Lífið

Handrit Brando selt á 20 milljónir

Handrit Marlons Brando um Guðföðurinn seldist á yfir 20 milljónir íslenskra króna á Christies, einu frægasta uppboðshúsi New York borgar, í gær. Aldrei hefur handrit selst á svo háu verði þar í landi en árið 1996 seldist handrit Clarks Gables fyrir myndina Á hverfanda hveli á tæpar 16 milljónir króna. Á uppboðinu voru ýmsir aðrir munir Brando seldir fyrir um 160 milljónir króna sem er langt umfram það sem talið var að fengist fyrir munina. Leikarinn dó á síðasta ári, 77 ára að aldri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.