að menn hafi horft alveg framhjá þriðja sjónarmiðinu, sem er gjörbreytt staða Íslands eftir brotthvarf hersins.Framtíð krónunnarÞað er grundvallaratriði, að menn geri sér grein fyrir því, að umsókn um aðild að Evrópusambandinu kemur okkur ekki undan því að takast á við þann alvarlega vanda sem nú blasir við íslenskri þjóð. Við þennan vanda verðum við að glíma sjálf og að mínu áliti verðum við gera það á grunni þess gjaldmiðils sem við nú höfum, krónunnar. Hvað við ákveðum að sé fyrir bestu fyrir þjóðina til lengri tíma, er svo annað mál. Krónan hefur reynst okkur vandmeðfarinn gjaldmiðill, ekki síst á liðnum árum, þegar útrás og þensla fjármálakerfisins var í algleymingi. Seðlabanki Íslands hefur átt erfitt með að nýta stýritæki sín til að halda aftur af vanda hagkerfisins og það er ljóst, að aðhald í ríkisfjármálum á liðnum árum var ekki fullnægjandi. Til þess að hægt sé að halda úti ábyrgri peningamálastefnu þarf ríki og Seðlabanki að ganga í takt og því miður voru yfirboðin á hinu pólitíska sviði ríkisfjármála of mikil. Þar verða stjórnmálamenn að horfa í eigin barm. Þar til viðbótar kemur, að þótt regluverk okkar á sviði verðbréfaviðskipta og fjármálamarkaðs hafi verið byggt á grunni ESB, vorum við Íslendingar að taka langtum stærri skref í einu á þessum markaði en aðrar þjóðir, enda afar stutt síðan að viðskipti í kauphöll hófust hér á landi í samanburði við nálæg lönd. Slíku fylgja verulegir vaxtarverkir og þá skapast hætta á því að eftirlitið fylgi ekki hraða markaðarins. Margt bendir til þess að við getum ekki búið við eigin gjaldmiðil þegar til lengri tíma er litið. Staða krónunnar getur ekki ein ráðið því hvort ráðist verði í aðildarviðræður við ESB heldur tel ég að horfa verði sérstaklega til hagsmuna sjávarútvegsins en þó ekki síður hættu á vaxandi einangrun Íslands í samfélagi þjóða. Samband við umheiminnMeð brotthvarfi varnarliðsins árið 2006 lauk nánu utanríkissamstarfi milli Íslands og Bandaríkjanna sem staðið hafði frá því í seinna stríði. Við Íslendingar nutum góðs af þessu samstarfi með verulegri uppbyggingu hér heima með hjálp Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn reyndust okkur einnig góðir stuðningsmenn og vinir á vettvangi alþjóðastjórnmála og er vafalaust að þeir veittu okkur ágætt skjól á fyrstu árum lýðveldisins Íslands. Í kjölfar seinna stríðs tókum við veigamikil skref á sviði utanríkismála með þátttöku í ýmsum alþjóðastofnunum. Þau skref hafa reynst okkur heilladrjúg allar götur síðan. Seinna gerðumst við aðilar að EFTA og svo loks EES samningnum. Við gerð þess samnings bjó Ísland við kjöraðstæður á alþjóðlegum vettvangi, með gott samband við Bandaríkin annars vegar og mjög eftirsóknarverðan samning við Evrópusambandið hins vegar. Þarna skapaðist ágætt jafnvægi fyrir þjóð norður í Dumbshafi sem hefur viðskiptahagsmuni beggja vegna Atlantsála. Ég tel raunar að Bandaríkjamenn hafi verið fullfljótir á sér að hverfa á brott með herlið sitt frá Íslandi. Þeir telja sig ekki lengur hafa beina hagsmuni af því, hvernig mál skipast hér heima á Íslandi. Afleiðingar brotthvarfs þeirra fyrir okkur Íslendinga eru þó verulegar, enda hefur samband okkar við þá á alþjóðavettvangi trosnað nokkuð, sérstaklega þegar litið er til viðbragða bandaríska Seðlabankans í kjölfar bankahrunsins. Látum reyna á aðildarviðræðurRaunar sýndi bankahrunið hér mjög skýrt hver staða Íslands í alþjóðasamfélaginu er. Það virðist jafnvel sem nágrannaþjóðir okkar og vinir hafi fyrst tekið við sér í kjölfar vilyrðis lánafyrirgreiðslu frá Rússlandi og þá ákveðið að rétta okkur hjálparhönd. Þegar deilur vegna IceSave reikninganna mögnuðust kom berlega fram hve samstaða Evrópuþjóðanna er mikil gagnvart þeim sem utan við standa. Okkar staða reyndist því mun veikari en við áttum von á. Ég tel að hag Íslendinga sé best borgið með því að vera í nánu sambandi við okkar nágrannaþjóðir. Þess vegna held ég, að til lengri tíma verði ekki hjá því komist að láta á það reyna, hvort aðildarviðræður að Evrópusambandinu geti skilað okkur þeim árangri að ná fram nauðsynlegu skjóli á alþjóðlegum vettvangi og ásættanlegum samningum vegna okkar brýnu hagsmuna í auðlindanýtingu. Ef slík niðurstaða fæst, er ég óhrædd við að leggja slíkan samning í dóm íslenskra kjósenda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun