Lífið

Listahátíðin á Seyðisfirði tíu ára

Í menningarmiðstöð Austfjarðar, Seyðisfirði, iðaði allt af lífi um helgina en þar fögnuðu menn tíu ára afmæli listahátíðarinnar „Á seyði“. Um allan bæ gefur nú að líta hinar ýmsu sýningar en líkt og fyrri ár tekur fjöldi listamanna þátt í sýningunni. Hátíðin var fyrst haldin þegar Seyðisfjarðarkaupstaður fagnaði 100 ára kaupstaðarafmæli sínu og hefur nú unnið sér fastan sess. Í gær mátti sjá fólk á öllum aldri rölta um bæinn og njóta listaverkanna. Hátíðin stendur yfir til 17. ágúst og enn eru eftir „Lunga“, listahátíð ungs fólks á Austurlandi, og „Norskir dagar“.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.