Djúpt mat á ESB 11. desember 2008 06:00 Darri Gunnarsson skrifar um Evrópumál: Í leiðara Fréttablaðsins, þriðjudaginn 9. desember, skrifar Þorsteinn Pálson um ESB-umræðuna. Hann vill forðast slagorðakenningar og vill dýpka umræðuna í breitt og málefnalegt mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar. Í leiðara sínum bendir Þorsteinn á slagorðakennd andmæli andstæðinga aðildar og að í þeirra huga snúist málið um það hvort gefa eigi útlendingum fiskimiðin. Hann telur veruleikann flóknari og kallar eftir betri rökum sjávarútvegsins. Fólk í sjávarútvegi hefur verið duglegt að benda á aðstæður í sjávarútvegi ESB og heimfæra þær upp á aðstæður hér á landi. Þorsteinn gerir lítið úr þessu. Slagorð fylgjenda ESB-aðildar virðast einnig fara fram hjá honum. Þorvaldur Gylfason, segir að skerða verði fullveldið til að vernda það. Gylfi Magnússon segir að valið standi á milli ESB og hafta- og einangrunarbúskapar. Þetta eru slagorðin úr Háskóla Íslands. Í stuttum leiðara er fullyrt að fjármálastöðugleika verði ekki náð með íslenskri krónu, einhliða upptaka annars gjaldmiðils sé tæplega fær og Evrópusambandsaðild og samhliða upptaka evru muni því styrkja sjávarútveginn. Djúpt mat höfundar mun að líkindum leiða kosti ESB-aðildar í ljós. Mat á hagsmunum aðildar Íslands að ESB er flókið. Gallinn er sá að útkoman fer eftir því hver reiknar dæmið. Leiðari Fréttablaðsins er gott dæmi um það. Niðurstaða Þorsteins er ljós. Við eigum að fara í ESB og fá undanþágu frá sjávarútvegsstefnu sambandsins. Nú vilja margir skoða og meta hagsmuni Íslendinga af Evrópusambandsaðild. Við mat verður reynt að meta aðild eftir peningalegum mælikvörðum. Þannig metum við nú hagsmuni! Í þessu dæmi á að reikna hvort það borgi sig að skerða fullveldi þjóðarinnar. Þetta reiknisdæmi óttast ég, þetta á ekki að reikna. Aðild Íslands að ESB þýðir að áhrif erlendra embættismanna aukast hér á landi. Áhrif íslensku þjóðarinnar minnka. Þetta snýst um grundvallaratriði. Fullveldi Íslands. Það er skýrt, Evrópusambandið er flókið. Höfum það einfalt. Einfalt fullvalda Ísland. Höfundur er framkvæmdastjóri InterSeafood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Darri Gunnarsson skrifar um Evrópumál: Í leiðara Fréttablaðsins, þriðjudaginn 9. desember, skrifar Þorsteinn Pálson um ESB-umræðuna. Hann vill forðast slagorðakenningar og vill dýpka umræðuna í breitt og málefnalegt mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar. Í leiðara sínum bendir Þorsteinn á slagorðakennd andmæli andstæðinga aðildar og að í þeirra huga snúist málið um það hvort gefa eigi útlendingum fiskimiðin. Hann telur veruleikann flóknari og kallar eftir betri rökum sjávarútvegsins. Fólk í sjávarútvegi hefur verið duglegt að benda á aðstæður í sjávarútvegi ESB og heimfæra þær upp á aðstæður hér á landi. Þorsteinn gerir lítið úr þessu. Slagorð fylgjenda ESB-aðildar virðast einnig fara fram hjá honum. Þorvaldur Gylfason, segir að skerða verði fullveldið til að vernda það. Gylfi Magnússon segir að valið standi á milli ESB og hafta- og einangrunarbúskapar. Þetta eru slagorðin úr Háskóla Íslands. Í stuttum leiðara er fullyrt að fjármálastöðugleika verði ekki náð með íslenskri krónu, einhliða upptaka annars gjaldmiðils sé tæplega fær og Evrópusambandsaðild og samhliða upptaka evru muni því styrkja sjávarútveginn. Djúpt mat höfundar mun að líkindum leiða kosti ESB-aðildar í ljós. Mat á hagsmunum aðildar Íslands að ESB er flókið. Gallinn er sá að útkoman fer eftir því hver reiknar dæmið. Leiðari Fréttablaðsins er gott dæmi um það. Niðurstaða Þorsteins er ljós. Við eigum að fara í ESB og fá undanþágu frá sjávarútvegsstefnu sambandsins. Nú vilja margir skoða og meta hagsmuni Íslendinga af Evrópusambandsaðild. Við mat verður reynt að meta aðild eftir peningalegum mælikvörðum. Þannig metum við nú hagsmuni! Í þessu dæmi á að reikna hvort það borgi sig að skerða fullveldi þjóðarinnar. Þetta reiknisdæmi óttast ég, þetta á ekki að reikna. Aðild Íslands að ESB þýðir að áhrif erlendra embættismanna aukast hér á landi. Áhrif íslensku þjóðarinnar minnka. Þetta snýst um grundvallaratriði. Fullveldi Íslands. Það er skýrt, Evrópusambandið er flókið. Höfum það einfalt. Einfalt fullvalda Ísland. Höfundur er framkvæmdastjóri InterSeafood.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar