Bonnie Tyler „kurteisislegt fokkjú-merki frá Bretum“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. mars 2013 14:33 Réttsælis frá vinstri: Bonnie Tyler, Andrea Jóns, Doddi litli og Páll Óskar. Samsett mynd. Eins og greint var frá í morgun er það söngkonan Bonnie Tyler sem flytur framlag Breta í Eurovision-keppninni sem haldin verður í Malmö í maí. Er þetta annað árið í röð þar sem Bretar senda fornfrægan listamann í keppnina, en það var hinn hálfsjötugi Engelbert Humperdinck sem söng breska lagið í fyrra. Vísir leitaði álits hjá þremur tónlistarspekúlöntum og skoðanir þeirra voru ólíkar. Páll Óskar Hjálmtýsson, einn þekktasti Eurovision-spekingur þjóðarinnar, hefur ekki heyrt lag Tyler en telur litlar líkur á að það nái langt í keppninni. „Hún kannski nær að hneigja sig og segja bless með þessum hætti. Minna pent á sig og taka ofan hattinn," segir Páll, sem hefur þó mátt lítið vera að því að fylgjast með undirbúningi keppninnar í ár. „Bretarnir hafa verið að gera þetta, að spila út svona gömlum kempum eins og Humperdinck í fyrra, sem varð næstneðstur. Eftir að tungumál voru gefin frjáls í keppninni upphófst niðurlægingartímabil fyrir Breta, en þeir sátu á sínum tíma einir að enskunni ásamt Írum og Maltverjum og voru einatt mjög ofarlega. Þeir eru hins vegar búnir að verma neðstu sætin undanfarin ár og því má næstum því túlka þetta sem ofsalega kurteisislegt fokkjú-merki frá Bretunum."Hafa engu að tapa Útvarpskonan Andrea Jónsdóttir er jákvæðari en Páll og segist hafa gaman af þessu útspili Bretanna. „Þeir hafa engu að tapa þarna í Englandi. Það var illa farið með Engelbert Humperdinck í fyrra. Mér fannst hann gera þetta ágætlega og eiga skilið að komast ofar, þó hann hafi kannski ekki átt að vinna. Andrea hefur heldur ekki heyrt lagið, en segir að ef lagið sé eitthvað í líkingu við þekktasta lag Tyler, Total Eclipse of the Heart, þá gæti hún alveg farið með sigur úr býtum. „Svo er þetta líka ágætt að því leytinu að þó það sé auðvitað sjálfsagt að dýrka æskuna og allt það, þá á nú ekkert að henda fólki þegar það er komið á einhvern vissan aldur. Þetta er framsókn í því að virða fólk þó það sé komið af léttasta skeiði, þó ég sé reyndar nokkuð viss um að hún sé yngri en ég," segir Andrea og hlær.Doddi vildi ekki láta bendla sig við Bonnie Tyler.Mynd/AntonBonnie ekki „gott eitís" Að lokum heyrðum við í Dodda litla (Þórði Helga Þórðarsyni) á Rás 2, en hann er alræmdur fyrir áhuga sinn á tónlist níunda áratugarins og er búinn að hlusta á lag Tyler. „Mér finnst þetta aðallega fyndið, sérstaklega eftir að ég sá myndbandið við lagið. Mér finnst hún viðbjóður og hefur alltaf fundist," segir Doddi, sem þó gerðist svo frægur að sjá söngkonuna á tónleikum í Reykjavík árið 1986. „Ég fór til þess að sjá einhver upphitunaratriði. Pax Vobis eða eitthvað. Bonnie mæmaði allt og var ekkert að fela það." Reyndar er ekki laust við að Doddi hafi hljómað eilítið móðgaður þegar blaðamaður bar það upp á hann að vera mögulega aðdáandi söngkonunnar. „Sko, það er til eitís, og svo er til þetta eitís sem allir eru að hlæja að. Rick Astley og allt þetta Sigga Hlö-dæmi. Síðan er til gott eitís félagi, og þar er ég. Bonnie er ekki þar." Tengdar fréttir Sjáðu framlag Bonnie Tyler í Eurovision Bonnie Tyler hefur verið valin til þess að flytja framlag Breta í Eurovision í vor. Söngkonan hefur verið ein sú vinsælasta í heimi allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Vonir standa til að henni muni ganga betur en Engelbert Humperdinck í fyrra, en hann var í næstsíðasta sæti. Eitt þekktasta lag Bonnie Tyler er líklegast Total Eclipse of a Heart 7. mars 2013 10:03 Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Eins og greint var frá í morgun er það söngkonan Bonnie Tyler sem flytur framlag Breta í Eurovision-keppninni sem haldin verður í Malmö í maí. Er þetta annað árið í röð þar sem Bretar senda fornfrægan listamann í keppnina, en það var hinn hálfsjötugi Engelbert Humperdinck sem söng breska lagið í fyrra. Vísir leitaði álits hjá þremur tónlistarspekúlöntum og skoðanir þeirra voru ólíkar. Páll Óskar Hjálmtýsson, einn þekktasti Eurovision-spekingur þjóðarinnar, hefur ekki heyrt lag Tyler en telur litlar líkur á að það nái langt í keppninni. „Hún kannski nær að hneigja sig og segja bless með þessum hætti. Minna pent á sig og taka ofan hattinn," segir Páll, sem hefur þó mátt lítið vera að því að fylgjast með undirbúningi keppninnar í ár. „Bretarnir hafa verið að gera þetta, að spila út svona gömlum kempum eins og Humperdinck í fyrra, sem varð næstneðstur. Eftir að tungumál voru gefin frjáls í keppninni upphófst niðurlægingartímabil fyrir Breta, en þeir sátu á sínum tíma einir að enskunni ásamt Írum og Maltverjum og voru einatt mjög ofarlega. Þeir eru hins vegar búnir að verma neðstu sætin undanfarin ár og því má næstum því túlka þetta sem ofsalega kurteisislegt fokkjú-merki frá Bretunum."Hafa engu að tapa Útvarpskonan Andrea Jónsdóttir er jákvæðari en Páll og segist hafa gaman af þessu útspili Bretanna. „Þeir hafa engu að tapa þarna í Englandi. Það var illa farið með Engelbert Humperdinck í fyrra. Mér fannst hann gera þetta ágætlega og eiga skilið að komast ofar, þó hann hafi kannski ekki átt að vinna. Andrea hefur heldur ekki heyrt lagið, en segir að ef lagið sé eitthvað í líkingu við þekktasta lag Tyler, Total Eclipse of the Heart, þá gæti hún alveg farið með sigur úr býtum. „Svo er þetta líka ágætt að því leytinu að þó það sé auðvitað sjálfsagt að dýrka æskuna og allt það, þá á nú ekkert að henda fólki þegar það er komið á einhvern vissan aldur. Þetta er framsókn í því að virða fólk þó það sé komið af léttasta skeiði, þó ég sé reyndar nokkuð viss um að hún sé yngri en ég," segir Andrea og hlær.Doddi vildi ekki láta bendla sig við Bonnie Tyler.Mynd/AntonBonnie ekki „gott eitís" Að lokum heyrðum við í Dodda litla (Þórði Helga Þórðarsyni) á Rás 2, en hann er alræmdur fyrir áhuga sinn á tónlist níunda áratugarins og er búinn að hlusta á lag Tyler. „Mér finnst þetta aðallega fyndið, sérstaklega eftir að ég sá myndbandið við lagið. Mér finnst hún viðbjóður og hefur alltaf fundist," segir Doddi, sem þó gerðist svo frægur að sjá söngkonuna á tónleikum í Reykjavík árið 1986. „Ég fór til þess að sjá einhver upphitunaratriði. Pax Vobis eða eitthvað. Bonnie mæmaði allt og var ekkert að fela það." Reyndar er ekki laust við að Doddi hafi hljómað eilítið móðgaður þegar blaðamaður bar það upp á hann að vera mögulega aðdáandi söngkonunnar. „Sko, það er til eitís, og svo er til þetta eitís sem allir eru að hlæja að. Rick Astley og allt þetta Sigga Hlö-dæmi. Síðan er til gott eitís félagi, og þar er ég. Bonnie er ekki þar."
Tengdar fréttir Sjáðu framlag Bonnie Tyler í Eurovision Bonnie Tyler hefur verið valin til þess að flytja framlag Breta í Eurovision í vor. Söngkonan hefur verið ein sú vinsælasta í heimi allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Vonir standa til að henni muni ganga betur en Engelbert Humperdinck í fyrra, en hann var í næstsíðasta sæti. Eitt þekktasta lag Bonnie Tyler er líklegast Total Eclipse of a Heart 7. mars 2013 10:03 Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Sjáðu framlag Bonnie Tyler í Eurovision Bonnie Tyler hefur verið valin til þess að flytja framlag Breta í Eurovision í vor. Söngkonan hefur verið ein sú vinsælasta í heimi allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Vonir standa til að henni muni ganga betur en Engelbert Humperdinck í fyrra, en hann var í næstsíðasta sæti. Eitt þekktasta lag Bonnie Tyler er líklegast Total Eclipse of a Heart 7. mars 2013 10:03