Jólagjöf Íslendinga í ár Benedikt S. Lafleur skrifar 12. desember 2008 06:00 Aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds er einn helsti hornsteinn lýðræðissamfélags. Það hlýtur því að sæta undrun að langflest lagafrumvörp skuli koma frá handhöfum framkvæmdavalds en ekki löggjafarvaldinu. Óhóflegt vald hefur í gegnum tíðina safnast saman á hendur örfárra manna sem hafa í raun mótað samtíð okkar og hagkerfi, þó þeir hafa jú haft meirihluta þings á bak við sig og vissulega sótt vald sitt upphaflega til þjóðarinnar. Bæði almenningur og þingheimur þráðu sterka leiðtoga til að þurfa ekki að taka þátt í stjórnmálum sjálf, leiðtoga sem hvikuðu aldrei frá sannfæringu sinni en tóku um leið ekki nauðsynlegum breytingum. Þó að þjóðin hafi þroskast smám saman frá þessari þörf, hefur umgjörð stjórnsýslunnar ekki breyst í takt og enn hefur framkvæmdavaldið þingheim meira og minna í vasanum. Þjóðin hefur uppskorið það sem hún sáði í upphafi: Ráðþrota þing sem hlýtur þau niðurlægjandi örlög að þurfa að sætta sig við vanmátt sinn. Hvað hefur nú orðið um stolt okkar af elstu þinghefð í heimi? Í skjóli valdsins hafa æðstu embættismenn þjóðarinnar hrundið málum sínum í gegn á undrahraða án þess að fara í gegnum hreinsunareld gagnrýnnar umræðu. Útkoman birtist á víxl í leiftursnöggri lagaframkvæmd ellegar töfum á brýnum lagafrumvörpum sem gætu aukið skilvirkni í ríkisfjármálum og spornað gegn stjórnlausri þenslu. Allar umræður, hvort heldur um breytingu á stjórnarskránni til að skerpa skil þrígreiningar ríkisvaldsins ellegar um hugsanlega aðild Íslands að ESB, hafa ekki fengið að njóta sín í eðlilegum og heilbrigðum farvegi því ráðherrar hafa stýrt þeirri umræðu frá A til Z. Trúnaðarbrestur þjóðarinnar í garð stjórnmálamanna, sem fjármálakreppan ýtir nú upp á yfirborðið, er því í raun bara birtingarmynd þess stjórnmálaleiða og sofandaháttar sem einkennt hefur íslenska pólitík alltof lengi og drepið hefur í dróma þátttöku almennings í stjórnmálaumræðunni. Hreinskilin orðaskipti ráðamanna og alþýðunnar í hópsamkomum er því í sjálfu sér merk tímamót í íslenskum stjórnmálum og til þess fallin að styrkja lýðræðið. Ljóst er að til að hrinda í framkvæmd meiriháttar breytingum á stjórnskipan landsins og hagstjórn, t.d. með myntbreytingu og/eða aðild Íslands í ESB, þarf trúlega að sækja um það umboð til kjósenda. Tímasetning þeirra kosninga skiptir þó sköpum núna og miklu máli skiptir að endurnýjun og endurstokkun í stjórnmálum komi í senn innan frá, þ.e. innan raða núverandi flokka sem og utan frá, það er að segja með endurnýjun í flokkunum og heilbrigðara viðhorfi æðstu ráðamanna sem sýni á sannfærandi hátt að þeir hlusti á kröfur fólksins í landinu. Höfum samt hugfast að það skiptir ekki máli hver er við stjórnvölinn ef rætur þeirrar kreppu sem nú kemur upp á yfirborðið eru ekki upprættar að fullu heldur fá að krauma áfram í sjúkri þjóðarsál. Allir þeir flokkar sem nú eru við lýði þurfa fyrst að vinna heimavinnuna sína: Greina vandann, kalla einstaklinga til ábyrgðar og bjóða upp á róttækar leiðir til að skapa nýtt og betra þjóðfélag. Þetta á jafnt við um stjórnarandstöðuna og ríkisstjórnina. Geir og Ingibjörg hafa alla burði til að leiða flokka sína og þjóðina í gegnum hið stórkostlega umbreytingarskeið sem þjóðin stendur frammi fyrir núna og þá áskorun sem það felur í sér svo fremi sem þau gæta þess að hlusta á fólkið í landinu. Í janúar á næsta ári, fara áhrif björgunaraðgerðanna að skila sér og í febrúar ættu stjórnvöld að vera búin að varða nýjan stjórnarsáttmála inn í framtíð Íslendinga. Sá stjórnarsáttmáli ætti að fela í sér gagngerar breytingar í stjórnskipan landsins og peningastjórn. Óvitlaust væri af hálfu ríkisstjórnar Íslands að taka ofurlitla pólitíska áhættu þegar nær dregur jólum og láta í ljós vilja sinn um að eitthvað slíkt væri á döfinni. Mikilvægast af öllu er þó að viðurkenna sem fyrst þau mistök sem hafa verið gerð og boða skýlausan vilja um endurnýjun, óháð kosningum, og koma þannig ekki aðeins til móts við háværar kröfur almennings heldur og þær sem gerjast nú í stjórnarliðinu sjálfu. Sameinumst öll um óhjákvæmilegar og skynsamlegar breytingar á stjórnarháttum. Tökum örlögin í okkar hendur og missum ekki af þeim dýrmætu möguleikum sem þau hafa fært bæði land og þjóð um þessar mundir. Þjóðin er ekki fórnarlamb eins eða neins, heldur fyrst og fremst sinn eigin gæfu smiður. Afdráttarlaus viðurkenning á þessu er trúlega farsælasta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið sjálfum sér í ár. Höfundur er forleggjari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds er einn helsti hornsteinn lýðræðissamfélags. Það hlýtur því að sæta undrun að langflest lagafrumvörp skuli koma frá handhöfum framkvæmdavalds en ekki löggjafarvaldinu. Óhóflegt vald hefur í gegnum tíðina safnast saman á hendur örfárra manna sem hafa í raun mótað samtíð okkar og hagkerfi, þó þeir hafa jú haft meirihluta þings á bak við sig og vissulega sótt vald sitt upphaflega til þjóðarinnar. Bæði almenningur og þingheimur þráðu sterka leiðtoga til að þurfa ekki að taka þátt í stjórnmálum sjálf, leiðtoga sem hvikuðu aldrei frá sannfæringu sinni en tóku um leið ekki nauðsynlegum breytingum. Þó að þjóðin hafi þroskast smám saman frá þessari þörf, hefur umgjörð stjórnsýslunnar ekki breyst í takt og enn hefur framkvæmdavaldið þingheim meira og minna í vasanum. Þjóðin hefur uppskorið það sem hún sáði í upphafi: Ráðþrota þing sem hlýtur þau niðurlægjandi örlög að þurfa að sætta sig við vanmátt sinn. Hvað hefur nú orðið um stolt okkar af elstu þinghefð í heimi? Í skjóli valdsins hafa æðstu embættismenn þjóðarinnar hrundið málum sínum í gegn á undrahraða án þess að fara í gegnum hreinsunareld gagnrýnnar umræðu. Útkoman birtist á víxl í leiftursnöggri lagaframkvæmd ellegar töfum á brýnum lagafrumvörpum sem gætu aukið skilvirkni í ríkisfjármálum og spornað gegn stjórnlausri þenslu. Allar umræður, hvort heldur um breytingu á stjórnarskránni til að skerpa skil þrígreiningar ríkisvaldsins ellegar um hugsanlega aðild Íslands að ESB, hafa ekki fengið að njóta sín í eðlilegum og heilbrigðum farvegi því ráðherrar hafa stýrt þeirri umræðu frá A til Z. Trúnaðarbrestur þjóðarinnar í garð stjórnmálamanna, sem fjármálakreppan ýtir nú upp á yfirborðið, er því í raun bara birtingarmynd þess stjórnmálaleiða og sofandaháttar sem einkennt hefur íslenska pólitík alltof lengi og drepið hefur í dróma þátttöku almennings í stjórnmálaumræðunni. Hreinskilin orðaskipti ráðamanna og alþýðunnar í hópsamkomum er því í sjálfu sér merk tímamót í íslenskum stjórnmálum og til þess fallin að styrkja lýðræðið. Ljóst er að til að hrinda í framkvæmd meiriháttar breytingum á stjórnskipan landsins og hagstjórn, t.d. með myntbreytingu og/eða aðild Íslands í ESB, þarf trúlega að sækja um það umboð til kjósenda. Tímasetning þeirra kosninga skiptir þó sköpum núna og miklu máli skiptir að endurnýjun og endurstokkun í stjórnmálum komi í senn innan frá, þ.e. innan raða núverandi flokka sem og utan frá, það er að segja með endurnýjun í flokkunum og heilbrigðara viðhorfi æðstu ráðamanna sem sýni á sannfærandi hátt að þeir hlusti á kröfur fólksins í landinu. Höfum samt hugfast að það skiptir ekki máli hver er við stjórnvölinn ef rætur þeirrar kreppu sem nú kemur upp á yfirborðið eru ekki upprættar að fullu heldur fá að krauma áfram í sjúkri þjóðarsál. Allir þeir flokkar sem nú eru við lýði þurfa fyrst að vinna heimavinnuna sína: Greina vandann, kalla einstaklinga til ábyrgðar og bjóða upp á róttækar leiðir til að skapa nýtt og betra þjóðfélag. Þetta á jafnt við um stjórnarandstöðuna og ríkisstjórnina. Geir og Ingibjörg hafa alla burði til að leiða flokka sína og þjóðina í gegnum hið stórkostlega umbreytingarskeið sem þjóðin stendur frammi fyrir núna og þá áskorun sem það felur í sér svo fremi sem þau gæta þess að hlusta á fólkið í landinu. Í janúar á næsta ári, fara áhrif björgunaraðgerðanna að skila sér og í febrúar ættu stjórnvöld að vera búin að varða nýjan stjórnarsáttmála inn í framtíð Íslendinga. Sá stjórnarsáttmáli ætti að fela í sér gagngerar breytingar í stjórnskipan landsins og peningastjórn. Óvitlaust væri af hálfu ríkisstjórnar Íslands að taka ofurlitla pólitíska áhættu þegar nær dregur jólum og láta í ljós vilja sinn um að eitthvað slíkt væri á döfinni. Mikilvægast af öllu er þó að viðurkenna sem fyrst þau mistök sem hafa verið gerð og boða skýlausan vilja um endurnýjun, óháð kosningum, og koma þannig ekki aðeins til móts við háværar kröfur almennings heldur og þær sem gerjast nú í stjórnarliðinu sjálfu. Sameinumst öll um óhjákvæmilegar og skynsamlegar breytingar á stjórnarháttum. Tökum örlögin í okkar hendur og missum ekki af þeim dýrmætu möguleikum sem þau hafa fært bæði land og þjóð um þessar mundir. Þjóðin er ekki fórnarlamb eins eða neins, heldur fyrst og fremst sinn eigin gæfu smiður. Afdráttarlaus viðurkenning á þessu er trúlega farsælasta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið sjálfum sér í ár. Höfundur er forleggjari.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun