Lífið samstarf

„Búið ykkur undir bragð­sprengju í munni“

Nathan & Olsen
BBQ kóngurinn býður lesendum upp á klikkaðar snittur sem eiga svo sannarlega eftir að bráðna í munni.
BBQ kóngurinn býður lesendum upp á klikkaðar snittur sem eiga svo sannarlega eftir að bráðna í munni. Mynd/Hulda Margrét.

Í dag býður BBQ kóngurinn upp á klikkaðar snittur sem eiga svo sannarlega eftir að bráðna í munni. Þar blandast saman m.a. nautakjöt, chimichurri sósa, Hellmann's trufflu mæjónes og parmesan ostur. Þetta getur ekki klikkað!

Undanfarna fimmtudaga hefur Alfreð Björnsson, best þekktur sem BBQ kóngurinn, gefið lesendum Vísis gómsætar grilluppskriftir í samstarfi við Nathan & Olsen.

Hægt er að skoða fyrri uppskriftir neðst í greininni.

Ekkert smá girnilegar snittur! Það verður slegist um hvern einasta bita.

Snittur að hætti BBQ kóngsins

Kryddið 250 g ribeye steik með UMAMI kryddi frá BBQ kónginum og skellið á 300 gráðu heitt grillið. Takið kjötið af í 54 gráðum og leyfið að hvíla í 7 mínútur.

Skerið niður baguette í ca. 1 cm. sneiðar og ristið á grillinu.

Skerið ribeye steikina í eins þunnar sneiðar og þið treystið ykkur til.

Setjið klettasalat (rucola), steikasneiðar, chimichurri sósu, Hellmann's trufflu mæjónes og parmesan ost á brauðið. „Og þetta verður að vera í þessari röð, annars er þetta ekki jafn gott!,“ segir BBQ kóngurinn og hlær.

„Búið ykkur undir bragðsprengju í munni. Þetta er tilvalið sem forréttur eða smá réttur út á palli í góða veðrinu.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.