Lífið

Mætir í vinnuna á afmælisdaginn

Hrefna Rósa á afmæli í dag. Lífið sendir henni hlýja afmæliskveðju!
Hrefna Rósa á afmæli í dag. Lífið sendir henni hlýja afmæliskveðju!
Hrefna Rósa Sætran á afmæli í dag. Í stað þess að spyrja sjónvarpskokkinn sem eignaðist sitt fyrsta barn, drenginn Bertram Skugga, fyrir ári út í aldurinn forvitnaðist Lífið hvernig afmælisdagurinn hennar verður.

„Ég ætla fara og taka upp hljóð með Dabba og Kristófer Dignus fyrir þáttinn minn sem verður einmitt frumsýndur á Rúv núna á fimmtudaginn. Svo verður léttur fjölskyldukaffihittingur þar sem allir fá köku og ég fæ pakka. Svo um 16:00 fer ég að vinna á Fiskmarkaðnum með öllu skemmtilega fólkinu þar. Ég ætla fá mér afmælisþorsk að borða þar allavegna. Já, svona verður dagurinn minn," segir Hrefna Rósa að lokum.

Fiskmarkadurinn.is - veitingastaður Hrefnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.