Helsjúkur hæringur 13. desember 2008 06:00 Sýkingin sem komin er upp í íslenska sumargotssíldarstofninum eru alvarleg tíðindi. Þau verstu sem dunið hafa á þjóðinni þegar sjávarútvegur er annars vegar, síðan hin „snjalla" ríkisstjórn Íhalds og Samfylkingar ákvað að fara í þriðjungs skerðingu á þorskveiðum sumarið 2007. Það er dæmigert að ríkisstjórnin bregst við eins og hún er vön þegar vandi steðjar að. Með lamandi aðgerðaleysi og ákvarðanafælni. Skipulega var fylgst með tíðni sníkjudýrsins sem hrjáir síldina nú á árunum 1991 - 2000. Eftir það var því hætt. Sennilega vegna fjárskorts. Hinn ábyrgðarlausi Sjálfstæðisflokkur sem hefur borið ábyrgð á sjávarútvegsráðuneytinu og þar með Hafró, hefur aldrei tímt að setja nægt fé í hafrannsóknir. Sjálfstæðismennirnir sem hafa verið ráðherrar sjávarútvegsmála frá árinu 2000 eru dýralæknirinn Árni Mathiesen og Einar K. Guðfinnsson. Það er athyglivert að það var á vakt sjálfs dýralæknisins að Hafró hætti að fylgjast með tíðni sníkjudýrasmitsins í síldinni. Tíðni sýkingar var lág á þessum árum, eða að meðaltali ein af hverjum þúsund síldum í íslenska sumargotsstofninum. Hún var miklu hærri í norsk-íslensku síldinni, eða allt að 14 prósent árið 1998. Tveimur árum síðar var hætt að fylgjast með þessu þó vitað væri úr fjölda fræðirita að sníkjudýrið er mjög hættulegt verði það að faraldri. Nú er ljóst að faraldur er hafinn. Á helstu veiðisvæðum íslensku sumargotssíldarinnar er sýkingarhlutfallið allt að 30 til 40 prósent síldarinnar. Við Vestmannaeyjar og Reykjanes er hlutfallið allt að 60 til 70 prósent. Til viðbótar þessu þá hefur orðið vart við Ichthyophonus í ýsu í Faxaflóa. Ástandið er skuggalegt. Við getum ekki lengur veitt síldina til manneldis. Hún verður að fara í bræðslu til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi, ef við ætlum að vinna úr henni verðmæti. Fyrir það fæst miklu minna fé en ef síldin hefði verið flökuð og fryst. Við þetta bætast svo fréttir af því að sníkjudýrasmit hafi fundist í ýsu í Faxaflóa. Það gerir málið enn verra. Hvaða áhrif getur svona sníkjudýrasmit haft á markaðsmál og sölu á ýsu erlendis? Lítið hefur verið aðhafst nema helst að senda út rannsóknaskip til að skoða málið. Niðurstöður þaðan liggja fyrir í þeim mæli að taka ber afstöðu. Eina rökrétta ákvörðunin er að stórauka síldveiðarnar. Það á að moka síldinni upp NÚNA og setja hana í bræðslu. Ekki síst af þeim svæðum þar sem tíðni smitsins er hæst. Þannig má bjarga verðmætum áður en síldin drepst og hverfur. Þannig yrðu teknir úr umferð fiskar sem gætu borið smit áfram innan síldarinnar. Einnig í aðra fiskistofna svo sem ýsu og flatfiska og þannig valdið ófyrirsjáanlegu tjóni. Hrygningarstofn síldarinnar er talinn vera um 650.000 tonn. Heildarkvótinn er 150.000 tonn. Sjávarútvegsráðherra á strax að auka aflaheimildir um 250.000 tonn hið minnsta. Þannig yrði stofninn grisjaður og líkur auknar á því að faraldurinn fjari út. Hátt verð fæst fyrir fiskimjöl og lýsi nú um stundir. Þjóðarbúið vantar sárlega gjaldeyri. Að hika er að tapa. Höfundur er fiskifræðingur og varaformaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Sýkingin sem komin er upp í íslenska sumargotssíldarstofninum eru alvarleg tíðindi. Þau verstu sem dunið hafa á þjóðinni þegar sjávarútvegur er annars vegar, síðan hin „snjalla" ríkisstjórn Íhalds og Samfylkingar ákvað að fara í þriðjungs skerðingu á þorskveiðum sumarið 2007. Það er dæmigert að ríkisstjórnin bregst við eins og hún er vön þegar vandi steðjar að. Með lamandi aðgerðaleysi og ákvarðanafælni. Skipulega var fylgst með tíðni sníkjudýrsins sem hrjáir síldina nú á árunum 1991 - 2000. Eftir það var því hætt. Sennilega vegna fjárskorts. Hinn ábyrgðarlausi Sjálfstæðisflokkur sem hefur borið ábyrgð á sjávarútvegsráðuneytinu og þar með Hafró, hefur aldrei tímt að setja nægt fé í hafrannsóknir. Sjálfstæðismennirnir sem hafa verið ráðherrar sjávarútvegsmála frá árinu 2000 eru dýralæknirinn Árni Mathiesen og Einar K. Guðfinnsson. Það er athyglivert að það var á vakt sjálfs dýralæknisins að Hafró hætti að fylgjast með tíðni sníkjudýrasmitsins í síldinni. Tíðni sýkingar var lág á þessum árum, eða að meðaltali ein af hverjum þúsund síldum í íslenska sumargotsstofninum. Hún var miklu hærri í norsk-íslensku síldinni, eða allt að 14 prósent árið 1998. Tveimur árum síðar var hætt að fylgjast með þessu þó vitað væri úr fjölda fræðirita að sníkjudýrið er mjög hættulegt verði það að faraldri. Nú er ljóst að faraldur er hafinn. Á helstu veiðisvæðum íslensku sumargotssíldarinnar er sýkingarhlutfallið allt að 30 til 40 prósent síldarinnar. Við Vestmannaeyjar og Reykjanes er hlutfallið allt að 60 til 70 prósent. Til viðbótar þessu þá hefur orðið vart við Ichthyophonus í ýsu í Faxaflóa. Ástandið er skuggalegt. Við getum ekki lengur veitt síldina til manneldis. Hún verður að fara í bræðslu til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi, ef við ætlum að vinna úr henni verðmæti. Fyrir það fæst miklu minna fé en ef síldin hefði verið flökuð og fryst. Við þetta bætast svo fréttir af því að sníkjudýrasmit hafi fundist í ýsu í Faxaflóa. Það gerir málið enn verra. Hvaða áhrif getur svona sníkjudýrasmit haft á markaðsmál og sölu á ýsu erlendis? Lítið hefur verið aðhafst nema helst að senda út rannsóknaskip til að skoða málið. Niðurstöður þaðan liggja fyrir í þeim mæli að taka ber afstöðu. Eina rökrétta ákvörðunin er að stórauka síldveiðarnar. Það á að moka síldinni upp NÚNA og setja hana í bræðslu. Ekki síst af þeim svæðum þar sem tíðni smitsins er hæst. Þannig má bjarga verðmætum áður en síldin drepst og hverfur. Þannig yrðu teknir úr umferð fiskar sem gætu borið smit áfram innan síldarinnar. Einnig í aðra fiskistofna svo sem ýsu og flatfiska og þannig valdið ófyrirsjáanlegu tjóni. Hrygningarstofn síldarinnar er talinn vera um 650.000 tonn. Heildarkvótinn er 150.000 tonn. Sjávarútvegsráðherra á strax að auka aflaheimildir um 250.000 tonn hið minnsta. Þannig yrði stofninn grisjaður og líkur auknar á því að faraldurinn fjari út. Hátt verð fæst fyrir fiskimjöl og lýsi nú um stundir. Þjóðarbúið vantar sárlega gjaldeyri. Að hika er að tapa. Höfundur er fiskifræðingur og varaformaður Frjálslynda flokksins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar