Fín endurkoma til Oz Sara McMahon skrifar 7. mars 2013 06:00 Ævintýramyndin Oz The Great And Powerful verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Sam Raimi og þykir minna um margt á stíl meistara Tim Burton. Oz The Great And Powerful segir frá töframanninum Oscar Diggs sem er þeytt frá Kansas af fellibyl til hins litríka lands, Oz. Diggs telur sig hafa dottið í lukkupottinn enda er Oz töfrandi staður og íbúar landsins hafa lengi beðið eftir miklum töframanni sem gæti verið sjálfur Diggs. Hann hittir svo þrjár nornir, Theodóru, Evanóru og Glindu, sem eru fullar efasemda um að Diggs sé í raun sá mikli töframaður sem hann segist vera. Í kjölfarið flækist Diggs inn í þann vanda sem blasir við landinu og íbúum þess en með hæfileikum sínum og gáfum tekst honum ekki einungis að verða betri maður, heldir einnig umbreyta sér í hinn mikla galdramann sem allir þekkja. Stórstjörnur fara með helstu hlutverk myndarinnar og má þar helst nefna James Franco í hlutverki töframannsins Oscar Diggs. Michelle Williams leikur nornina Glindu, Rachel Weisz fer með hlutverk nornarinnar Evanóru og Mila Kunis leikur Theodóru. Að sögn Williams þótti henni sérlega gaman að fá tækifæri til að leika "góðu nornina" og þá sérstaklega vegna þeirra viðbragða sem hún fékk frá börnum þegar hún var í fullum skrúða. Kunis sagðist ekki hafa fengið sömu viðbrögð við sinni persónu. "Persónurnar taka allar breytingum í gegnum myndina, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar. Börn brostu ekki til mín þegar ég var komin í búninginn, það get ég sagt ykkur," sagði hún í viðtali við vefsíðuna Yahoo! Movies. Leikstjóri myndarinnar, Sam Raimi, er ekki ókunnugur því að leikstýra kvikmyndum sem byggðar eru á skáldskap því hann hefur leikstýrt þremur kvikmyndum um Köngulóarmanninn; Spider-Man, Spider-Man 2 og Spider-Man 3. Síðasta mynd hans var hrollvekjan Drag Me to Hell frá árinu 2009 sem hlaut einstaklega góða dóma. Oz The Great And Powerful hlýtur 67 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 7.2 á vefsíðunni Imdb.com. Gagnrýnandi Village Voice var lítt hrifinn af myndinni og sagði að við áhorfið hafi hann lengt eftir þeim töktum sem Raimi sýndi í Drag Me to Hell. Annar gagnrýnandi segir Oz The Great And Powerful aftur á móti vera ánægjulega endurkomu til Oz. Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Ævintýramyndin Oz The Great And Powerful verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Sam Raimi og þykir minna um margt á stíl meistara Tim Burton. Oz The Great And Powerful segir frá töframanninum Oscar Diggs sem er þeytt frá Kansas af fellibyl til hins litríka lands, Oz. Diggs telur sig hafa dottið í lukkupottinn enda er Oz töfrandi staður og íbúar landsins hafa lengi beðið eftir miklum töframanni sem gæti verið sjálfur Diggs. Hann hittir svo þrjár nornir, Theodóru, Evanóru og Glindu, sem eru fullar efasemda um að Diggs sé í raun sá mikli töframaður sem hann segist vera. Í kjölfarið flækist Diggs inn í þann vanda sem blasir við landinu og íbúum þess en með hæfileikum sínum og gáfum tekst honum ekki einungis að verða betri maður, heldir einnig umbreyta sér í hinn mikla galdramann sem allir þekkja. Stórstjörnur fara með helstu hlutverk myndarinnar og má þar helst nefna James Franco í hlutverki töframannsins Oscar Diggs. Michelle Williams leikur nornina Glindu, Rachel Weisz fer með hlutverk nornarinnar Evanóru og Mila Kunis leikur Theodóru. Að sögn Williams þótti henni sérlega gaman að fá tækifæri til að leika "góðu nornina" og þá sérstaklega vegna þeirra viðbragða sem hún fékk frá börnum þegar hún var í fullum skrúða. Kunis sagðist ekki hafa fengið sömu viðbrögð við sinni persónu. "Persónurnar taka allar breytingum í gegnum myndina, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar. Börn brostu ekki til mín þegar ég var komin í búninginn, það get ég sagt ykkur," sagði hún í viðtali við vefsíðuna Yahoo! Movies. Leikstjóri myndarinnar, Sam Raimi, er ekki ókunnugur því að leikstýra kvikmyndum sem byggðar eru á skáldskap því hann hefur leikstýrt þremur kvikmyndum um Köngulóarmanninn; Spider-Man, Spider-Man 2 og Spider-Man 3. Síðasta mynd hans var hrollvekjan Drag Me to Hell frá árinu 2009 sem hlaut einstaklega góða dóma. Oz The Great And Powerful hlýtur 67 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 7.2 á vefsíðunni Imdb.com. Gagnrýnandi Village Voice var lítt hrifinn af myndinni og sagði að við áhorfið hafi hann lengt eftir þeim töktum sem Raimi sýndi í Drag Me to Hell. Annar gagnrýnandi segir Oz The Great And Powerful aftur á móti vera ánægjulega endurkomu til Oz.
Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira