Hrímaðar kveðjur 16. desember 2008 06:45 Á gráum og votum haustdögum tóku stúdenta- og námsmannahreyfingar landsins höndum saman og sameinuðust um óskir til ríkisstjórnar. Helsta beiðnin var sú að fjármagn til LÍN yrði ekki skert enda vissum við öll af hættunni: að sneiðar Lánasjóðsins og háskólanna frá ríkinu yrðu minni en vonir stæðu til. Fáir gerðu ráð fyrir þeim óðaniðurskurði tveggja fyrrnefndra eininga sem nýjustu fjárlög gera ráð fyrir. Ríkisstjórn mælir fyrir 1.360 milljóna niðurskurði hjá LÍN nú þegar hlutverk sjóðsins er margfalt brýnna en í góðæri. Hvernig sú ákvörðun ætlar að mæta þeirri fjölgun stúdenta sem neyðast til að taka námslán á komandi misserum er óskiljanlegt. Nú þegar hefur óðaverðbólga étið upp hækkun námslána síðan í vor og útlit fyrir góða Lánasjóðssamninga næsta vor er sótsvart. Það er enginn að segja að stúdentar eigi að vera súkkulaðikleinur í allsherjarniðurskurði þjóðarkökunnar, enda skella á námsmönnum hærri skattar, gjöld og skuldbindingar eins og öðrum þjóðfélagsþegnum. Það sem við bendum á er að ríkisstjórn hyggst draga saman LÍN-seglin m.a. með því að reikna með 5% aukningu þeirra sem sækja um námslán þegar fyrirliggjandi gögn reikna með 20-30% aukningu. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þetta lán sem námsfólk greiðir ríkinu til baka, annað en til dæmis atvinnuleysisbætur. Stúdentaráð gerir einnig athugasemd við 951 milljóna niðurskurð á starfsemi Háskóla Íslands sem kemur til með að bitna allverulega á rannsóknarsamningi sem HÍ gerði við menntamálaráðherra við hátíðlega athöfn og átti að hjálpa skólanum að ná í sæti meðal topp 100 háskóla í heimi. Það er auðvelt að ímynda sér hvernig starfslið og sögulega margir stúdentar HÍ munu líða fyrir niðurskurðinn: setið verður frammi á gangi í stórum námskeiðum, námsleiðir verða lagðar niður, aðstöðu fer hrakandi og kennarar lækka í launum. Fulltrúar stúdenta hafa ítrekað bent á að varnir gegn efnahags- og atvinnuáföllum eru efling menntunarstigs þjóðar, rannsókna og nýsköpunar en á það virðist ekkert hlustað sem eru vægast sagt hrímaðar kveðjur til ríflega 20.000 námsmanna. Fyrir hönd stúdenta á Íslandi auglýsi ég hér með eftir stefnu ríkisstjórnar og þingflokka í menntamálum íslenskra stúdenta. Fyrir kosningar lofa allir stjórnmálaflokkar að efla lánasjóðskerfið og halda hugmyndum um mennta- og nýsköpunarsamfélag á lofti en þegar í harðbakkann slær eru sárafáir tilbúnir að fylgja þeirri stefnu eftir. Hvernig hyggist þið mæta þeim gríðarlega fjölda sem sækir um námslán frá LÍN á næstu önn? Vitið þið að skráning í Háskóla Íslands í grunn- og framhaldsnám er sexföld miðað við vorönn í fyrra? Finnst ykkur allt í lagi að stúdentar neyðist til þess að fá yfirdrátt á 20% vöxtum frá ríkisbönkum fyrir eftirágreiddu láni? Og síðast en ekki síst viljið þið að stór hópur námsmanna segi skilið við landið af því að ríkisstjórn hugsaði ekki lengra en góðærinu nam? Höfundur er formaður Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á gráum og votum haustdögum tóku stúdenta- og námsmannahreyfingar landsins höndum saman og sameinuðust um óskir til ríkisstjórnar. Helsta beiðnin var sú að fjármagn til LÍN yrði ekki skert enda vissum við öll af hættunni: að sneiðar Lánasjóðsins og háskólanna frá ríkinu yrðu minni en vonir stæðu til. Fáir gerðu ráð fyrir þeim óðaniðurskurði tveggja fyrrnefndra eininga sem nýjustu fjárlög gera ráð fyrir. Ríkisstjórn mælir fyrir 1.360 milljóna niðurskurði hjá LÍN nú þegar hlutverk sjóðsins er margfalt brýnna en í góðæri. Hvernig sú ákvörðun ætlar að mæta þeirri fjölgun stúdenta sem neyðast til að taka námslán á komandi misserum er óskiljanlegt. Nú þegar hefur óðaverðbólga étið upp hækkun námslána síðan í vor og útlit fyrir góða Lánasjóðssamninga næsta vor er sótsvart. Það er enginn að segja að stúdentar eigi að vera súkkulaðikleinur í allsherjarniðurskurði þjóðarkökunnar, enda skella á námsmönnum hærri skattar, gjöld og skuldbindingar eins og öðrum þjóðfélagsþegnum. Það sem við bendum á er að ríkisstjórn hyggst draga saman LÍN-seglin m.a. með því að reikna með 5% aukningu þeirra sem sækja um námslán þegar fyrirliggjandi gögn reikna með 20-30% aukningu. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þetta lán sem námsfólk greiðir ríkinu til baka, annað en til dæmis atvinnuleysisbætur. Stúdentaráð gerir einnig athugasemd við 951 milljóna niðurskurð á starfsemi Háskóla Íslands sem kemur til með að bitna allverulega á rannsóknarsamningi sem HÍ gerði við menntamálaráðherra við hátíðlega athöfn og átti að hjálpa skólanum að ná í sæti meðal topp 100 háskóla í heimi. Það er auðvelt að ímynda sér hvernig starfslið og sögulega margir stúdentar HÍ munu líða fyrir niðurskurðinn: setið verður frammi á gangi í stórum námskeiðum, námsleiðir verða lagðar niður, aðstöðu fer hrakandi og kennarar lækka í launum. Fulltrúar stúdenta hafa ítrekað bent á að varnir gegn efnahags- og atvinnuáföllum eru efling menntunarstigs þjóðar, rannsókna og nýsköpunar en á það virðist ekkert hlustað sem eru vægast sagt hrímaðar kveðjur til ríflega 20.000 námsmanna. Fyrir hönd stúdenta á Íslandi auglýsi ég hér með eftir stefnu ríkisstjórnar og þingflokka í menntamálum íslenskra stúdenta. Fyrir kosningar lofa allir stjórnmálaflokkar að efla lánasjóðskerfið og halda hugmyndum um mennta- og nýsköpunarsamfélag á lofti en þegar í harðbakkann slær eru sárafáir tilbúnir að fylgja þeirri stefnu eftir. Hvernig hyggist þið mæta þeim gríðarlega fjölda sem sækir um námslán frá LÍN á næstu önn? Vitið þið að skráning í Háskóla Íslands í grunn- og framhaldsnám er sexföld miðað við vorönn í fyrra? Finnst ykkur allt í lagi að stúdentar neyðist til þess að fá yfirdrátt á 20% vöxtum frá ríkisbönkum fyrir eftirágreiddu láni? Og síðast en ekki síst viljið þið að stór hópur námsmanna segi skilið við landið af því að ríkisstjórn hugsaði ekki lengra en góðærinu nam? Höfundur er formaður Stúdentaráðs.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun