Mannréttindayfirlýsingin 60 ára Guðrún Dögg Guðmundsdóttir skrifar 10. desember 2008 06:00 Umræðan Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna Árið 1948, í kjölfar voðaverka heimsstyrjaldarinnar síðari, samþykkti alþjóðasamfélagið skjal sem ætlað var að leggja hornsteininn að nýrri heimsskipan. Í heimi sem skipt var upp af nýlenduherrum og markaðist af kynþáttaaðskilnaði var mannréttindayfirlýsingin ótrúlegt þrekvirki því í henni felst fyrsta alþjóðlega viðurkenning þess að mannréttindi og frelsi sé réttur allra manna, alls staðar og með því markar hún þáttaskil í sögunni. Með yfirlýsingunni var lagður grundvöllur að uppbyggingu hins alþjóðlega mannréttindakerfis og hún hefur með árunum orðið leiðarljós þeirra sem vinna að eflingu og virðingu mannréttinda. Mannréttindayfirlýsingin áréttar göfgi og gildi mannsins og byggir á því að allir hafi sömu óafsalanlegu mannréttindi. Við krefjumst öll jafnra tækifæra og mannsæmandi lífskjara, og höfum þörf fyrir fæði, klæði og húsaskjól. Við viljum geta haft áhrif á samfélag okkar og fá tækifæri til að njóta gæða þess. Í mannréttindum felst einnig vernd gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er og þau grundvallast á virðingu fyrir einstaklingnum. Mannréttindayfirlýsingin hefur ómælda þýðingu fyrir heimsbyggðina en áhrifa hennar gætir í lögum og stjórnarskrám um víða veröld. Lögin nægja þó ekki ein og sér; til þess að sækja rétt sinn og virða rétt annarra verður fólk að vita hvað felst í mannréttindum. Útbreiðsla yfirlýsingarinnar og þekking á ákvæðum hennar er því mikilvæg forsenda mannvæns samfélags þar sem fólk nýtur mannhelgi, jafnréttis, borgaralegra og pólitískra réttinda og er öruggt um líf og afkomu. Nú þegar syrtir í álinn má ekki slá af kröfum um mannréttindavernd. Brýnt er að viðbrögð við efnahagskreppunni ógni ekki réttaröryggi borgaranna og þeim mannréttindum sem hafa áunnist á síðustu 60 árum. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna byggist á hugsjón um samfélag mannhelgi, réttlætis og jafnra tækifæra fyrir alla. Látum þessa hugsjón varða leiðina að hinu nýja Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Umræðan Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna Árið 1948, í kjölfar voðaverka heimsstyrjaldarinnar síðari, samþykkti alþjóðasamfélagið skjal sem ætlað var að leggja hornsteininn að nýrri heimsskipan. Í heimi sem skipt var upp af nýlenduherrum og markaðist af kynþáttaaðskilnaði var mannréttindayfirlýsingin ótrúlegt þrekvirki því í henni felst fyrsta alþjóðlega viðurkenning þess að mannréttindi og frelsi sé réttur allra manna, alls staðar og með því markar hún þáttaskil í sögunni. Með yfirlýsingunni var lagður grundvöllur að uppbyggingu hins alþjóðlega mannréttindakerfis og hún hefur með árunum orðið leiðarljós þeirra sem vinna að eflingu og virðingu mannréttinda. Mannréttindayfirlýsingin áréttar göfgi og gildi mannsins og byggir á því að allir hafi sömu óafsalanlegu mannréttindi. Við krefjumst öll jafnra tækifæra og mannsæmandi lífskjara, og höfum þörf fyrir fæði, klæði og húsaskjól. Við viljum geta haft áhrif á samfélag okkar og fá tækifæri til að njóta gæða þess. Í mannréttindum felst einnig vernd gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er og þau grundvallast á virðingu fyrir einstaklingnum. Mannréttindayfirlýsingin hefur ómælda þýðingu fyrir heimsbyggðina en áhrifa hennar gætir í lögum og stjórnarskrám um víða veröld. Lögin nægja þó ekki ein og sér; til þess að sækja rétt sinn og virða rétt annarra verður fólk að vita hvað felst í mannréttindum. Útbreiðsla yfirlýsingarinnar og þekking á ákvæðum hennar er því mikilvæg forsenda mannvæns samfélags þar sem fólk nýtur mannhelgi, jafnréttis, borgaralegra og pólitískra réttinda og er öruggt um líf og afkomu. Nú þegar syrtir í álinn má ekki slá af kröfum um mannréttindavernd. Brýnt er að viðbrögð við efnahagskreppunni ógni ekki réttaröryggi borgaranna og þeim mannréttindum sem hafa áunnist á síðustu 60 árum. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna byggist á hugsjón um samfélag mannhelgi, réttlætis og jafnra tækifæra fyrir alla. Látum þessa hugsjón varða leiðina að hinu nýja Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar