Fleiri fréttir

Nýjasta bókin í sölu á miðnætti

Á miðnætti í kvöld kemur sjötta bókin um ævintýri Harry Potters í verslanir. Bókabúðir víða um heim hafa opið í kvöld þegar bókin fer í sölu og má búast við handagangi í öskjunni. Sjötta bókin heitir <em>Harry Potter og blendingsprinsinn</em> og hafa milljónir eintaka nú þegar verið seldar fyrirfram.

Skráning hafin í Idol

Skráning keppenda í Idol-Stjörnuleit 3 er hafin á vefsíðunni <a href="http://www.idol.is/">www.idol.is</a> Ný þáttaröð Stjörnuleitar hefst á Stöð 2 í september  Undirbúningsvinna er komin á fullt og að sögn skipuleggjenda bendir allt til þess að keppnin verði sú glæsilegasta hingað til.

Hringferð Eggerts lokið

Hringferð Eggerts Skúlasonar er lokið en á síðustu þremur vikum hefur hann hjólað eina 1400 kílómetra til styrktar samtökunum Hjartaheill. Eggert er stoltur af afrakstrinum og þó sérstaklega hraðametinu, 70 kílómetra hraða á klukkustund í grennd við Vík í Mýrdal.

Eins og saumaður utan um mig

María Sigrún Hilmarsdóttir sjónvarpsfréttakona er dálítið fatafrík og í fataskápnum hennar er að finna ýmislegt sniðugt þó að einn kjóll standi upp úr.</font /></b />

Heitustu matardiskarnir í dag

Piero Fornasetti hannaði matardiska sem eru geysivinsælir en andlit sömu konunnar kemur fyrir á þeim öllum í mismunandi útfærslum.</font /></b />

Fyrsta búslóðin fyrir lítið

Í Góða hirðinum kennir ýmissa grasa og þar er hægt að festa kaup á húsgögnum og húsbúnaði fyrir lítið fé. </font /></b />

Pjúra íslensk hönnun

Í versluninni Pjúra við Ingólfsstræti 8 er seld falleg íslensk hönnun á viðráðanlegu verði. </font /></b />

Fimm hringferðalangar

Fimm einstaklingar eru nú á göngu, hjóli eða siglingu um landið til styrktar góðum málefnum. Samtals hafa þeir lagt að baki fjögur þúsund og fimm hundruð kílómetra.

Strípað vöðvabúnt á hjólum

Triumph Speed Triple árgerð 2005 er nýjasta kynslóð klæðningarlauss sporthjóls sem höfðar til knapa sem vilja skera sig úr fjöldanum.

Netslagurinn er hafinn

Teiknimyndafyrirtækið Marvel Comics hefur tilkynnt að þeir hafi gert samning við Microsoft sem geftur Microsoft einkarétt á öllum Multiplayer Online leikjum sem byggðir eru á persónum í eigu Marvel Comics.

Bindin á útleið

Þeim fjölgar sífellt körlunum í viðskiptalífinu sem ekki nota bindi við dagleg störf sín. Ásgeir í herrafataversluninni Hjá Andrési segir tískuna ganga í hringi og veit fyrir víst að bindin koma aftur seinna. </font /></b />

Minnisvarði um meinta galdramenn

Minnisvarði um þrjá meinta galdramenn sem brenndir voru á báli í Árneshreppi um miðja sautjándu öld var afhjúpaður um helgina. Alls voru 23 menn brenndir fyrir galdra á Íslandi en þetta er fyrsti minnisvarðinn um fórnarlömb galdrafársins sem reistur er.

GTA San Andreas aftur í fréttum

Grand Theft Auto serían er komin aftur í fréttirnar, nú fyrir svokallaðan Hot Coffee kóða sem opnar fyrir kynlífsleiki í leiknum. Nú getur Carl heimsótt vinkonur sínar og notið ástarleikja með tilheyrandi stellingum og tækni.

Uppselt á rúmri mínútu

Miðar á nokkurs konar leynitónleika hljómsveitarinnar Sigur Rósar í Hollywood seldust upp á einni mínútu og sex sekúndum. Nota þurfti sérstakt lykilorð til að kaupa miðana til að koma í veg fyrir að miðabraskarar kæmust í þá.

Búist við 3-4000 manns í Hrísey

Búist er við 3-4000 manns á Fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey um næstu helgi. Á meðal þeirra sem munu skemmta gestum eru Stuðmenn og Hildur Vala og hljómsveitin Hundur í óskilum.

Tekur sjónvarpsviðtal við Rowling

Hinn 14 ára gamli Owen Jones mun taka eina sjónvarpsviðtalið sem JK Rowling, höfundur Harry Potter bókanna, mun veita eftir að nýjasta bókin um Potter kemur út um næstu helgi. Jones, sem er frá Wales, vann í samkeppni þar sem þátttakendur sendu inn spurningar sem þeir myndu vilja spyrja Rowling að.

LUNGA á Seyðisfirði

Hugurinn er eins og fallhlíf, hann virkar ekki nema hann sé opinn - þetta er heiti á fyrirlesti er lýsandi fyrir þá dagskrá sem boðið verður upp á á Listahátíð ungs fólks á Austurlandi.

Óli í GeimTíVí dæmir God Of War

Óli í GeimTíví þáttunum er gestadómari að þessu sinni og dæmir hann hinn magnaða God Of War fyrir Playstation 2. Í upphafi leiksins God of War stendur aðalsöguhetjan, Kratos, á bjargbrún og sér enga aðra leið útúr kvölum sínum en að láta sig flakka niður.  Ástæðan er sú að Kratos hefur selt stríðsguðinum sál sína og hefur liðið vítiskvalir fyrir.  En á síðustu stundu birtast bjargvættir í formi grísku guðanna og bjóðast til að leggja sitt að mörkum svo Kratos geti endurheimt sál sína og sigrast á stríðsguðinum. 

Doom frumsýnd á Íslandi í oktober

Kvikmyndin sem gerð er eftir hinum ofurvinsæla tölvuleik Doom er nú á loka vinnslustigi. Myndin verður frumsýnd 21. október í Bandaríkjunum. Myndin var tekin upp í Prag 2004, leikstýrð af hinum pólska Andrzej Bartkowiak (Romeo Must Die, Exit Wounds).

Í loftinu í tíu tíma á dag

Hallbjörn Hjartarson kúreki hefur rekið Útvarp Kántríbæ í þrettán ár. Hann glímdi við veikindi í vetur og hefur ekki náð fyrri styrkt. Hallbjörn hefur hugsanlega gefið út sína síðustu plötu. </font /></b />

Ætlar að ná tveggja stafa tölu

Davíð Smári Harðarson, Idol-stjarna og tónlistarmaður, hefur tekið sig rækilega í gegn síðan Idol-keppninni lauk og hefur svo sannarlega breytt um lífsstíl.</font /></b />

Partý, stuð og sviti í ræktinni

Líkamsrækarstöðvarnar Bjarg á Akureyri og Hress í Hafnarfirði bjóða nú upp á kennslu í Body Jam. Um er að ræða nýtt líkamsræktarprógramm sem er um það bil að slá í gegn. </font /></b />

Prinsinn ekki feigur

Vilhjálmur prins komst í hann krappan í gær þegar flugvél sem hann var í mistókst tvisvar sinnum að lenda vegna vonskuveðurs. Prinsinn var þó ískaldur eins og hans er von og vísa og að sögn sjónarvotta svitnaði hann ekki einu sinni.

Þristurinn lagður af stað

DC-3 flugvélin Páll Sveinsson lagði í morgun upp í tíu daga sýningarflug um Bretlandseyjar og Norðurlönd í tilefni af sextíu ára afmæli farþegaflugs milli Íslands og annarra landa. Þetta er fyrsta utanlandsferð þristsins í 35 ár.

Vill ræða skrif Hér og nú

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Bubba Morthens, hefur sent þeim Gunnari Smára Egilssyni forstjóra 365 miðla, Garðari Erni Úlfarssyni ritstjóra Hér og nú og Eiríki Jónssyni blaðamanni tímaritsins bréf þar sem hann óskar eftir fundi til að ræða umfjöllun tímaritsins um Bubba.

Sin City sms leikur

Þeir sem vilja eignast miða á hina svakalega flottu Sin City ættu að smella <a title="Smelltu hér til að taka þátt!" href="http://www.btnet.is/myndefni/SMSLeikur/sin/visir/" target="_blank">hér</a> til að fá upplýsingar um hvernig má taka þátt í léttum SMS leik og þar með eiga séns á að næla sér í eins og eitt stykki.

Ofurtrukkar

Bandarískir ofurtrukkar, allt að fimm tonn að þyngd, virðast vera að ryðja sér til rúms sem smartasti heimilisbíllinn hér á landi. Hundruð slíkra bíla hafa verið flutt inn síðustu mánuði og eru þeir flokkaðir sem vörubílar.

Skipuleggjendur himinlifandi

Stærstu tónleikum sögunnar lauk um miðnæturbil í gær. Skipuleggjendur Live8 eru himinlifandi með hvernig til tókst en samtals mætti rúmlega milljón manna á tónleikana og talið er að um tveir milljarðar manna hafi séð hluta þeirra í sjónvarpi eða heyrt í útvarpi.

Beðið eftir G8-fundinum

Stærstu tónleikum sögunnar lauk um miðnætti í gær. Nú bíða menn í ofvæni eftir því hvað kemur út úr fundi G8-leiðtoganna sem allt framtakið snerist um.

Listahátíðin á Seyðisfirði tíu ára

Í menningarmiðstöð Austfjarðar, Seyðisfirði, iðaði allt af lífi um helgina en þar fögnuðu menn tíu ára afmæli listahátíðarinnar „Á seyði“. Um allan bæ gefur nú að líta hinar ýmsu sýningar en líkt og fyrri ár tekur fjöldi listamanna þátt í sýningunni.

Björk söng á Live8 í morgun

Fyrstu Live8 tónleikarnir hófust í Tókýó um klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma og standa enn yfir. Um tíu þúsund manns eru á Makuhari Messe leikvanginum að fylgjast með Björk Guðmundsdóttur, strákabandinu McFly og bandarísku sveitinni Good Chatlotte meðal annarra.

Mundi 83.431 aukastaf pí

Japanskur geðlæknir setti í morgun heimsmet í því að telja upp aukastafi tölunnar pí. Akira Haraguchi er fimmtíu og níu ára en sýndi að hækkandi aldur þarf ekki að skaða minnið. Samtals gat hann talið upp 83.431 aukastaf.

Útsending frá Live8 hafin

Fyrstu Live8 tónleikarnir hófust í Tókýó um klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma og standa til klukkan eitt. Hinir níu tónleikarnir hefjast síðan hverjir af öðrum eftir því sem líður á daginn. Útsending á sjónvarpsstöðinni Sirkusi hófst á hádegi. Þar verður sýnt beint frá tónleikum um víða veröld auk þess sem völdum atriðum sem lokið er verður skotið inn í dagskrána.

Björk ánægð með Live8

Live8 tónleikarnir hófust klukkan fimm í nótt. Björk Guðmundsdóttir, sem var meðal fyrstu flytjenda, er ánægð með framtakið. Tónleikarnir standa enn yfir á nokkrum stöðum. Þetta er stærsti tónlistarviðburður sögunnar og tilgangurinn er að vekja athygli á sárri fátækt í Afríku.

Gerðu allt vitlaust í Smáralind

Norsku glysrokkararnir í Wig Wam gerðu allt gjörsamlega vitlaust í Smáralindinni nú síðdegis. Þúsundir manns lögðu leið sína þangað til að sjá þá og heyra.

Strandblak í Kópavogi

Þó að ekki hafi beinlínis verið bongóblíða í Kópavoginum í dag létu nokkur ungmenni það ekki aftra sér frá að stunda íþrótt sem algengari er í hitabeltislöndum. Fyrsta stigamót Blaksambands Íslands í strandblaki fór fram í Fagralundinum í dag þar sem ellefu lið öttu kappi. 

Duran Duran tryllti lýðinn

Um ellefu þúsund manns mættu á tónleika Duran Duran í Egilshöll í gærkvöldi og gekk allt vel nema hvað umferð var nokkuð hæg í Grafarvogi bæði fyrir og eftir tónleikana. Hljómsveitin lék ný lög og ekki síður gamla smelli sem hrifu hjörtu íslenskra ungmeyja fyrir tuttugu árum.

Handrit Brando selt á 20 milljónir

Handrit Marlons Brando um Guðföðurinn seldist á yfir 20 milljónir íslenskra króna á Christies, einu frægasta uppboðshúsi New York borgar, í gær. Aldrei hefur handrit selst á svo háu verði þar í landi en árið 1996 seldist handrit Clarks Gables fyrir myndina Á hverfanda hveli á tæpar 16 milljónir króna.

Sjá næstu 50 fréttir