Þristurinn lagður af stað 6. júlí 2005 00:01 Þrír flugmenn skiptast á um að fljúga henni yfir hafið í dag, þeir Tómas Dagur Helgason, Hallgrímur Jónsson og Gunnar Arthursson. Það vakti athygli að þeir klæddust sérsaumuðum einkennisbúningum með sama sniði og flugmenn notuðu fyrir sextíu árum. Aðrir með í för eru þeir Hannes Thorarensen flugvirki og Björn Bjarnarson, sem var umsjónarmaður áburðarflugs Landgræðslunnar. Fyrir utan GPS-staðsetningartæki eru engin nútímatæki um borð, það verður því ekki hægt að stilla bara á sjálfstýringuna og hverfa upp fyrir skýin, því vélin verður í flughæðum undir tíu þúsund fetum og því verða flugmennirnir að halda vel um stýrin. Tómas Dagur Helgason, flugstjóri, segir þetta verða mjög skemmitlega ferð og milka tilbreytingu. Flugvélin hefur verið máluð í litum Icelandair, aðalstyrktaraðila Þristavinafélagsins, og verður þannig næstu tvö árin hið minnsta. Megintilgangur flugferðarinnar er að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá því að farþegaflug hófst milli Íslands og annarra landa. Flogið er í dag í einum áfanga frá Reykjavík til Duxford, sem er rétt norðan við London. Vélin hefur flugþol í átta og hálfa klukkustund en flugtími til London er áætlaður um sjö klukkustundir. Til öryggis eru um borð bæði björgunarbátur og flotgallar fyrir áhöfnina en talið er að vélin hafi síðast flogið út fyrir landsteinana í kringum 1970. Þristurinn verður um helgina á stærstu flugsýningu sinnar tegundar í Evrópu í Duxford, á mánudag verður honum flogið til Glasgow en þar heldur Icelandair sérstaka afmælishátíð á þriðjudag, á miðvikudag verður vélin á samskonar hátíð í Kaupmannahöfn, þar verður hún í samflugi með DC-3 vél danska þristavinafélagsins. Síðan verður haldið til Noregs til fundar við norska þristavinafélagið en stefnt er að því að fljúga heim aftur um Bergen og hugsanlega um Færeyjar þann 15. júlí. Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Þrír flugmenn skiptast á um að fljúga henni yfir hafið í dag, þeir Tómas Dagur Helgason, Hallgrímur Jónsson og Gunnar Arthursson. Það vakti athygli að þeir klæddust sérsaumuðum einkennisbúningum með sama sniði og flugmenn notuðu fyrir sextíu árum. Aðrir með í för eru þeir Hannes Thorarensen flugvirki og Björn Bjarnarson, sem var umsjónarmaður áburðarflugs Landgræðslunnar. Fyrir utan GPS-staðsetningartæki eru engin nútímatæki um borð, það verður því ekki hægt að stilla bara á sjálfstýringuna og hverfa upp fyrir skýin, því vélin verður í flughæðum undir tíu þúsund fetum og því verða flugmennirnir að halda vel um stýrin. Tómas Dagur Helgason, flugstjóri, segir þetta verða mjög skemmitlega ferð og milka tilbreytingu. Flugvélin hefur verið máluð í litum Icelandair, aðalstyrktaraðila Þristavinafélagsins, og verður þannig næstu tvö árin hið minnsta. Megintilgangur flugferðarinnar er að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá því að farþegaflug hófst milli Íslands og annarra landa. Flogið er í dag í einum áfanga frá Reykjavík til Duxford, sem er rétt norðan við London. Vélin hefur flugþol í átta og hálfa klukkustund en flugtími til London er áætlaður um sjö klukkustundir. Til öryggis eru um borð bæði björgunarbátur og flotgallar fyrir áhöfnina en talið er að vélin hafi síðast flogið út fyrir landsteinana í kringum 1970. Þristurinn verður um helgina á stærstu flugsýningu sinnar tegundar í Evrópu í Duxford, á mánudag verður honum flogið til Glasgow en þar heldur Icelandair sérstaka afmælishátíð á þriðjudag, á miðvikudag verður vélin á samskonar hátíð í Kaupmannahöfn, þar verður hún í samflugi með DC-3 vél danska þristavinafélagsins. Síðan verður haldið til Noregs til fundar við norska þristavinafélagið en stefnt er að því að fljúga heim aftur um Bergen og hugsanlega um Færeyjar þann 15. júlí.
Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira