Breytir frumrauninni í kvikmyndahandrit Sara McMahon skrifar 7. mars 2013 06:00 Leikhúsið heillar Ragnar Bragason vinnur að því að breyta leikverki sínu, Gullregni, í kvikmyndahandrit. fréttablaðið/Anton "Ég er byrjaður að leggja drög að handritinu og ef allt gengur að óskum gæti ég byrjað að taka myndina upp á næsta ári," segir Ragnar Bragason, leikstjóri, sem er í óða önn að breyta leikverkinu Gullregn í kvikmyndahandrit. Verkið er frumraun Ragnars á sviði leiklistar og var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í nóvember í fyrra. Gullregn segir frá Indíönu sem býr í blokk í Fellahverfinu og er umkringd fólki sem hún fyrirlítur. Meðal leikenda eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Aðspurður segir Ragnar að það þurfi að huga að ýmsu þegar breyta á leikriti í kvikmyndahandrit. "Fyrst þarf að yfirstíga virðinguna fyrir frumverkinu og þegar maður skrifaði frumverkið sjálfur, þá eru tilfinningarnar djúpstæðari. Þegar Gullregn varð til sem leikverk var ég alltaf með radarinn úti og spáði í það hvernig ég gæti mögulega gert verkið að kvikmynd. Ég hripaði hugmyndirnar niður á sínum tíma og gat því gengið að þeim núna." Hann segist vilja fá sama leikarahópinn til að endurtaka hlutverk sín í kvikmyndinni. "Ég hef leyft leikurunum að fylgjast með gangi mála og það ríkir mikil spenningur fyrir verkefninu." Ragnar viðurkennir að þær góðu móttökur sem Gullregn hefur fengið hafi ýtt enn frekar undir þá löngun hans til að vinna meira við leikhús. "Mér finnst ágætt að blanda þessu tvennu saman. Smjörþefurinn sem ég fékk við gerð Gullregns hefur bara æst í manni hungrið," segir leikstjórinn að lokum. Menning Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég er byrjaður að leggja drög að handritinu og ef allt gengur að óskum gæti ég byrjað að taka myndina upp á næsta ári," segir Ragnar Bragason, leikstjóri, sem er í óða önn að breyta leikverkinu Gullregn í kvikmyndahandrit. Verkið er frumraun Ragnars á sviði leiklistar og var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í nóvember í fyrra. Gullregn segir frá Indíönu sem býr í blokk í Fellahverfinu og er umkringd fólki sem hún fyrirlítur. Meðal leikenda eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Aðspurður segir Ragnar að það þurfi að huga að ýmsu þegar breyta á leikriti í kvikmyndahandrit. "Fyrst þarf að yfirstíga virðinguna fyrir frumverkinu og þegar maður skrifaði frumverkið sjálfur, þá eru tilfinningarnar djúpstæðari. Þegar Gullregn varð til sem leikverk var ég alltaf með radarinn úti og spáði í það hvernig ég gæti mögulega gert verkið að kvikmynd. Ég hripaði hugmyndirnar niður á sínum tíma og gat því gengið að þeim núna." Hann segist vilja fá sama leikarahópinn til að endurtaka hlutverk sín í kvikmyndinni. "Ég hef leyft leikurunum að fylgjast með gangi mála og það ríkir mikil spenningur fyrir verkefninu." Ragnar viðurkennir að þær góðu móttökur sem Gullregn hefur fengið hafi ýtt enn frekar undir þá löngun hans til að vinna meira við leikhús. "Mér finnst ágætt að blanda þessu tvennu saman. Smjörþefurinn sem ég fékk við gerð Gullregns hefur bara æst í manni hungrið," segir leikstjórinn að lokum.
Menning Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira