Lífið

Nýjasta bókin í sölu á miðnætti

Á miðnætti í kvöld kemur sjötta bókin um ævintýri Harry Potters í verslanir. Bókabúðir víða um heim hafa opið í kvöld þegar bókin fer í sölu og má búast við handagangi í öskjunni. Sjötta bókin heitir Harry Potter og blendingsprinsinn og hafa milljónir eintaka nú þegar verið seldar fyrirfram, bæði í gegnum bókabúðir og í gegnum bókaverslanir á Netinu. Bækurnar um Harry Potter hafa notið gífurlega vinsælda um allan heim og frá árinu 1998, þegar fyrsta bókin kom út, hafa 270 milljónir eintaka selst og bókin verið þýdd á yfir sextíu tungumál. Nokkrar bókabúðir á Íslandi hafa opið í kvöld þegar fyrstu bækurnar byrja að renna út og að sögn Svanborgar Sigurðardóttir, aðstoðarverslunarstjóra Pennans Eymundssons í Austurstræti, er búist við hörkustemmningu í bókabúðinni í kvöld.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.