Fleiri fréttir

Rihanna sýnir bossann

Aðdáendur Rihönnu vita að hún er ekki hrædd við að taka myndir af sér í alls kyns aðstæðum og birta þær á netinu. Hún gerði einmitt það í vikunni en myndin var aðeins djarfari en vanalega.

Svona var aðkoman - sjáðu myndirnar

Svona leit bílskúrinn út hjá ónefndri konu í Grafarholti í gærdag þegar hún fékk símtal frá nágrannanum. Sjón er sögu ríkari ef myndirnar eru skoðaðar. Bílskúrshurðin virðist hafa opnast í rokinu.

Nítján kílóum léttari

Raunveruleikastjarnan Nicole Polizzi, sem í daglegu tali er kölluð Snooki, prýðir forsíðu tímaritsins Us Weekly sem kemur út á föstudaginn. Hún deilir megrunarleyndarmálum sínum með tímaritinu.

Kate Moss gekk fyrir Louis Vuitton

Ofurfyrirsætan Kate Moss snéri aftur á sýningarpallana á sýningu Louis Vuitton í gær, en hún hefur ekki tekið þátt í tískuvikunni síðan hún lokaði sýningu sama hönnuðar árið 2011.

Tískuelítan í útgáfupartýi

Tískudívan og fyrrverandi Vogue-ritstýran Carine Roitfeld leggur það í vana sinn að halda stórglæsileg partý á meðan tískuvikan í París stendur yfir. Í þetta sinn fagnaði hún...

Jessica Alba flott í tauinu

Leikkonan og tískuunnandinn Jessica Alba hefur verið tíður gestur á tískuvikunum síðustu ár. Í þetta sinn var hún þó áberandi fallega klædd og vakti athygli hvar sem hún fór.

Ógeðsskot Lindu Pé

"Já ekkert mál. Það gefur mér orku og gleði," segir Linda Pétursdóttir eigandi Baðhússins sem er stödd á Ítalíu þegar við spurðum hana hvort hún væri til í að segja okkur frá morgunmatnum sem hún myndaði og setti á Facebooksíðuna sína í morgun með skilaboðunum: "Ást og orka fyrir kroppinn! Raw morgunmatur: "Ógeðsskot A La Solla", Chiagrautur og grænt te. Og þá er ég tilbúin í annasaman dag."

Heldur húðinni mattri og fallegri

"Við getum talað um hvað gott er að taka inn en mig langar að nefna hvað ég tek ekki inn - því að ég að ég borða ekki sælgæti. Það fer illa í meltingarfærin og tel ég það vera ein leið meðal annarra til að halda líkamanum hreinum. Ef sykurþörfin kallar er alveg eins gott að grípa í ávöxt, þú ert að fá nátturulegan sykur, trefjar og svengdar- og þorstaþörfin minnkar. Ég sker oft niður nokkrar gerðir af ferskum ávextum í skál og borða í staðin fyrir snakk," segir Auðbjörg.

Rómantískt og ævintýralegt yfirbragð

Lína Valentino sem sýnd var á tískuvikunni í París á dögunum var hreint út sagt dásamleg. Rómantíkin sveif yfir vötnunum, en innblásturinn var sóttur í ævintýri og málverk.

Opnar sölusíðu fyrir íslenskt handverk

Dögg Hugosdóttir – Callahan opnaði vefinn ljonshjarta.com fyrir skömmu. Vefurinn er í anda Etsy.com og er ætlaður sem vettvangur þar sem fólk getur komið íslensku handverki og listum á framfæri á einfaldan hátt.

Lagið fjallar ekki um lýsi

María Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi í myrkri ásamt Kristmundi Axel, en myndband við lagið hefur fengið yfir tólfþúsund áhorf á Youtube á aðeins þremur dögum. Lagið er úr smiðju upptökuteymisins Stop Wait Go sem er skipað Sæþóri Kristjánssyni og bræðrunum Pálma Ragnari og Ásgeiri Orra Ásgeirssonum.

Sjáðu framlag Bonnie Tyler í Eurovision

Bonnie Tyler hefur verið valin til þess að flytja framlag Breta í Eurovision í vor. Söngkonan hefur verið ein sú vinsælasta í heimi allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Vonir standa til að henni muni ganga betur en Engelbert Humperdinck í fyrra, en hann var í næstsíðasta sæti. Eitt þekktasta lag Bonnie Tyler er líklegast Total Eclipse of a Heart

Lögsóttur vegna Beyoncé-leka

Útgáfurisinn Somy hefur lögsótt sænskan mann fyrir að dreifa plötu söngkonunnar Beyoncé á netinu áður en hún var gefin út opinberlega. Sony fer fram á rúmar 29 milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vefsíðu tónlistartímaritsins NME.

Timberlake mættur aftur eftir sjö ára hlé

Þriðja sólóplata popparans Justins Timberlake, The 20/20 Experience, kemur út síðar í mánuðinum, heilum sjö árum eftir að FutureSex/LoveSounds leit dagsins ljós.

Bræður fjölga sér

Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Friðrik Dór eiga báðir von á barni.

Ekki með næst

Skyfall-leikstjórinn Sam Mendes fer í leikhúsið.

Búið spil?

Svo virðist sem ástarloginn hafi slokknað hjá fallega stjörnuparinu Miley Cyrus og Liam Hemsworth.

Frábært tækifæri til að styrkja Stígamót

"Um leið og ég heyrði að það væri verkefni í áfanganum sem snéri að því að skipuleggja og setja upp viðburð, þá datt mér þetta í hug,“ segir tómstundafræðineminn Jón Skúli Traustason sem, ásamt samnemendum sínum Signý Árnadóttur og Sirrý G.S. Sigurðardóttur, stendur að baki styrktartónleikum fyrir Stígamót í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 4.apríl næstkomandi.

Breytir frumrauninni í kvikmyndahandrit

"Ég er byrjaður að leggja drög að handritinu og ef allt gengur að óskum gæti ég byrjað að taka myndina upp á næsta ári,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri, sem er í óða önn að breyta leikverkinu Gullregn í kvikmyndahandrit. Verkið er frumraun Ragnars á sviði leiklistar og var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í nóvember í fyrra.

Fín endurkoma til Oz

Kvikmyndin Oz The Great And Powerful verður frumsýnd annað kvöld. Myndin skartar James Franco í hlutverki galdrakarlsins og hefur fengið ágæta dóma.

Sýnt úr nýjum þætti Heru

Leikkonan unga og efnilega Hera Hilmarsdóttir er gestur Ragnhildar Steinunnar í Ísþjóðinni í kvöld. Þátturinn var tekinn upp á síðasta ári þar sem Ragnhildur fór meðal annars út til Bretlands og fylgdist með Heru í tökum á sjónvarpseríunni Da Vincis Demons sem verður sýnd með vorinu í Evrópu og Bandaríkjunum.

Keppir í jójólistinni úti um allan heim

Páll Valdimar Guðmundsson Kolka er 21 árs Hafnfirðingur og einn mesti jójósnillingur landsins. Hann er nýkominn heim eftir frækna för til Búdapest þar sem hann lenti í 4. sæti af 120 á Evrópumeistaramótinu í jójó.

Hitti Justin Bieber og hágrét í klukkutíma

"Þegar ég sá hann fyrst fannst mér hann bara vera í þrívídd, þetta var svo óraunverulegt,“ segir Auður Eva Peiser Ívarsdóttir, sem hitti goðið sitt Justin Bieber baksviðs fyrir tónleika í London um síðustu helgi.

Martröð Mikkelsen

Það sem margir óttast mest af öllu er að vera sakaður ranglega um hræðilegan glæp. Hin martraðarkennda Jagten fjallar einmitt um það, og segir frá Lúkasi, leikskólakennara í litlu þorpi, sem grunur leikur á að hafi brotið kynferðislega gegn barni í sinni umsjá.

Leikstýrir kvikmynd

Grínistinn og þáttastjórnandinn vinsæli, John Stewart, hyggst taka sér stutt frí frá The Daily Show í sumar til að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd. Myndin ber titilinn Rosewater og er handrit hennar byggt á bókinni Then They Came For Me: A Family’s Story Of Love, Captivity And Survival eftir fréttamanninn Maziar Bahari.

Raf- og taktvæddar Árstíðir

Árstíðir er ein af þessum harðduglegu íslensku hljómsveitum sem fjármagna plöturnar sínar sjálfar og spila úti um allar trissur.

Spennandi heimsókn

Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til.

Gummi og Kippi spila

Gítarleikarinn Guðmundur Pétursson og Kippi Kaninus halda tónleika á Faktorý Bar annað kvöld. GP! band Guðmundar hefur starfað frá útkomu plötunnar Elabórat árið 2011. Hljómsveitin leikur einnig efni af Ologies sem kom út 2008 en báðar plöturnar hafa vakið athygli fyrir nýstárlega blöndun ólíkra tónlistaráhrifa. Á tónleikum er ferðast milli þaulskipulags og spuna af ættum progs, síðrokks, blús og glam-djazz.

Dorrit hefur boðað komu sína

Lífstöltið, töltkeppni kvenna, sem haldið er til styrktar LÍFI styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans, verður haldið á laugardaginn í Reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. Í ár munu Dorrit Moussaieff og Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari opna mótið.

Konunglega barnið lætur finna fyrir sér

Hertogynjan Kate Middleton heimsótti Grimsby á Englandi í gær og leit stórkostlega út. Hún talaði við aðdáendur sína, meðal annars um ófætt barn sitt.

Þessi er aðeins of gróf fyrir Instagram

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr er ákaflega opinn persónuleiki og sýndi það og sannaði þegar hún lét mynd af sér á brjóstunum á Instagram-síðu sína í vikunni.

Í yfirstærð og stolt af því

Make up artistinn Priscilla Ono er fáránlega flott á myndum sem birtast í tímaritinu SLiNK. Priscilla er hvað þekktust fyrir að sjá um make up fyrir stjörnur á borð við Rihanna, Amber Rose og Carmen Electra.

Hún varð ung mamma og hann fæddist gömul sál

Þau eiga það sameiginlegt að vera miklir golfáhugamenn og vilja bæði stjórna stærsta stéttarfélagi landsins. Ólafía B. Rafnsdóttir og Stefán Einar Stefánsson munu á næstu dögum berjast um hvort þeirra komi til með að gegna starfi formanns í VR.

Fer yfir viðburðarík ár

Leikkonan Kate Winslet prýðir forsíðu breska Harper's Bazaar sem kemur út á næstu dögum. Í viðtali við blaðið fer hún yfir síðustu ár sem hafa vægast sagt verið viðburðarík.

Hættu að hanga á netinu og lestu þetta

Margir Íslendingar hafa eflaust eytt megni af deginum á internetinu til að fylgjast með óveðrinu. Við höfðum samband við Jóhönnu Þórarinsdóttur einkaþjálfara og norðurlandameistara í bekkpressu til að spyrja hvaða áhrif þriggja tíma seta fyrir framan tölvuna hefur á líkama og sál netnotenda

Ber að ofan á forsíðunni

Kvikmyndagerðarkonan Mira Nair tekur viðtal við leikkonuna Kate Hudson í nýjasta hefti tímaritsins Glamour. Athygli vekur að Kate er ber að ofan á forsíðunni og hylur brjóstin með höndunum.

Hvernig væri að baka skonsurnar hennar Siggu Lund í óveðrinu?

Sigga Lund sem heldur úti vefnum Siggalund.is setti þessa girnilegu mynd af skonsum á Instagram rétt í þessu. Við fengum uppskriftina hjá henni. "Uppskriftin er einföld," segir Sigga. 2 bollar hveiti 2 tsk. lyfitduft 2 egg 1/2 bolli sykur 11/2 bolli mjólk "Ég blanda sykri, eggjum og lyftdufti og mjólk saman og hræri og bæti svo hveitinu út í smátt og smátt. Á mínu heimili borðum við skonsurnar þegar þær eru heitar og nýbakaðar með smjöri, osti og sultu."

Eru gluggarnir á bílnum pottþétt lokaðir?

Hér má sjá hvað gerist ef það er svo mikið sem örlítil rifa skilin eftir á bílrúðu í óveðrinu sem gengur nú yfir Ísland. Lilja Ingvadóttir gaf okkur leyfi til að birta meðfylgjandi símamynd sem hún tók í bílnum sínum í dag eftir æfingu.

Sjá næstu 50 fréttir