Lífið

Tekur sjónvarpsviðtal við Rowling

Hinn 14 ára gamli Owen Jones mun taka eina sjónvarpsviðtalið sem JK Rowling, höfundur Harry Potter bókanna, mun veita eftir að nýjasta bókin um Potter kemur út um næstu helgi. Jones, sem er frá Wales, vann í samkeppni þar sem þátttakendur sendu inn spurningar sem þeir myndu vilja spyrja Rowling að og dómnefnd valdi svo þann spurningalista sem henni leist best á. Á meðal spurninga á lista Jones er hvort líf Potters sé fantasía frá barnæsku höfundarins, sem og hvað muni gerast í næstu bók. Viðtalið verður sýnt á sunnudaginn á sjónvarpsstöðinni ITV1. 250 milljón eintök af sögum Rowlings um galdrastrákinn hafa selst um allan heim.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.