Tvíþætt þörf jafn brýn 12. desember 2008 06:00 Á ferð í Eþíópíu í október fór ég um austurhluta landsins, hrjóstrugt nágrenni Jijigaborgar. Þar styður Hjálparstarf kirkjunnar nýtt verkefni á vegum Lútherska heimssambandsins af því að aðstæður þar eru ömurlegar og engin önnur hjálparstofnun er þar að verki. Landið er skorpið, vart stingandi strá og ráðgáta hvernig skepnur finna sér eitthvað að bíta – hvað þá að drekka. Mannfólkið hefur þurft að ganga 6 klukkustunda leið til að ná í vatn – óhreint vatn því ekki hefur verið völ á öðru. Úr þessu m.a. átti verkefnið að bæta. Endurtekinn rigningar- og uppskerubrestur um margra missera skeið olli því hins vegar að ekki var hægt að fara af stað með nýja vatnsöflun, áveitur og jarðræktarbætur fyrr en nokkuð var liðið á fyrsta tímabil þessa verkefnis. Stóru Kreppu-kái breytt í lítiðAðstæður ollu því að þau tæpu 25.000 sem áttu að njóta aðstoðar í verkefninu og jafnframt leggja til vinnu við framkvæmd þess voru svo máttfarin af viðvarandi Kreppu með stóru k-ái, að þau höfðu ekki bolmagn til að nýta stuðninginn sem í boði var. Neyðaraðstoð var þá veitt, fólki hjálpað með korn, olíu og annan mat. Það þurfti að næra fólkið og styrkja áður en verkefnið gat farið að rúlla því það er hugsað til varanlegrar sjálfsbjargar. Verkefnið veltur á fólkinu, vilja þess og getu til að vinna að framförum sem kostaðar eru héðan. Að hafa borð fyrir báruHjálparstarfið skuldbatt sig til að leggja í þetta þróunarverkefni í Eþíópíu 1.220.000 dollara á þremur árum í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Þegar samningurinn var gerður í lok árs 2007 jafngilti sú fjárhæð 96 milljónum króna. En þegar þetta er skrifað þarf að afla 136 milljóna króna. En við ætlum okkur ekki að láta veikara gengi bitna á fólki sem við höfum lofað hjálp. Við viljum standa við gefin loforð enda skuldbundin þessu fólki sem getur á engan annan treyst. En auk liðsinnisins við þjáð örbirgðarfólk á mestu neyðarsvæðum heims hefur Hjálparstarfið búið sig undir hugsanleg áföll hér heima. Búið sig undir að erfiðara gæti orðið að safna eða svo gæti farið að fjármunir þyrftu að renna ekki síst til Íslendinga sjálfra. Vegna þessarar fyrirhyggju getum við nú rækt báðar skyldurnar, lagt lið íslenskum fjölskyldum í neyð og áfram staðið við bakið á fólki í fjarlægð sem er ennþá verr sett. Það er landsmönnum að þakka, þeim ótal mörgu sem brugðist hafa vel við kallinu um hjálp við náungann, að Hjálparstarfið getur nú staðið í skilum við fólk í neyð. Það er stuðningi landsmanna að þakka að Hjálparstarfið hefur getað gefið fólki von sem rætist. Heima og úti; ekki andstæðurÞar sem kreppa geisar úti í heimi heldur Hjálparstarf kirkjunnar áfram. Og meðan kreppan geisar hér heima, aukum við starfið innanlands. Matarúthlutun er í fullum gangi. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar landsmönnum öllum stuðning í vilja og verki og minnir á jólasöfnun sem nú er í gangi. Það er einlæg von okkar sem vinnum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að allir sem til Hjálparstarfsins leita, bæði heima og heiman, fái þar úrlausn sem styrkir von þeirra og trú á framtíðina. Höfundur er verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á ferð í Eþíópíu í október fór ég um austurhluta landsins, hrjóstrugt nágrenni Jijigaborgar. Þar styður Hjálparstarf kirkjunnar nýtt verkefni á vegum Lútherska heimssambandsins af því að aðstæður þar eru ömurlegar og engin önnur hjálparstofnun er þar að verki. Landið er skorpið, vart stingandi strá og ráðgáta hvernig skepnur finna sér eitthvað að bíta – hvað þá að drekka. Mannfólkið hefur þurft að ganga 6 klukkustunda leið til að ná í vatn – óhreint vatn því ekki hefur verið völ á öðru. Úr þessu m.a. átti verkefnið að bæta. Endurtekinn rigningar- og uppskerubrestur um margra missera skeið olli því hins vegar að ekki var hægt að fara af stað með nýja vatnsöflun, áveitur og jarðræktarbætur fyrr en nokkuð var liðið á fyrsta tímabil þessa verkefnis. Stóru Kreppu-kái breytt í lítiðAðstæður ollu því að þau tæpu 25.000 sem áttu að njóta aðstoðar í verkefninu og jafnframt leggja til vinnu við framkvæmd þess voru svo máttfarin af viðvarandi Kreppu með stóru k-ái, að þau höfðu ekki bolmagn til að nýta stuðninginn sem í boði var. Neyðaraðstoð var þá veitt, fólki hjálpað með korn, olíu og annan mat. Það þurfti að næra fólkið og styrkja áður en verkefnið gat farið að rúlla því það er hugsað til varanlegrar sjálfsbjargar. Verkefnið veltur á fólkinu, vilja þess og getu til að vinna að framförum sem kostaðar eru héðan. Að hafa borð fyrir báruHjálparstarfið skuldbatt sig til að leggja í þetta þróunarverkefni í Eþíópíu 1.220.000 dollara á þremur árum í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Þegar samningurinn var gerður í lok árs 2007 jafngilti sú fjárhæð 96 milljónum króna. En þegar þetta er skrifað þarf að afla 136 milljóna króna. En við ætlum okkur ekki að láta veikara gengi bitna á fólki sem við höfum lofað hjálp. Við viljum standa við gefin loforð enda skuldbundin þessu fólki sem getur á engan annan treyst. En auk liðsinnisins við þjáð örbirgðarfólk á mestu neyðarsvæðum heims hefur Hjálparstarfið búið sig undir hugsanleg áföll hér heima. Búið sig undir að erfiðara gæti orðið að safna eða svo gæti farið að fjármunir þyrftu að renna ekki síst til Íslendinga sjálfra. Vegna þessarar fyrirhyggju getum við nú rækt báðar skyldurnar, lagt lið íslenskum fjölskyldum í neyð og áfram staðið við bakið á fólki í fjarlægð sem er ennþá verr sett. Það er landsmönnum að þakka, þeim ótal mörgu sem brugðist hafa vel við kallinu um hjálp við náungann, að Hjálparstarfið getur nú staðið í skilum við fólk í neyð. Það er stuðningi landsmanna að þakka að Hjálparstarfið hefur getað gefið fólki von sem rætist. Heima og úti; ekki andstæðurÞar sem kreppa geisar úti í heimi heldur Hjálparstarf kirkjunnar áfram. Og meðan kreppan geisar hér heima, aukum við starfið innanlands. Matarúthlutun er í fullum gangi. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar landsmönnum öllum stuðning í vilja og verki og minnir á jólasöfnun sem nú er í gangi. Það er einlæg von okkar sem vinnum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að allir sem til Hjálparstarfsins leita, bæði heima og heiman, fái þar úrlausn sem styrkir von þeirra og trú á framtíðina. Höfundur er verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar