Lífið

Mundi 83.431 aukastaf pí

Japanskur geðlæknir setti í morgun heimsmet í því að telja upp aukastafi tölunnar pí. Akira Haraguchi er fimmtíu og níu ára en sýndi að hækkandi aldur þarf ekki að skaða minnið. Samtals gat hann talið upp 83.431 aukastaf. Haraguchi byrjaði á föstudagsmorgun klukkan níu en ruglaðist á tölum um hádegisbilið. Hann lét ekki deigan síga heldur byrjaði upp á nýtt og sló heimsmetið svo um munar í morgunsárið í dag. Fyrra met átti japanskur háskólanemi, 42.195 aukastafi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.