Rannsóknir á kynferðis- og heimilisofbeldi 12. desember 2008 06:00 Stefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur frá stofnun embættisins verið að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa. Til þess að vinna að þessum mikilvægu markmiðum hefur verið horft til nokkurra lykilatriða á sviði löggæslu, eins og t.d. aukins sýnileika lögreglu og öflugrar hverfa- og grenndarlöggæslu. Þegar kemur að rannsóknum sakamála er að því unnið að auka gæði og skilvirkni rannsókna með ýmsum hætti, þar á meðal aukinni sérhæfingu og markvissri greiningarvinnu. Þessir þættir ásamt mörgum öðrum skipta miklu máli ef árangur á að nást. Lögreglan og raunar réttarkerfið í heild hefur á liðnum árum verið gagnrýnt fyrir frammistöðu sína vegna meðferðar kynferðisbrotamála. Þessi gagnrýni hefur að mörgu leyti verið réttmæt. Til þess að auka gæði og skilvirkni á þessu sviði sérstaklega var við stofnun LRH ákveðið að setja á laggirnar sérstaka rannsóknardeild sem hefði það hlutverk að rannsaka kynferðisbrot. Það var mat embættisins að með stofnun sérstakrar rannsóknardeildar mætti bæði auka gæði og skilvirkni rannsókna á þessu flókna og erfiða sviði og um leið tiltrú almennings og einkum þolenda kynferðisbrota á getu og áhuga lögreglu til að takast á við rannsóknir þessara alvarlegu brota. Margt bendir til að það hafi gengið eftir. Hjá LRH er nú unnið að endurskoðun á skipulagi rannsóknardeildar embættisins, í samræmi við stefnu embættisins og með hliðsjón af gildistöku nýrra laga um meðferð sakamála. Í þeirri vinnu er m.a. horft til aukinnar sérhæfingar á ýmsum sviðum, aukinnar samvinnu milli eininga og aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Eitt af því sem nú er til skoðunar er að auka áherslu embættisins á rannsóknir heimilisofbeldismála, m.a. með það að markmiði að grípa mun fyrr til aðgerða en áður á þessu viðkvæma og mikilvæga sviði. Markmið slíkra breytinga er að koma í veg fyrir áframhaldandi heimilisofbeldi, auka gæði og skilvirkni rannsókna og um leið tiltrú almennings á lögreglu. Vonir standa til að tillögur að nýju skipulagi verði kynntar dóms- og kirkjumálaráðherra um næstu áramót og breytingar á skipulagi taki í kjölfarið þegar gildi. Höfundur er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Stefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur frá stofnun embættisins verið að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa. Til þess að vinna að þessum mikilvægu markmiðum hefur verið horft til nokkurra lykilatriða á sviði löggæslu, eins og t.d. aukins sýnileika lögreglu og öflugrar hverfa- og grenndarlöggæslu. Þegar kemur að rannsóknum sakamála er að því unnið að auka gæði og skilvirkni rannsókna með ýmsum hætti, þar á meðal aukinni sérhæfingu og markvissri greiningarvinnu. Þessir þættir ásamt mörgum öðrum skipta miklu máli ef árangur á að nást. Lögreglan og raunar réttarkerfið í heild hefur á liðnum árum verið gagnrýnt fyrir frammistöðu sína vegna meðferðar kynferðisbrotamála. Þessi gagnrýni hefur að mörgu leyti verið réttmæt. Til þess að auka gæði og skilvirkni á þessu sviði sérstaklega var við stofnun LRH ákveðið að setja á laggirnar sérstaka rannsóknardeild sem hefði það hlutverk að rannsaka kynferðisbrot. Það var mat embættisins að með stofnun sérstakrar rannsóknardeildar mætti bæði auka gæði og skilvirkni rannsókna á þessu flókna og erfiða sviði og um leið tiltrú almennings og einkum þolenda kynferðisbrota á getu og áhuga lögreglu til að takast á við rannsóknir þessara alvarlegu brota. Margt bendir til að það hafi gengið eftir. Hjá LRH er nú unnið að endurskoðun á skipulagi rannsóknardeildar embættisins, í samræmi við stefnu embættisins og með hliðsjón af gildistöku nýrra laga um meðferð sakamála. Í þeirri vinnu er m.a. horft til aukinnar sérhæfingar á ýmsum sviðum, aukinnar samvinnu milli eininga og aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Eitt af því sem nú er til skoðunar er að auka áherslu embættisins á rannsóknir heimilisofbeldismála, m.a. með það að markmiði að grípa mun fyrr til aðgerða en áður á þessu viðkvæma og mikilvæga sviði. Markmið slíkra breytinga er að koma í veg fyrir áframhaldandi heimilisofbeldi, auka gæði og skilvirkni rannsókna og um leið tiltrú almennings á lögreglu. Vonir standa til að tillögur að nýju skipulagi verði kynntar dóms- og kirkjumálaráðherra um næstu áramót og breytingar á skipulagi taki í kjölfarið þegar gildi. Höfundur er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar