Lífið

Breskir veðbankar og hin konunglega þungun

3. júlí þykir líklegasti fæðingardagur barnsins.
3. júlí þykir líklegasti fæðingardagur barnsins. Mynd/AP
Mikið er spáð í spilin varðandi óléttu Kate Middleton, hertogynjunnar af Cambridge, en talið er að hún hafi talað af sér í vikunni og gefið upp kyn barnsins.

Barnið, sem nú er talið vera stúlka, er vinsælt í breskum veðbönkum og bæði er hægt að veðja á nafn þess og fæðingardag.

Telja flestir að barnið fái annað hvort nafnið Elísabet eða Díana, en það væri í höfuð ömmu og langömmu barnsins. Þau nöfn hafa vinningsstuðulinn 5-1. Önnur nöfn sem þykja líkleg eru til dæmis Viktoría og Frances, með stuðlana 7-1 og 8-1.

Þá telja getspakir að barnið komi í heiminn að hádegi 3. júlí, en hægt er að veðja nákvæmlega á hvaða klukkutíma barnið fæðist.


Tengdar fréttir

Kaupir óléttufötin í Topshop

Hertogynjan Kate Middleton gengur með fyrsta barn sitt og Vilhjálms prins og er komin fjóra mánuði á leið. Þó nægir séu peningarnir á því heimilinu er Kate ansi hagsýn.

Konunglega barnið lætur finna fyrir sér

Hertogynjan Kate Middleton heimsótti Grimsby á Englandi í gær og leit stórkostlega út. Hún talaði við aðdáendur sína, meðal annars um ófætt barn sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×