Lífið

Ríkasti maður tískugeirans sá þriðji ríkasti í heimi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Amancio Ortega, stofnandi spænsku verslunarkeðjunnar Zara, er ríkasti maðurinn í tískuheiminum samkvæmt nýjasta lista Forbes. Þá er hann ríkasti maður Spánar og sá þriðji ríkasti í heiminum, en eignir hans eru metnar á rúmar 57 billjónir dollara. Þetta kemur fram á vef NCB News.

Ortega hefur starfað innan tískugeirans frá tólf ára aldri, en þá hætti hann í skóla og hóf að vinna sem sendill hjá skyrtufyrirtæki. Hann áttaði sig fljótt á því að fólk vildi strax eignast það sem það sem fyrir augu bæri á tískupöllunum og stofnaði fyrstu Zara búðina árið 1975. Þar var hugtakið um „fast fashion" eða snögga tísku haft að leiðarljósi, en fatnaði í búðunum er skipt út mun oftar en gengur og gerist. Þetta sló heldur betur í gegn, en með tilkomu Zara gat fólk loksins eignast fatnað í líkingu við það sem það sá á sýningarpöllunum á viðráðanlegu veðri. Í dag samanstendur tískuveldi Orgega af yfir 6000 búðum í 90 löndum. Þeir sem skoruðu hærra en hann á Forbe listanum í þetta sinn voru Microsoft stofnandinn Bill Gates og farsímaauðjöfurinn Carlos Slim.

Amancio Ortega veit ekki aura sinna tal.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.