Lífið

Búist við 3-4000 manns í Hrísey

Næstu helgi verður haldin Fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey. Þá verður lýst yfir sjálfstæði í eynni eins og venja er um þessa helgi. Dagskrá helgarinnar er glæsileg og má þar nefna hljómsveitina Sent, sem spilar á föstudagskvöldinu, og hljómsveitirnar Hundur í óskilum og Stuðmenn ásamt Hildi Völu sem verða með útidansleik á laugardagskvöldið. Fitnesskeppni, stangveiðikeppni, kassaklifur, söngvarakeppni og óvissuferð með Gunna og Felix fyrir börnin, óvissuerð fyrir fullorðna og fjöllistamaðurinn The Mighty Gareth skemmtir alla helgina ásamt fjölbreyttri fjölskyldudagskrá til viðbótar sem nánar má skoða á www.hrisey.is Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að hátíðin hafi unnið sér fastan sess undanfarin ár og búist sé við 3-4000 manns þetta árið. Því er mikill undirbúningur í gangi hjá eyjaskeggjum sem nánast allir leggja mikla vinnu í hátíðina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.