Þvæla útvarpsstjóra Bergsteinn Sigurðsson skrifar 18. desember 2008 04:30 Í reglum um fréttir og dagskrárefni tengt þeim í Ríkisútvarpinu, segir meðal annars: „Útvarpsstjóri setur starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem vinna að fréttaskrifum, fréttaflutningi og tengdu dagskrárefni eftirfarandi reglur: [...] 9. „Óheimilt er að útvarpa án leyfis ummælum manns ef hann vissi ekki að þau voru hljóð- eða myndrituð, nema ummælin hafi verið viðhöfð á opnum vettvangi." Í Fréttablaðinu 17. desember var Páll Magnússon útvarpsstjóri spurður hvort rétt hafi verið af Kastljósi að spila upptökur af samtali Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, við fyrrverandi blaðamann blaðsins. Páll taldi svo vera, almannaheill hafi verið í húfi. Hann sagði enn fremur að birtingin stangaðist ekki á við 9. grein starfsreglna RÚV. Sagði Páll hana eingöngu lúta að samskiptum RÚV við viðmælendur sína en hefði ekkert með upptökur þriðja aðila að gera. Slíkar upptökur bæri að meta út frá þeim forsendum hvort það hefði mikla samfélagslega þýðingu að birta þær. Þarna fer útvarpsstjóri með rangt mál, eins og má sjá þegar reglurnar eru lesnar. Þar er ekkert kveðið á um uppruna slíkra upptakna. Það stendur skýrum stöfum að starfsmenn RÚV mega ekki birta ummæli manns án leyfis ef þau voru tekin upp án hans vitundar. Reglurnar gefa ekkert svigrúm í þessum efnum. Starfsfólki RÚV er einfaldlega bannað að útvarpa slíkum upptökum. Það má færa gild rök fyrir því að stundum geti verið réttlætanlegt að birta upptökur á borð við þá sem Kastljós spilaði á mánudag. Ég er sammála Páli að sú upptaka átti erindi til almennings. Túlkun hans á starfsreglum RÚV er aftur á móti fráleit. Það er útvarpsstjóra ósæmandi að bera á borð slíka þvælu. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í reglum um fréttir og dagskrárefni tengt þeim í Ríkisútvarpinu, segir meðal annars: „Útvarpsstjóri setur starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem vinna að fréttaskrifum, fréttaflutningi og tengdu dagskrárefni eftirfarandi reglur: [...] 9. „Óheimilt er að útvarpa án leyfis ummælum manns ef hann vissi ekki að þau voru hljóð- eða myndrituð, nema ummælin hafi verið viðhöfð á opnum vettvangi." Í Fréttablaðinu 17. desember var Páll Magnússon útvarpsstjóri spurður hvort rétt hafi verið af Kastljósi að spila upptökur af samtali Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, við fyrrverandi blaðamann blaðsins. Páll taldi svo vera, almannaheill hafi verið í húfi. Hann sagði enn fremur að birtingin stangaðist ekki á við 9. grein starfsreglna RÚV. Sagði Páll hana eingöngu lúta að samskiptum RÚV við viðmælendur sína en hefði ekkert með upptökur þriðja aðila að gera. Slíkar upptökur bæri að meta út frá þeim forsendum hvort það hefði mikla samfélagslega þýðingu að birta þær. Þarna fer útvarpsstjóri með rangt mál, eins og má sjá þegar reglurnar eru lesnar. Þar er ekkert kveðið á um uppruna slíkra upptakna. Það stendur skýrum stöfum að starfsmenn RÚV mega ekki birta ummæli manns án leyfis ef þau voru tekin upp án hans vitundar. Reglurnar gefa ekkert svigrúm í þessum efnum. Starfsfólki RÚV er einfaldlega bannað að útvarpa slíkum upptökum. Það má færa gild rök fyrir því að stundum geti verið réttlætanlegt að birta upptökur á borð við þá sem Kastljós spilaði á mánudag. Ég er sammála Páli að sú upptaka átti erindi til almennings. Túlkun hans á starfsreglum RÚV er aftur á móti fráleit. Það er útvarpsstjóra ósæmandi að bera á borð slíka þvælu. Höfundur er blaðamaður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar