Úthlutum fleiri lóðum til ræktunar matjurta Lilja Sigrún Jónsdóttir skrifar 8. desember 2008 05:00 Umræðan Nytjagarðar Það er margt í deiglunni um þessar mundir og umræða samfélagsins nokkuð miðuð við hvað eigi að gera til skemmri tíma. Án þess að vilja gera lítið úr mikilvægi þess, er tilefni þessara skrifa hvað við gætum verið að gera núna, sem mun örugglega koma sér vel á næsta ári. Með þessum línum vil ég hvetja sveitarfélög til að fylgja fordæmi Hvergerðinga og undirbúa aukna ræktun matjurta næsta sumar. Það má fullvíst telja að stór hópur fólks muni hafa bæði áhuga og aðstæður til að sinna matjurtarækt næsta vor, en hugsanlega skorta hentugt landrými. Innan hvers sveitarfélags er misjafnt hversu mikið land er laust til slíkra nota og hve lengi. Það má vel hugsa sér að taka lóðir þar sem jarðvegur er hagstæður til ræktunar undir slíka notkun, þó þær hafi átt að vera byggingarlóðir húsa í skipulagi, og úthluta þeim sem ræktunarlandi með ákveðnum skilyrðum ef til vill til 2-3 ára í fyrstu. Sveitarfélög myndu setja reglur og skilyrði um umgengni og frágang og huga þarf að aðgengi að vatni til vökvunar. Fyrirkomulag gæti verið með tvennu móti, annars vegar úthlutun skika fyrir fólk sem hefur reynslu af matjurtarækt og treystir sér til að sjá um þetta sjálft og hins vegar matjurtagarðar þar sem sveitarfélagið leggur til einhvern stuðning við framkvæmd í formi leiðsagnar í skipulagningu garða og vali á matjurtum til ræktunar. Þar gætu skólagarðar barna verið fyrirmynd þó að ytri umgjörðin væri einfaldari. Vil ég leggja til að kalla slíka garða nytjagarða. Til að styðja uppbyggilega umræðu um þetta mál hefur verið sett upp bloggsíða (nytjagardar.blog.is) sem sýnir bæði vefslóðir á erlendar fyrirmyndir að slíku og þennan pistil. Til að styðja sveitarfélög landsins við að fá yfirsýn yfir áhuga fólks fyrir þessu úrræði hef ég stofnað sérstakt netfang til að sækja um lóð til matjurtaræktunar. Ef þið viljið lýsa áhuga á að sækja um skika til matjurtaræktunar fyrir sumarið 2009 þá sendið endilega tölvupóst á netfangið nytjagardar@gmail.com með póstnúmeri ykkar, upplýsingum um nafn og heimilisfang og hvort reynsla er af matjurtaræktun eða hvort áhugi er fyrir hendi en þið þyrftuð leiðsögn við framkvæmd. Þá er fljótlegt að koma upplýsingum á framfæri við sveitarfélög landsins um hve margir hafa áhuga á úrræði af þessu tagi. Sá fyrirvari verður að vera á þessu máli að ekkert hefur verið kannað hvaða möguleika sveitarfélög hafa á að veita þessa þjónustu né heldur hvort eða hvaða endurgjald kæmi fyrir. Það kunna að vera fleiri en ein leið til að fá aðgang að ræktunarlandi, því ef sveitarfélög geta ekki útvegað það, er hugsanlegt að aðrir landeigendur vilji plægja land og veita aðgang að því til tómstundaræktunar á matjurtum. Nálægð við þéttbýliskjarna hlýtur þó alltaf að vera mikilvægur þáttur í því að umönnun sé viðráðanleg og að ræktun þróist farsællega. Erlendis er hefð fyrir hverfum nytjagarða í skipulagi og má finna þá í flestum þéttbýlisstöðum í Danmörku sem dæmi. Þeir kallast kolonihave og má sjá nánar um það á vefslóðinni http://www.kolonihave.dk/. Enn fremur eru til samtök slíkra garða í Bandaríkjunum (sjá http://www.communitygarden.org) og er á báðum þessum stöðum hægt að fá góð ráð varðandi skipulag svæða og umsýslu. Fyrir mörgum árum bauðst Reykvíkingum að fá ræktunarland innan borgarmarkanna og muna eldri Reykvíkingar eftir görðum í Vatnsmýri, Kringlumýri og upp við Korpu. Áralöng hefð er fyrir skólagörðum og hafa þeir verið þéttsetnir undanfarin sumur og ekki annað eftirspurn. Vísast þarf að útvega geymslupláss til leigu, einkum fyrir kartöfluuppskeruna, en það er einungis úrlausnarefni. Úrræði af því tagi sem hér er kynnt þarfnast undirbúnings, land þarf að skipuleggja og undirbúa og kartöflu- og matjurtaræktendur þurfa fyrirvara ef búast má við stóraukinni eftirspurn eftir innlendum matjurtum til ræktunar næsta vor. Frumkvæði Hvergerðinga er til fyrirmyndar og væri það vel ef fleiri fylgdu því fordæmi. Auðar lóðir í borgarlandi geta orðið uppspretta bæði hollrar útiveru, næringar og ómældrar ánægju. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Nytjagarðar Það er margt í deiglunni um þessar mundir og umræða samfélagsins nokkuð miðuð við hvað eigi að gera til skemmri tíma. Án þess að vilja gera lítið úr mikilvægi þess, er tilefni þessara skrifa hvað við gætum verið að gera núna, sem mun örugglega koma sér vel á næsta ári. Með þessum línum vil ég hvetja sveitarfélög til að fylgja fordæmi Hvergerðinga og undirbúa aukna ræktun matjurta næsta sumar. Það má fullvíst telja að stór hópur fólks muni hafa bæði áhuga og aðstæður til að sinna matjurtarækt næsta vor, en hugsanlega skorta hentugt landrými. Innan hvers sveitarfélags er misjafnt hversu mikið land er laust til slíkra nota og hve lengi. Það má vel hugsa sér að taka lóðir þar sem jarðvegur er hagstæður til ræktunar undir slíka notkun, þó þær hafi átt að vera byggingarlóðir húsa í skipulagi, og úthluta þeim sem ræktunarlandi með ákveðnum skilyrðum ef til vill til 2-3 ára í fyrstu. Sveitarfélög myndu setja reglur og skilyrði um umgengni og frágang og huga þarf að aðgengi að vatni til vökvunar. Fyrirkomulag gæti verið með tvennu móti, annars vegar úthlutun skika fyrir fólk sem hefur reynslu af matjurtarækt og treystir sér til að sjá um þetta sjálft og hins vegar matjurtagarðar þar sem sveitarfélagið leggur til einhvern stuðning við framkvæmd í formi leiðsagnar í skipulagningu garða og vali á matjurtum til ræktunar. Þar gætu skólagarðar barna verið fyrirmynd þó að ytri umgjörðin væri einfaldari. Vil ég leggja til að kalla slíka garða nytjagarða. Til að styðja uppbyggilega umræðu um þetta mál hefur verið sett upp bloggsíða (nytjagardar.blog.is) sem sýnir bæði vefslóðir á erlendar fyrirmyndir að slíku og þennan pistil. Til að styðja sveitarfélög landsins við að fá yfirsýn yfir áhuga fólks fyrir þessu úrræði hef ég stofnað sérstakt netfang til að sækja um lóð til matjurtaræktunar. Ef þið viljið lýsa áhuga á að sækja um skika til matjurtaræktunar fyrir sumarið 2009 þá sendið endilega tölvupóst á netfangið nytjagardar@gmail.com með póstnúmeri ykkar, upplýsingum um nafn og heimilisfang og hvort reynsla er af matjurtaræktun eða hvort áhugi er fyrir hendi en þið þyrftuð leiðsögn við framkvæmd. Þá er fljótlegt að koma upplýsingum á framfæri við sveitarfélög landsins um hve margir hafa áhuga á úrræði af þessu tagi. Sá fyrirvari verður að vera á þessu máli að ekkert hefur verið kannað hvaða möguleika sveitarfélög hafa á að veita þessa þjónustu né heldur hvort eða hvaða endurgjald kæmi fyrir. Það kunna að vera fleiri en ein leið til að fá aðgang að ræktunarlandi, því ef sveitarfélög geta ekki útvegað það, er hugsanlegt að aðrir landeigendur vilji plægja land og veita aðgang að því til tómstundaræktunar á matjurtum. Nálægð við þéttbýliskjarna hlýtur þó alltaf að vera mikilvægur þáttur í því að umönnun sé viðráðanleg og að ræktun þróist farsællega. Erlendis er hefð fyrir hverfum nytjagarða í skipulagi og má finna þá í flestum þéttbýlisstöðum í Danmörku sem dæmi. Þeir kallast kolonihave og má sjá nánar um það á vefslóðinni http://www.kolonihave.dk/. Enn fremur eru til samtök slíkra garða í Bandaríkjunum (sjá http://www.communitygarden.org) og er á báðum þessum stöðum hægt að fá góð ráð varðandi skipulag svæða og umsýslu. Fyrir mörgum árum bauðst Reykvíkingum að fá ræktunarland innan borgarmarkanna og muna eldri Reykvíkingar eftir görðum í Vatnsmýri, Kringlumýri og upp við Korpu. Áralöng hefð er fyrir skólagörðum og hafa þeir verið þéttsetnir undanfarin sumur og ekki annað eftirspurn. Vísast þarf að útvega geymslupláss til leigu, einkum fyrir kartöfluuppskeruna, en það er einungis úrlausnarefni. Úrræði af því tagi sem hér er kynnt þarfnast undirbúnings, land þarf að skipuleggja og undirbúa og kartöflu- og matjurtaræktendur þurfa fyrirvara ef búast má við stóraukinni eftirspurn eftir innlendum matjurtum til ræktunar næsta vor. Frumkvæði Hvergerðinga er til fyrirmyndar og væri það vel ef fleiri fylgdu því fordæmi. Auðar lóðir í borgarlandi geta orðið uppspretta bæði hollrar útiveru, næringar og ómældrar ánægju. Höfundur er læknir.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun