Timberlake mættur aftur eftir sjö ára hlé Freyr Bjarnason skrifar 7. mars 2013 06:00 Þriðja sólóplata popparans Justins Timberlake, The 20/20 Experience, kemur út síðar í mánuðinum, heilum sjö árum eftir að FutureSex/LoveSounds leit dagsins ljós. Samstarfsmenn hans eru upptökustjórarnir Timbaland og Jerome „J-Roc" Harmon, sem báðir hafa unnið með honum áður, auk þess sem rapparinn Jay-Z syngur með honum í fyrsta smáskífulaginu, Suit & Tie. Platan er sú fyrsta frá Timberlake síðan hann færði sig um set frá Jive Records yfir til RCA Records. FutureSex/LoveSounds kom út 2006 og hitti í mark bæði hjá gagnrýnendum og tónlistaráhugamönnum. Sex smáskífulög voru gefin út þar á meðal SexyBack, My Love og What Goes Around…Comes Around. Eftir að Timberlake lauk tónleikaferð sinni um heiminn til að fylgja henni eftir 2007 tók hann sér frí frá tónlistinni til að einbeita sér að leiklistinni. Einnig stofnaði hann útgáfufyrirtækið Tenman Records og var gestasöngvari í nokkrum lögum, þar á meðal 4 Minutes með Madonnu og Carry Out með Timbaland. Árið 2011 keypti popparinn, ásamt fyrirtækinu Specific Media Group, vefsíðuna Myspace í von um að hefja hana til vegs og virðingar á nýjan leik. Hann hefur því langt því frá setið auðum höndum þess sjö ár, þrátt fyrir að aðdáendur hans um heim allan hafi beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist frá honum í allt of langan tíma að þeirra mati. Timberlake ætlar í tónleikaferð um Norður-Ameríku í sumar undir yfirskriftinni The Legends of the Summer ásamt Jay-Z og verða þeir fyrstu í Toronto 17. júlí. Skömmu áður, eða 12. júlí, spilar hann á Wireless Festival í Bretlandi, en stutt er síðan hann kom fram á Brit-hátíðinni í London við góðar undirtektir. Popparinn nýtur mikillar hylli á Bretlandseyjum og fór nýjasta smáskífulagið hans, Mirrors, á toppinn á breska smáskífulistanum fyrir skömmu. Tónlist Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þriðja sólóplata popparans Justins Timberlake, The 20/20 Experience, kemur út síðar í mánuðinum, heilum sjö árum eftir að FutureSex/LoveSounds leit dagsins ljós. Samstarfsmenn hans eru upptökustjórarnir Timbaland og Jerome „J-Roc" Harmon, sem báðir hafa unnið með honum áður, auk þess sem rapparinn Jay-Z syngur með honum í fyrsta smáskífulaginu, Suit & Tie. Platan er sú fyrsta frá Timberlake síðan hann færði sig um set frá Jive Records yfir til RCA Records. FutureSex/LoveSounds kom út 2006 og hitti í mark bæði hjá gagnrýnendum og tónlistaráhugamönnum. Sex smáskífulög voru gefin út þar á meðal SexyBack, My Love og What Goes Around…Comes Around. Eftir að Timberlake lauk tónleikaferð sinni um heiminn til að fylgja henni eftir 2007 tók hann sér frí frá tónlistinni til að einbeita sér að leiklistinni. Einnig stofnaði hann útgáfufyrirtækið Tenman Records og var gestasöngvari í nokkrum lögum, þar á meðal 4 Minutes með Madonnu og Carry Out með Timbaland. Árið 2011 keypti popparinn, ásamt fyrirtækinu Specific Media Group, vefsíðuna Myspace í von um að hefja hana til vegs og virðingar á nýjan leik. Hann hefur því langt því frá setið auðum höndum þess sjö ár, þrátt fyrir að aðdáendur hans um heim allan hafi beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist frá honum í allt of langan tíma að þeirra mati. Timberlake ætlar í tónleikaferð um Norður-Ameríku í sumar undir yfirskriftinni The Legends of the Summer ásamt Jay-Z og verða þeir fyrstu í Toronto 17. júlí. Skömmu áður, eða 12. júlí, spilar hann á Wireless Festival í Bretlandi, en stutt er síðan hann kom fram á Brit-hátíðinni í London við góðar undirtektir. Popparinn nýtur mikillar hylli á Bretlandseyjum og fór nýjasta smáskífulagið hans, Mirrors, á toppinn á breska smáskífulistanum fyrir skömmu.
Tónlist Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira