Lífið

Spice Girls hafa engu gleymt

Myndir/COVERMEDIA
Ólympíuleikunum í London lauk formlega í gær með viðamikilli lokahátíð en alls voru 4.100 manns sem komu fram á hátíðinni með einhverjum hætti.

Af öllum þeim stórkostlegu skemmtikröftum, söngvurum, fyrirsætunum og listamönnum sem komu fram er óhætt að segja að atriði stúlknahljómsveitarinnar Spice Girls hafi staðið uppúr úr en það vakti ómælda athygli um heim allan.

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni hafa kryddstúlkurnar engu gleymt!

Það var leikstjórinn Kim Gavin sem stýrir lokahátíðinni sem bar heitið „A Symphony of British Music" en hún átti að sýna fjölbreytileikann í bresku tónlistarlífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.