Keppir í jójólistinni úti um allan heim Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. mars 2013 06:00 Hálfgerður atvinnumaður Páll Valdimar Guðmundsson Kolka lenti í fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í jójó í Búdapest um síðustu helgi.Fréttablaðið/gva Páll Valdimar Guðmundsson Kolka er 21 árs Hafnfirðingur og einn mesti jójósnillingur landsins. Hann er nýkominn heim eftir frækna för til Búdapest þar sem hann lenti í 4. sæti af 120 á Evrópumeistaramótinu í jójó. „Þetta var bara alveg geðveikt og minn besti árangur hingað til,“ segir Páll Valdimar Guðmundsson Kolka sem nýverið lenti í fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í jójó sem fór fram síðustu helgi í Búdapest. Um 120 manns kepptu á Evrópumótinu þar sem Páll var í svokölluðum A-hópi fyrir færustu keppendurna. Páll hefur iðkað jójólistina síðastliðin átta ár, en það sem byrjaði sem saklaust áhugamál hefur aldeilis undið upp á sig. Páll er nú kominn á samning hjá kanadíska jójóframleiðandanum CLYW sem bæði skaffar honum jójó og styrkir hann til keppnisferða víðs vegar um heiminn. „Það var árið 2006 sem ég fattaði að ég gæti gert meira úr þessu áhugamáli mínu. Þá fór ég sem áhorfandi á keppni í Flórída með vini mínum og komst í samband við fólk í þessum geira. Svo keppti ég í minni fyrstu alvöru keppni árið 2010,“ segir Páll, sem er iðinn við að halda út í heim að sýna jójólistir sínar. „Í fyrra keppti ég í Flórída, Tékklandi, Japan og á Spáni svo það er nóg að gera. Það munar miklu að vera með styrktaraðila sem hjálpar til við ferðakostnaðinn.“ Páll hefur hannað sitt eigið jójó sem CLYW framleiðir og er vinsælt meðal annarra iðkenda. Hann segist semja sín jójótrix sjálfur og telur mikilvægt að sýna hversu skapandi hann er þegar kemur að stigagjöf dómara. „Svo finnur maður skemmtilega tónlist undir og býr til atriði. Allt snýst þetta um að búa til skemmtilega sýningu fyrir áhorfendur.“ Páll starfar sem vaktstjóri hjá Dominos en hættir í lok mánaðarins. Hann hyggst einbeita sér að uppgangi jójólistarinnar hér á landi. Að sögn Páls er jójó vinsælast í Tékklandi, Japan og Rússlandi en á Íslandi er hann bara rétt að byrja að breiða út boðskapinn. „Mig langar að búa til alvöru senu á Íslandi og ég stefni á að halda Norðurlandamótið í jójó hér á landi á næsta ári.“ Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Páll Valdimar Guðmundsson Kolka er 21 árs Hafnfirðingur og einn mesti jójósnillingur landsins. Hann er nýkominn heim eftir frækna för til Búdapest þar sem hann lenti í 4. sæti af 120 á Evrópumeistaramótinu í jójó. „Þetta var bara alveg geðveikt og minn besti árangur hingað til,“ segir Páll Valdimar Guðmundsson Kolka sem nýverið lenti í fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í jójó sem fór fram síðustu helgi í Búdapest. Um 120 manns kepptu á Evrópumótinu þar sem Páll var í svokölluðum A-hópi fyrir færustu keppendurna. Páll hefur iðkað jójólistina síðastliðin átta ár, en það sem byrjaði sem saklaust áhugamál hefur aldeilis undið upp á sig. Páll er nú kominn á samning hjá kanadíska jójóframleiðandanum CLYW sem bæði skaffar honum jójó og styrkir hann til keppnisferða víðs vegar um heiminn. „Það var árið 2006 sem ég fattaði að ég gæti gert meira úr þessu áhugamáli mínu. Þá fór ég sem áhorfandi á keppni í Flórída með vini mínum og komst í samband við fólk í þessum geira. Svo keppti ég í minni fyrstu alvöru keppni árið 2010,“ segir Páll, sem er iðinn við að halda út í heim að sýna jójólistir sínar. „Í fyrra keppti ég í Flórída, Tékklandi, Japan og á Spáni svo það er nóg að gera. Það munar miklu að vera með styrktaraðila sem hjálpar til við ferðakostnaðinn.“ Páll hefur hannað sitt eigið jójó sem CLYW framleiðir og er vinsælt meðal annarra iðkenda. Hann segist semja sín jójótrix sjálfur og telur mikilvægt að sýna hversu skapandi hann er þegar kemur að stigagjöf dómara. „Svo finnur maður skemmtilega tónlist undir og býr til atriði. Allt snýst þetta um að búa til skemmtilega sýningu fyrir áhorfendur.“ Páll starfar sem vaktstjóri hjá Dominos en hættir í lok mánaðarins. Hann hyggst einbeita sér að uppgangi jójólistarinnar hér á landi. Að sögn Páls er jójó vinsælast í Tékklandi, Japan og Rússlandi en á Íslandi er hann bara rétt að byrja að breiða út boðskapinn. „Mig langar að búa til alvöru senu á Íslandi og ég stefni á að halda Norðurlandamótið í jójó hér á landi á næsta ári.“
Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira