Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lovísa Arnardóttir skrifar 30. ágúst 2025 09:00 Öll dýr eru velkomin á hátíðina. Vísir/Anton Brink Árleg hátíð grænkera, Vegan festival, fer fram á morgun á Thorsplani í Hafnarfirði. Aldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, segist spennt að taka á móti fólki á hátíðinni. Það sé hennar fyrsta sem formaður félagsins. Það séu gamlir og nýir þátttakendur og nóg í boði fyrir alla, vegan og ekki vegan. „Það er búið að spá góðu veðri en það verður frábær stemning,“ segir Aldís en hátíðin stendur frá klukkan 13 til 16 og er fjölskylduhátíð. Hátíðin er haldin í níunda sinn í ár en hún hefur verið haldin í Hafnarfirði síðustu ár og eru dýr velkomin. Á hátíðinni verður hægt að fá osta frá Livefood, mat frá Loving Vegan og bakkelsi frá Plöntunni og Hérastubbi. Aðsendar Fyrirtækin sem verða með bás á hátíðinni eru Ella Stína, Tropic, Mama, Mijita, Plantan, Allt er vænt, Hérastubbur, Bræða drinks, Live food, Food Coop, Loving Vegan, Vistvæna búðin, Lángos vagninn og Ísgerð Hafnarfjarðar. „Það eru tveir matarvagnar, snyrtivörur og við erum með gamla og nýja þátttakendur. Plantan er ein af okkar elstu þátttakendum en Mama koma ný inn í ár.“ Alltaf fleiri sem vilja kynna sér vegan Aldís segir hátíðina góða vísbendingu um að hópurinn sé alltaf stækkandi sem vilji kynna sér veganisma. „Mér finnst þetta líka vera áminning um að þetta er ekki megrunarkúr. Þú sérð ekki hátíðir tileinkaðar ketó, 80–20 eða macros. Þetta er miklu meira lífsstíll og hátíðin þannig kynning á öllu því frábæra sem þessi lífsstíll getur boðið upp á. Hvort sem fólk fari alla leið eða tileinki sér aðeins hluta. Þarna getum við sýnt veganisma og plöntumiðaðan lífsstíl í jákvæðu umhverfi.“ Aldís er í fyrsta sinn sem formaður samtakanna að skipuleggja hátíðina og er spennt að taka á móti fólki á sunnudaginn. Vísir/Anton Brink Hún segir einnig mikilvægt fyrir vegan fólk að fá tækifæri til að koma saman á svona hátíð og vita að allt sem er í boði er vegan. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég skipulegg hátíðina og ég er spenntust fyrir því að sjá þetta verða að veruleika,“ segir hún aðspurð um það hverju hún sé spenntust fyrir á hátíðinni. Hún hafi komið að hátíðinni í fyrra sem stjórnarmeðlimur en það sé annað að skipuleggja hana sem formaður. Aldís með kærastanum sínum Kolbeini og fjölskyldu á hátíðinni í fyrra. Aðsend „Ég vil ekki gera upp á milli en er spennt að smakka alls konar mat og fjölbreytta rétti á einum blett. Það er svo næs að þurfa ekki að keyra á milli bæjarhluta til þess. Svo er ég rosalega spennt að sjá brosandi andlit og gleði. Það er gefandi að sjá heilar fjölskyldur koma saman, ömmur og afa og alla með, sem eru kannski ekki vegan en njóta hvers bita og eru að upplifa eitthvað það. Það er rosalega gefandi.“ Vegan Matvælaframleiðsla Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 9. janúar 2025 09:57 Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim. 13. janúar 2025 17:02 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
„Það er búið að spá góðu veðri en það verður frábær stemning,“ segir Aldís en hátíðin stendur frá klukkan 13 til 16 og er fjölskylduhátíð. Hátíðin er haldin í níunda sinn í ár en hún hefur verið haldin í Hafnarfirði síðustu ár og eru dýr velkomin. Á hátíðinni verður hægt að fá osta frá Livefood, mat frá Loving Vegan og bakkelsi frá Plöntunni og Hérastubbi. Aðsendar Fyrirtækin sem verða með bás á hátíðinni eru Ella Stína, Tropic, Mama, Mijita, Plantan, Allt er vænt, Hérastubbur, Bræða drinks, Live food, Food Coop, Loving Vegan, Vistvæna búðin, Lángos vagninn og Ísgerð Hafnarfjarðar. „Það eru tveir matarvagnar, snyrtivörur og við erum með gamla og nýja þátttakendur. Plantan er ein af okkar elstu þátttakendum en Mama koma ný inn í ár.“ Alltaf fleiri sem vilja kynna sér vegan Aldís segir hátíðina góða vísbendingu um að hópurinn sé alltaf stækkandi sem vilji kynna sér veganisma. „Mér finnst þetta líka vera áminning um að þetta er ekki megrunarkúr. Þú sérð ekki hátíðir tileinkaðar ketó, 80–20 eða macros. Þetta er miklu meira lífsstíll og hátíðin þannig kynning á öllu því frábæra sem þessi lífsstíll getur boðið upp á. Hvort sem fólk fari alla leið eða tileinki sér aðeins hluta. Þarna getum við sýnt veganisma og plöntumiðaðan lífsstíl í jákvæðu umhverfi.“ Aldís er í fyrsta sinn sem formaður samtakanna að skipuleggja hátíðina og er spennt að taka á móti fólki á sunnudaginn. Vísir/Anton Brink Hún segir einnig mikilvægt fyrir vegan fólk að fá tækifæri til að koma saman á svona hátíð og vita að allt sem er í boði er vegan. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég skipulegg hátíðina og ég er spenntust fyrir því að sjá þetta verða að veruleika,“ segir hún aðspurð um það hverju hún sé spenntust fyrir á hátíðinni. Hún hafi komið að hátíðinni í fyrra sem stjórnarmeðlimur en það sé annað að skipuleggja hana sem formaður. Aldís með kærastanum sínum Kolbeini og fjölskyldu á hátíðinni í fyrra. Aðsend „Ég vil ekki gera upp á milli en er spennt að smakka alls konar mat og fjölbreytta rétti á einum blett. Það er svo næs að þurfa ekki að keyra á milli bæjarhluta til þess. Svo er ég rosalega spennt að sjá brosandi andlit og gleði. Það er gefandi að sjá heilar fjölskyldur koma saman, ömmur og afa og alla með, sem eru kannski ekki vegan en njóta hvers bita og eru að upplifa eitthvað það. Það er rosalega gefandi.“
Vegan Matvælaframleiðsla Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 9. janúar 2025 09:57 Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim. 13. janúar 2025 17:02 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
„Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 9. janúar 2025 09:57
Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim. 13. janúar 2025 17:02