Fleiri fréttir

Undir áhrifum Viktoríutímans

Áhrif frá Viktoríutímanum voru allsráðandi á sýningu Alexanders McQueen, en þar notaðist Sarah Burton við krínólínur, brynjur, hálskraga, keðjur og fjaðrir.

Sögðu að ég væri galin að reyna þetta

"Fer ekki langt í bili...sneri við á Reykjanesbrautinni," voru skilaboð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi með myndinni sem hún tók út um gluggann á bílnum sínum sem sjá má hér.

Frábær fyrir húðina og bara allra meina bót

Þórunn Högnadóttir, stílisti og blaðamaður hugsar vel um heilsuna. Hún upplýsir okkur hvaða heilsuvörur hún tekur inn daglega. "Þetta heldur mér gangandi alla daga," segir Þórunn áður en hún hefur upptalninguna:

Fylgdust með fólki stunda BDSM-kynlíf

"Það var mjög fróðlegt og vissulega dálítið óþægilegt. BDSM snýst fyrst og fremst um virðingu og samþykki," segir Sunneva Sverrisdóttir.

Knattspyrnumaður opnar tískuvef fyrir karlmenn

Knattspyrnumaðurinn og tískuspekúlantinn Sindri Snær Jensson opnaði vefsíðuna sindrijensson.com í vikunni. Þar deilir hann skoðunum sínum á fatnaði, hönnun, stíl og tísku með lesendum.

Meistarakokkur á Nauthóli

Gunnar Helgi Guðjónsson, sem bar sigur úr býtum í sjónvarpsþáttunum Masterchef, er byrjaður að elda ofan í íslenskan almenning.

Frestað um fimm mánuði

Þriðju Hobbitamyndinni hefur verið seinkað. Hún kemur út 17. desember 2014, fimm mánuðum síðar en áætlað var. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðandanum Warner Bros.

Viðstödd sýningar í Mexíkó

Norrænu löndin eru heiðursgestir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Guadalajara í Mexíkó sem hófst síðastliðinn föstudag og stendur yfir fram á laugardag.

Ekki klikkar Cave

Gæðaplata í rólegri kantinum frá þessum Nick Cave. Virkar best í alvöru græjum.

Folk Festival á fimmtudaginn

Dagskráin er klár fyrir Reykjavík Folk Festival sem verður haldin í þriðja sinn dagana 7. til 9. mars á Kexi Hosteli við Skúlagötu.

Breytt Þórunn Antonía

"Gone over to the darkside, takk Steinunn Ósk ♥" skrifar söngkonan Þórunn Antonía með meðfylgjandi mynd sem hún setti á Facebooksíðuna sína þar sem greinilega má sjá breytinguna sem orðið hefur á henni en hún hefur látið lita hárið dökkt.

Hanna Rún: Honum finnst Íslendingar blíðir og rosalega kurteisir

"Hann er að fíla Ísland í botn. Hann kann rosalega vel við Íslendingana sjálfa. Hann sagði að þeir væru svo opnir og blíðir, rosalega kurteisir og allir kæmu rosalega vel fram við hann. Honum finnst landið okkar fallegt og segist ekkert geta sett út á það nema kannski hvað það eru margar hraðahindranir," segir Hanna Rún og hlær.

Ég elska þig, Anne

Helstu tíðindi nýafstaðinnar Óskarsverðlaunahátíðar voru að Anne Hathaway móðgaði tískurisann Valentino með því að klæðast Prada-kjól á viðburðinum þar sem hún hrifsaði til sín eitt stykki Óskarsstyttu.

Kossaflens á körfuboltaleik

Tískugúrúinn Mary-Kate Olsen og kærasti hennar, Olivier Sarkozy, hálfbróðir Nicolas Sarkozy fyrrverandi forseta Frakklands, voru ansi innileg á körfuboltaleik í Madison Square Garden í New York á sunnudaginn.

Russell Crowe nær sér í eina unga

Stórleikarinn og Íslandsvinurinn Russell Crowe virðist vera búinn að finna ástina í örmum leik- og söngkonunnar Samönthu Barks en þau léku einmitt saman í kvikmyndinni Vesalingunum.

Sá þarf á handsnyrtingu að halda

Hinn mikli meistari Al Pacino skellti sér út að borða með kærustu sinni Lucilu Solá í Vestur-Hollywood á dögunum. Hann var afskaplega flottur í tauinu en hendur kappans skyggðu á smartheitin.

Mistök Ebbu

Ebba Guðný Guðmundsdóttir tekur sjálfa sig ekki hátíðlega eins og sjá má í myndskeiðinu...

Andlát pabba breytti öllu

Hjartaknúsarinn Bradley Cooper er í mjög opinskáu viðtali við tímaritið GQ sem kemur út 7. mars. Þar talar hann meðal annars um andlát föður síns.

Stjörnufans á strætum Parísar

Eins og glöggir hafa tekið eftir stendur tískuvikan í París nú yfir. Að því tilefni er allt helsta áhrifafólk í heimi tískunnar..

Marc Jacobs á hvíta tjaldið

Fatahönnuðurinn Marc Jacobs er ekki við eina fjölina felldur. Hann bæði hannar og situr fyrir og hefur nú þreytt frumraun sýna á hvíta tjaldinu.

Súkkulaðiostakaka sem gæti bjargað deginum

Albert Eiríksson, sem heldur úti matarbloggi á síðunni Alberteldar.com, gaf okkur leyfi til að birta girnilega uppskrift af súkkulaðiostaköku sem gæti eflaust bjargað þessum kalda þriðjudegi fyrir mörgum.

Sjáðu hvað Bieber fékk í afmælisgjöf

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá pabba Justin Bieber óska syni sínum til hamingju með nítján ára afmælið og sýnir honum afmælisgjöfina hans sem er sérsmíðað mótorhjól eins og leðurblökumaðurinn notar. Hjólið er meðal annars með mynd af húðflúri sem afmælisbarnið er með.

Seiðandi undirföt á tískuvikunni

Franska nærfatafyrirtækið Etam sýndi nýustu línu sína á tískuvikunni í París á dögunum þar sem stórstjörnurnar Lily Allen, Rita Ora og M.I.A sungu á meðan fyrirsæturnar spígsporuðu niður sýningarpallana.

Árshátíðargreiðslan - sjáðu þetta!

Meðfylgjandi má sjá hvernig Theodóra Mjöll hárgreiðslukona sem skrifaði metstölubókina Hárið sýnir hvað það er auðvelt að gera Hollywoodkrullur fyrir árshátíðina.

Það er sama hversu "ljótur" maður vaknar - það hverfur allt með þessu meiki

"Þegar árin fara að færast yfir mann þá fer húðin að missa þennan náttúrulega ljóma sem fylgir æskuárunum. Með því að púðra húðina þá undirstrikar maður í raun aldurinn. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég get bara ekki fundið mér neitt annað meik en þetta létta steinefnameik með ljóma frá MAC. Það gefur ekki bara fallega áferð, ef maður notar bursta til að bera það á með, og ljóma heldur nærir það húðina því það er stútfullt af náttúrulegum steinefnum. Það er sama hversu "ljótur" maður vaknar - það hverfur allt með þessu meiki."

Dimmari og kraftmeiri Bloodgroup

Tracing Echoes er stórt skref tónlistarlega frá Dry Land. Hljómurinn er miklu dýpri og dimmari og er eiginlega alveg magnaður.

Glettilega framreiddur gjörningur

Það er alltaf stemning að koma í Norðurpólinn á Seltjarnarnesi. Þeir sem þar fremja sína list leggja líf og limi í sýningarnar, sem oft eru nýstárlegar og frumlegar. Á fimmtudagskvöldið mætti Tryggvi Gunnarsson til leiks með verkið Punch.

Jóhannes leikstýrir þáttum um Ladda

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson leikstýrir nýjum heimildarþáttum um Ladda. Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson koma einnig við sögu.

Glaðlyndir gestir sáu Kaffibrúsakarlana

Grínsýningin Kaffibrúsakarlarnir var frumsýnd í Austurbæ á föstudagskvöld. Góðir gestir mættu og samfögnuðu Gísla Rúnari, Júlíusi Brjáns og félögum.

Hraðstefnumótin slá í gegn

"Þetta var í annað sinn sem við héldum hraðstefnumót og þau virðast ætla að verða mjög vinsæl,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, sem rekur fyrirtækið Sambandsmiðlun. Fyrirtækið þjónustar einstaklinga í makaleit og skipuleggur uppákomur á borð við hraðstefnumót, hópstefnumót og fyrirlestra.

Frumraunin frumsýnd

Leikritið Karma fyrir fugla var frumsýnt í Kassanum síðasta föstudagskvöld.

Litrík höfuð og rauð augu

Lína Givenchy sem sýnd var á tískuvikunni í gær var svo sannarlega eitthvað fyrir augað. Fötin voru einstaklega vel heppnuð þetta árið en það var ekki síður hárið og förðunin sem vakti athygli.

Gulur í höfuðið á Hemma Gunn

"Ég hringdi í Hemma til að tékka á því hvernig hann myndi taka í þetta og hann hló eins og honum er einum lagið og fannst þetta æðislegt.“

Nýtt líf fagnar með flottum konum

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var glatt á hjalla í vorfagnaði Nýs lífs sem fram fór í Hafnarhúsinu í vikunni. Þá var útkomu vortískublaðsins með Eddu Hermanns í glæsilegu forsíðuviðtali fagnað.

Ingólfur á allt gott skilið

"Við höfum því átt góða tíma saman og við skuldum honum,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Skálmaldar, um ljósmyndarann Ingólf Júlíusson.

Stílhreint og sportlegt

Franska tískuhúsið Chloé sýndi haust – og vetrarlínu sína á tískuvikunni í París í gær. Línan var afskaplega stílhrein og falleg ásamt því sem litirnir voru mjúkir og klæðilegir.

Litla systir Britney trúlofuð

Jamie Lynn, litla systir söngkonunnar Britney Spears, er búin að trúlofa sig kærasta sínum til þriggja ára, Jamie Watson.

Stóllinn Hugleikur lítur dagsins ljós

Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt, hannaði stólinn Hugleik í samstarfi við listamanninn Hugleik Dagsson. Stóllinn verður frumsýndur á Hönnunarmars.

Móðir ársins

Kryddpían Mel C var valin stjörnumóðir ársins af verslunarkeðjunni Tesco í gærkvöldi en verðlaunaathöfnin fór fram á Savoy-hótelinu í London.

Lögð í einelti í æsku

Leikkonan Zooey Deschanel er hvers manns hugljúfi og hefur slegið rækilega í gegn í sjónvarpsþáttunum New Girl. En Zooey átti erfitt uppdráttar og var lögð í einelti í æsku eins og hún segir frá í viðtali við tímaritið Cosmopolitan.

Sjá næstu 50 fréttir