Úthlutum fleiri lóðum til ræktunar matjurta Lilja Sigrún Jónsdóttir skrifar 8. desember 2008 05:00 Umræðan Nytjagarðar Það er margt í deiglunni um þessar mundir og umræða samfélagsins nokkuð miðuð við hvað eigi að gera til skemmri tíma. Án þess að vilja gera lítið úr mikilvægi þess, er tilefni þessara skrifa hvað við gætum verið að gera núna, sem mun örugglega koma sér vel á næsta ári. Með þessum línum vil ég hvetja sveitarfélög til að fylgja fordæmi Hvergerðinga og undirbúa aukna ræktun matjurta næsta sumar. Það má fullvíst telja að stór hópur fólks muni hafa bæði áhuga og aðstæður til að sinna matjurtarækt næsta vor, en hugsanlega skorta hentugt landrými. Innan hvers sveitarfélags er misjafnt hversu mikið land er laust til slíkra nota og hve lengi. Það má vel hugsa sér að taka lóðir þar sem jarðvegur er hagstæður til ræktunar undir slíka notkun, þó þær hafi átt að vera byggingarlóðir húsa í skipulagi, og úthluta þeim sem ræktunarlandi með ákveðnum skilyrðum ef til vill til 2-3 ára í fyrstu. Sveitarfélög myndu setja reglur og skilyrði um umgengni og frágang og huga þarf að aðgengi að vatni til vökvunar. Fyrirkomulag gæti verið með tvennu móti, annars vegar úthlutun skika fyrir fólk sem hefur reynslu af matjurtarækt og treystir sér til að sjá um þetta sjálft og hins vegar matjurtagarðar þar sem sveitarfélagið leggur til einhvern stuðning við framkvæmd í formi leiðsagnar í skipulagningu garða og vali á matjurtum til ræktunar. Þar gætu skólagarðar barna verið fyrirmynd þó að ytri umgjörðin væri einfaldari. Vil ég leggja til að kalla slíka garða nytjagarða. Til að styðja uppbyggilega umræðu um þetta mál hefur verið sett upp bloggsíða (nytjagardar.blog.is) sem sýnir bæði vefslóðir á erlendar fyrirmyndir að slíku og þennan pistil. Til að styðja sveitarfélög landsins við að fá yfirsýn yfir áhuga fólks fyrir þessu úrræði hef ég stofnað sérstakt netfang til að sækja um lóð til matjurtaræktunar. Ef þið viljið lýsa áhuga á að sækja um skika til matjurtaræktunar fyrir sumarið 2009 þá sendið endilega tölvupóst á netfangið nytjagardar@gmail.com með póstnúmeri ykkar, upplýsingum um nafn og heimilisfang og hvort reynsla er af matjurtaræktun eða hvort áhugi er fyrir hendi en þið þyrftuð leiðsögn við framkvæmd. Þá er fljótlegt að koma upplýsingum á framfæri við sveitarfélög landsins um hve margir hafa áhuga á úrræði af þessu tagi. Sá fyrirvari verður að vera á þessu máli að ekkert hefur verið kannað hvaða möguleika sveitarfélög hafa á að veita þessa þjónustu né heldur hvort eða hvaða endurgjald kæmi fyrir. Það kunna að vera fleiri en ein leið til að fá aðgang að ræktunarlandi, því ef sveitarfélög geta ekki útvegað það, er hugsanlegt að aðrir landeigendur vilji plægja land og veita aðgang að því til tómstundaræktunar á matjurtum. Nálægð við þéttbýliskjarna hlýtur þó alltaf að vera mikilvægur þáttur í því að umönnun sé viðráðanleg og að ræktun þróist farsællega. Erlendis er hefð fyrir hverfum nytjagarða í skipulagi og má finna þá í flestum þéttbýlisstöðum í Danmörku sem dæmi. Þeir kallast kolonihave og má sjá nánar um það á vefslóðinni http://www.kolonihave.dk/. Enn fremur eru til samtök slíkra garða í Bandaríkjunum (sjá http://www.communitygarden.org) og er á báðum þessum stöðum hægt að fá góð ráð varðandi skipulag svæða og umsýslu. Fyrir mörgum árum bauðst Reykvíkingum að fá ræktunarland innan borgarmarkanna og muna eldri Reykvíkingar eftir görðum í Vatnsmýri, Kringlumýri og upp við Korpu. Áralöng hefð er fyrir skólagörðum og hafa þeir verið þéttsetnir undanfarin sumur og ekki annað eftirspurn. Vísast þarf að útvega geymslupláss til leigu, einkum fyrir kartöfluuppskeruna, en það er einungis úrlausnarefni. Úrræði af því tagi sem hér er kynnt þarfnast undirbúnings, land þarf að skipuleggja og undirbúa og kartöflu- og matjurtaræktendur þurfa fyrirvara ef búast má við stóraukinni eftirspurn eftir innlendum matjurtum til ræktunar næsta vor. Frumkvæði Hvergerðinga er til fyrirmyndar og væri það vel ef fleiri fylgdu því fordæmi. Auðar lóðir í borgarlandi geta orðið uppspretta bæði hollrar útiveru, næringar og ómældrar ánægju. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Umræðan Nytjagarðar Það er margt í deiglunni um þessar mundir og umræða samfélagsins nokkuð miðuð við hvað eigi að gera til skemmri tíma. Án þess að vilja gera lítið úr mikilvægi þess, er tilefni þessara skrifa hvað við gætum verið að gera núna, sem mun örugglega koma sér vel á næsta ári. Með þessum línum vil ég hvetja sveitarfélög til að fylgja fordæmi Hvergerðinga og undirbúa aukna ræktun matjurta næsta sumar. Það má fullvíst telja að stór hópur fólks muni hafa bæði áhuga og aðstæður til að sinna matjurtarækt næsta vor, en hugsanlega skorta hentugt landrými. Innan hvers sveitarfélags er misjafnt hversu mikið land er laust til slíkra nota og hve lengi. Það má vel hugsa sér að taka lóðir þar sem jarðvegur er hagstæður til ræktunar undir slíka notkun, þó þær hafi átt að vera byggingarlóðir húsa í skipulagi, og úthluta þeim sem ræktunarlandi með ákveðnum skilyrðum ef til vill til 2-3 ára í fyrstu. Sveitarfélög myndu setja reglur og skilyrði um umgengni og frágang og huga þarf að aðgengi að vatni til vökvunar. Fyrirkomulag gæti verið með tvennu móti, annars vegar úthlutun skika fyrir fólk sem hefur reynslu af matjurtarækt og treystir sér til að sjá um þetta sjálft og hins vegar matjurtagarðar þar sem sveitarfélagið leggur til einhvern stuðning við framkvæmd í formi leiðsagnar í skipulagningu garða og vali á matjurtum til ræktunar. Þar gætu skólagarðar barna verið fyrirmynd þó að ytri umgjörðin væri einfaldari. Vil ég leggja til að kalla slíka garða nytjagarða. Til að styðja uppbyggilega umræðu um þetta mál hefur verið sett upp bloggsíða (nytjagardar.blog.is) sem sýnir bæði vefslóðir á erlendar fyrirmyndir að slíku og þennan pistil. Til að styðja sveitarfélög landsins við að fá yfirsýn yfir áhuga fólks fyrir þessu úrræði hef ég stofnað sérstakt netfang til að sækja um lóð til matjurtaræktunar. Ef þið viljið lýsa áhuga á að sækja um skika til matjurtaræktunar fyrir sumarið 2009 þá sendið endilega tölvupóst á netfangið nytjagardar@gmail.com með póstnúmeri ykkar, upplýsingum um nafn og heimilisfang og hvort reynsla er af matjurtaræktun eða hvort áhugi er fyrir hendi en þið þyrftuð leiðsögn við framkvæmd. Þá er fljótlegt að koma upplýsingum á framfæri við sveitarfélög landsins um hve margir hafa áhuga á úrræði af þessu tagi. Sá fyrirvari verður að vera á þessu máli að ekkert hefur verið kannað hvaða möguleika sveitarfélög hafa á að veita þessa þjónustu né heldur hvort eða hvaða endurgjald kæmi fyrir. Það kunna að vera fleiri en ein leið til að fá aðgang að ræktunarlandi, því ef sveitarfélög geta ekki útvegað það, er hugsanlegt að aðrir landeigendur vilji plægja land og veita aðgang að því til tómstundaræktunar á matjurtum. Nálægð við þéttbýliskjarna hlýtur þó alltaf að vera mikilvægur þáttur í því að umönnun sé viðráðanleg og að ræktun þróist farsællega. Erlendis er hefð fyrir hverfum nytjagarða í skipulagi og má finna þá í flestum þéttbýlisstöðum í Danmörku sem dæmi. Þeir kallast kolonihave og má sjá nánar um það á vefslóðinni http://www.kolonihave.dk/. Enn fremur eru til samtök slíkra garða í Bandaríkjunum (sjá http://www.communitygarden.org) og er á báðum þessum stöðum hægt að fá góð ráð varðandi skipulag svæða og umsýslu. Fyrir mörgum árum bauðst Reykvíkingum að fá ræktunarland innan borgarmarkanna og muna eldri Reykvíkingar eftir görðum í Vatnsmýri, Kringlumýri og upp við Korpu. Áralöng hefð er fyrir skólagörðum og hafa þeir verið þéttsetnir undanfarin sumur og ekki annað eftirspurn. Vísast þarf að útvega geymslupláss til leigu, einkum fyrir kartöfluuppskeruna, en það er einungis úrlausnarefni. Úrræði af því tagi sem hér er kynnt þarfnast undirbúnings, land þarf að skipuleggja og undirbúa og kartöflu- og matjurtaræktendur þurfa fyrirvara ef búast má við stóraukinni eftirspurn eftir innlendum matjurtum til ræktunar næsta vor. Frumkvæði Hvergerðinga er til fyrirmyndar og væri það vel ef fleiri fylgdu því fordæmi. Auðar lóðir í borgarlandi geta orðið uppspretta bæði hollrar útiveru, næringar og ómældrar ánægju. Höfundur er læknir.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun