Lífið

Bræður fjölga sér

Jón Ragnar Jónsson og Friðrik Dór.
Jón Ragnar Jónsson og Friðrik Dór.
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson á von á sínu fyrsta barni með kærustu sinni Lísu Hafliðadóttur, nema og blaðamanni á Monitor. Barnið er væntanlegt með haustinu. Hún er mikil barnalukkan sem einkennir fjölskyldu Friðriks Dórs um þessar mundir, en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu á stóri bróðir hans, tónlistarmaðurinn Jón Jónsson, von á sínu fyrsta barni með vorinu. Það er því ekki hægt að ætla annað en að ný kynslóð tónlistarsnillinga sé að fara að líta dagsins ljós á þessu ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.