Fleiri fréttir Singstar serían seld í 2 milljónum Nú hefur SingStar serían selst í meira en 2 milljónum eintaka, og þar með hefur Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) náð að koma á markað enn einni vinsælli nýjung fyrir PlayStation 2. Leikurinn er gerður af London Studio, sem er í eigu SCEE, og var SingStar stærsta nýjungin í tölvuleikjageiranum í Evrópu árið 2004, og fetar þar með í fótspor metsöluleikja á borð við EyeToy seríuna (stærsta nýjung árið 2003) og The Getawa (stærsta nýjung árið 2002). 30.6.2005 00:01 Imperial Glory Pyros studios sem færðu manni Commandos seríuna eru nú komnir í napóleons tímann sem einkenndist af styrjöldum, pólitík og eilífu valdatafli. Leikurinn er háður á tímabilinu 1789-1830 og hefst við fæðingu stjórnarbyltinguna sem skildi Evrópu eftir á tímamótum. Imperial Glory býður spilaranum uppá að stjórna 5 veldum þess tíma. Bretlandi, Frakklandi, Austurríki, Prússlandi og Rússlandi. Öll veldin eru með sínar sérstöður og sína eigin tækni en eru einnig ólík landfræðilega séð og efnahagslega. Til að mynda nýtur Stóra Bretland þess að hafa haf sér til verndunar gegn innrásum og Rússland ótrúlegt landflæmi. 30.6.2005 00:01 Minnkandi bjartsýni landsmanna Heldur dró úr bjartsýni landsmanna í síðasta mánuði og lækkaði væntingavísitala Gallups um rúmlega níu stig frá maímánuði. Væntingar mældust þó heldur meiri en í júní í fyrra. 29.6.2005 00:01 Duran Duran lofa góðri skemmtun Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Duran lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þeir segjast ánægðir með að vera loks komnir til Íslands og lofa skemmtilegum tónleikum í Egilshöll annað kvöld. 29.6.2005 00:01 Uppboð á teikningum Picasso Fyrrum ástkona spænska málarans Pablo Picasso seldi 20 teikningar eftir meistarann á uppboði í París í gærkvöld. 28.6.2005 00:01 Max Payne á hvíta tjaldið Kvikmyndafyrirtækin í Hollywood eru í miklum ham þessa daganna með nýjar tilkynningar fyrir kvikmyndum sem eru framleiddar eftir tölvuleikjum. Nýjasta fregnin úr borg englanna er sú að 20th Century Fox hefur hafið samstarf við Collision Entertainment til að gera mynd eftir hinum frábæra Max Payne sem kom út árið 2001. 28.6.2005 00:01 Eastwood fær að skjóta í Krísuvík Búið er að gefa leyfi fyrir kvikmyndatökum á atriðum úr mynd Clints Eastwoods í Krísuvík. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti þetta einróma á fundi sínum fyrir hádegi. 28.6.2005 00:01 Quake kemur í næstu kynslóð síma Seinna á þessu ári mun hinn þrælgóði Quake sem gefin var út 1996 mæta í farsíma. Útgáfan sem birtist í farsímum er fyrir næstu kynslóð síma sem ráða við þrívíddarumhverfi. 28.6.2005 00:01 Nintendo selja milljón DS í Evrópu Nintendo hefur nú selt milljón DS vélar í Evrópu samkvæmt nýjustu tölum frá fyrirtækinu. 250.000 stykki hafa selst eingöngu í Bretlandi. Nintendo fór ágætlega af stað með 500.000 seld eintök á fyrstu þrem sölumánuðunum. 28.6.2005 00:01 Viðtölin ekki til á upptöku Viðtöl tímaritsins <em>Hér og nú</em> við Ásgerði Guðmundsdóttur, sem Eiríkur Jónsson krafðist í gær að yrðu spiluð í Íslandi í dag, eru ekki til á upptöku. Hins vegar á <em>DV</em> upptöku af því þegar Ásgerður staðfesti að ummæli, sem eftir henni voru höfð í því blaði, séu rétt. 28.6.2005 00:01 Rússnesk mótorhjól til sýnis Ural.is hefur hafið innflutning á rússneskum mótorhjólum og verða hjólin til sýnis að Hólshrauni 7 Hafnarfirði, aftan við Fjarðarkaup, við hliðina á nýju slökkvistöðinni. Hjólin eru mjög óvanaleg útlits þar sem þau hafa nánast haldið sínu upprunalegu útliti en þau komu fyrst á markað í Rússlandi árið 1939. 27.6.2005 00:01 Ein besta Glastonbury-hátíðin Þrátt fyrir að þurft hafi að dæla yfir þremur milljónum lítra af vatni og drullu af svæðinu lýsa aðdáendur Glastonbury-hátíðarinnar í Bretlandi þeirri í ár sem einni af bestu frá upphafi. 27.6.2005 00:01 600 þúsund manns í Gay Pride Yfir 600 þúsund manns komu saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að taka þátt í tíundu Gay Pride hátíðinni sem haldin var í gær. Líklega hafa sjaldan svo margir tekið þátt í hátíðinni. 27.6.2005 00:01 BF2 tætir upp söluna á Íslandi Battlefield 2 kom í verslanir núna fyrir helgina og hreinlega rauk úr hillunum enda beðið með mikilli eftirvæntingu. Í samtali við Óla í Senu sem flytur leikinn inn. Fóru öll tvöþúsund stykkin sem komu til landsins í verslanir. Fjögur hundruð stykki voru í boði í forsölu en rúmlega þúsund stykki voru seld á fyrstu tveim dögum sem telst virkilega gott hérna á Íslandi. 27.6.2005 00:01 Þiggjendur vita ekki af Live8 Fæstir þeirra sem Live8 tónleikarnir eiga að hjálpa, hafa hugmynd um framtakið. Þeir Afríkumenn sem vita af því segja það svo sem ágætt, en það þurfi meira til. 27.6.2005 00:01 Fundur vegna kvikmyndar Eastwood Klukkan fimm í dag verður haldinn fundur í Hafnarfjarðarbæ, vegna myndarinnar Flags of our Fathers, sem Clint Eastwood leikstýrir. Skipulagsráð Hafnarfjarðar boðar til fundarins, vegna deilna sem hafa sprottið upp út af hugsanlegum skemmdum á landi í Krísuvík. 27.6.2005 00:01 Frír War Of The Worlds netleikur kvikmyndin War Of The Worlds verður frumsýnd á næstunni hér á landi. Þeir sem vilja gíra sig upp fyrir myndina geta spilað netleiki á heimasíðu myndarinnar. Slóðin er <a href="http://www.waroftheworlds.com/">www.waroftheworlds.com</a> 27.6.2005 00:01 5000 manns á Kirkjudögum Um 5000 manns á öllum aldri sóttu Kirkjudaga 2005 en biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sleit hátíðinni á Skólavörðuholti á miðnætti. Kirkjudagar hófust á föstudagskvöld og fór fram viðamikil dagskrá úti og inni í Iðnskólanum og í Hallgrímskirkju. 26.6.2005 00:01 Björk syngur á Live 8 Björk Guðmundssdóttir mun vera á meðal þeirra sem syngur á Live 8 tónleikunum í Tókýó í Japan þann 2. júlí næstkomandi. Tónleikarnir eru einir af mörgum sem haldnir verða samtímis víða um heim til að vekja athygli á aðstæðum bágstaddra í Afríku. 26.6.2005 00:01 Hópur górilluunga nefndur Þau heita Friðarstillir, Sól, Sýn og ótalmargt annað, ungviðið sem gefið var nafn í Rúanda í dag. Fjallagórillur eru mjög sjaldgæfar og búa einungis á verndarsvæði í Rúanda, Kongó og Úganda. Meðal þeirra sem hlutu nöfn í dag voru tvíburar en þetta er í fyrsta sinn sem górillutvíburar lifa fyrsta árið af svo vitað sé. 26.6.2005 00:01 Bíldudals grænar baunir hafin Arnfirðingahátíðin Bíldudals grænar baunir var sett í gær á Bíldudal. Að hátíðinni standa Arnfirðingafélagið í Reykjavík og félagasamtök á Bíldudal. Margt verður í boði á hátíðinni þar sem markmiðið er að kynna menningarstarf Arnfirðinga. Hátíðinni lýkur á sunnudag. 25.6.2005 00:01 Fjölmenni við upphaf Kirkjudaga Fjölmenni var við upphaf Kirkjudaga en á sjötta hundrað manns fylltu Hallgrímskirkju á opnunarhátíð í gærkvöldi. Þar flutti Björn Bjarnason kirkjumálaráðherra ávarp og biskup lúthersku kirkjunnar í Winnepeg bar kveðju frá Vestur-Íslendingum. Dagskráin í dag hófst nú klukkan tíu með morguntíðum í Hallgrímskirkju og Pílagrímagöngu frá Fella- og Hólakirkju. Klukkan tólf hefjast málstofur, kynningar, listsýningar, götuleikhús og fleira á Skólavörðuholti. 25.6.2005 00:01 Allt á floti á Glastonbury Það eru allir frekar blautir á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem hófst í gær á Bretlandi. Ástæðan er einföld: þar hefur rignt eins og hellt væri úr fötu svo að fresta varð tónleikahaldi. 25.6.2005 00:01 75 ára afmæli Skógræktarfélagsins Skógræktarfélag Íslands fagnaði 75 ára afmæli sínu í Þingvallasveit í dag. Afmælishátíðin var haldin í Vinaskógi í Kárastaðalandi þar sem 75 birkitré voru gróðursett til hátíðabrigða. 25.6.2005 00:01 Hringferð Japananna lokið Tveggja vikna hringferð japanska Vetnislundans um Ísland er lokið og eru Japanarnir ánægðir með hvernig til tókst. Vetnislundinn er nokkurskonar þríhjól sem fimm japanskir áhugamenn um nýtingu hreinnar orku fluttu til landsins til hringferðarinnar. 25.6.2005 00:01 Klæddist 200 þúsund geitungum Barþjónninn Philip McCabe á Írlandi reyndi í dag að slá heimsmetið í að klæðast geitungum með því að lokka hálfa milljón geitunga til að setjast á búk sinn. McCabe var aðeins klæddur í nærbuxur, eins konar sundgleraugu og var með hnakkapúða til stuðnings. 25.6.2005 00:01 Tíðindalaus Jónsmessunótt Jónsmessunótt, ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins ásamt jólanótt, nýársnótt og þrettándanótt, leið án yfirnáttúrulegra atburða eftir því sem best er vitað. Sagnir segja að á Jónsmessunótt fari selir úr ham sínum og kýr tali mannamál en fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er ekki kunnugt um að bændur hafi orðið andvaka vegna háværra umræðna kúnna um landsmálin í fjósum eða nátthögum í nótt. 24.6.2005 00:01 Vilhjálmur útskrifast úr háskóla Vilhjálmur Bretaprins útskrifaðist með meistarapróf í landafræði frá St. Andrews háskólanum með ágætiseinkunn í gær. Hann er 23 ára og annar í röðinni á efttir Karli föður sínum til að erfa bresku krúnuna. Margir úr bresku konungsfjölskyldunni mættu í útskriftarathöfnina til að fagna með honum. 24.6.2005 00:01 Tvenns konar Sirkus af stað Vikuritið Sirkus Reykjavík kom út í fyrsta sinn í dag. Sjónvarpsstöð með sama nafni fer í loftið klukkan tíu í kvöld. 24.6.2005 00:01 Hlýða fornri tilskipun um drykkju Svíar munu í dag hlýða meira en þúsund ára gamalli tilskipun Ólafs konungs Tryggvasonar og drekka bjór eins og þeir geta í sig látið. 24.6.2005 00:01 Kvikmyndir fyrir PSP vinsælar Sala á kvikmyndum fyrir Sony PSP handtölvuna fer vel af stað í Bandaríkjunum. Myndirnar sem eru á sérstökum UMD diskum hafa náð vel yfir 200.000 í sölu og reikna má með að salan sé komin í hálfa milljón stykkja. 24.6.2005 00:01 Páll Óskar og Einar í Idol 3 Breytingar verða á dómnefnd í þriðju þáttaröð Idol - Stjörnuleitar á Stöð 2 sem hefst í lok ágúst. Í dómnefnd með Bubba Morthens og Siggu Beinteins bætast nú við Páll Óskar Hjálmtýsson og Einar Bárðarson en Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gefur hins vegar ekki kost á sér. 24.6.2005 00:01 Höfðað til fólks undir fertugu Sirkus, ný sjónvarpsstöð 365, hefur göngu sína klukkan tíu í kvöld. Stöðin sem verður í opinni dagskrá á aðallega að höfða til fólks undir fertugsaldri. 24.6.2005 00:01 Kom ríðandi á ljósmyndasýningu Andlit norðursins með augum Ragnars Axelssonar ljósmyndara er sýning þessa árs á Austurvelli. Ragnar hefur tengst mörgum myndefnanna vinaböndum, þar á meðal Kristni fjallkóngi frá Skarði sem kom ásamt dóttur sinni Rakel ríðandi á opnun sýningarinnar í dag. 24.6.2005 00:01 Sojabaunir slæva frjósemina Ný bresk rannsókn bendir til þess að frjósemi karlmanna kunni að minnka ef þeir borða sojabaunir og tófú. Þessi matvæli innihalda efni sem virðist hafa mjög sterk áhrif á sæði í karlmönnum. 23.6.2005 00:01 Hvalborgarar í Japan Japönsk skyndibitakeðja hefur ekki áhyggjur af því þótt Japanar séu harðlega gagnrýndir fyrir hvalveiðar og áform um að auka þær. Hefur skyndibitakeðjan, sem er á eynni Hokkaido, tekið upp á því að bjóða upp á sérstaka hvalborgara og segja forsvarmenn hennar að með þessari nýjung gefist tækifæri til að nýta hvalkjötsbirgðir landsmanna. 23.6.2005 00:01 Jenni dæmir Midnight Club 3 Rockstar games þeir hinir sömu og færðu okkur Grand theft auto eru hér komnir með nýjan leik í Midnight club seríunni eða Midnight club 3 dub edition. Midnight club er bílaleikur þar sem keppt er inn í borgum í brjálaðri umferð á ýmist sportbílum, eðalvögnum, chopperum, götuhjólum, hummerum eða jeppum. 23.6.2005 00:01 Jónsmessuhlaupið í kvöld Miðnætur- og Ólympíufjölskylduhlaupið fer fram í Laugardalnum í kvölkd og verður ræst klukkan 22:00. Hlaupið er frá Laugardalslauginni um Laugardalinn og endar hlaupið á Laugardalsvellinum. Allir geta tekið þátt því boðið er upp á þrjár vegalengdir 3, 5 og 10 kílómetra. Tímataka er í 5 og 10 kílómetra hlaupunum. 23.6.2005 00:01 Foreldrar taka ekki mark á ELSPA Samkvæmt nýlegri rannsókn sem Svissneska fyrirtækið Modulum gerði fyrir ELSPA sýnir að foreldrar taka ekki mark á merkingum sem banna leiki. Foreldrar eru meðvitaðir um merkingarnar en nota þær frekar til hliðsjónar en ekki sem viðvörun um innihald leikja sem eru bannaðir börnum. 23.6.2005 00:01 Krúsi skrifar um Tekken 5 Jæja þá er hann loksins kominn tekken 5 .Eftir hrikalega bardaga svefnlausar nætur og mikið Adrenalín var maður sannfærður um að ekki væri hægt að toppa þetta...Það voru tímarnir. Adrenalínið byrjar þegar maður heldur á leiknum og er að setja hann í tölvuna. Að spila þennan leik er hreint út sagt magnað, hraðinn og grafíkin er geðveik. Greinilegt er að þeir nýta Playstation 2 tæknina í botn og hvað gerist þegar PS3 kemur.. uss! 22.6.2005 00:01 Konungsfjölskyldan dýr í rekstri Breska konungsfjölskyldan kostaði skattgreiðendur tæplega 37 sjö milljónir punda, jafnvirði 4,5 milljarða íslenskra króna, á árinu 2004. Prinsarnir Karl og Andrés eru gagnrýndir fyrir að vera eyðsluklær. 22.6.2005 00:01 Vangaveltur um útgáfudag PS3 Sony hefur ekki gefið fasta dagsetningu hvenær Playstation 3 kemur á markað í Evrópu. Forstjóri Sony Computer Entertainment Europe, David Reeves sagði að fólk gæti orðið fyrir óvæntum glaðning. 22.6.2005 00:01 Allir jafnir í fataskápnum Grétar Sigfinnur Sigurðsson, fótboltamaður í Val, gerir ekki upp á milli flíkanna í fataskápnum sínum og gæti ekki lifað án sokkanna. 22.6.2005 00:01 Krukka eða krús Hvað sem þær kallast þá eru drykkjarkönnur góðar undir heita drykki - og kalda.</font /></b /> 22.6.2005 00:01 Möguleikarnir óþrjótandi Það kemur vel út að setja afskorin blóm í marga litla blómavasa. 22.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Singstar serían seld í 2 milljónum Nú hefur SingStar serían selst í meira en 2 milljónum eintaka, og þar með hefur Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) náð að koma á markað enn einni vinsælli nýjung fyrir PlayStation 2. Leikurinn er gerður af London Studio, sem er í eigu SCEE, og var SingStar stærsta nýjungin í tölvuleikjageiranum í Evrópu árið 2004, og fetar þar með í fótspor metsöluleikja á borð við EyeToy seríuna (stærsta nýjung árið 2003) og The Getawa (stærsta nýjung árið 2002). 30.6.2005 00:01
Imperial Glory Pyros studios sem færðu manni Commandos seríuna eru nú komnir í napóleons tímann sem einkenndist af styrjöldum, pólitík og eilífu valdatafli. Leikurinn er háður á tímabilinu 1789-1830 og hefst við fæðingu stjórnarbyltinguna sem skildi Evrópu eftir á tímamótum. Imperial Glory býður spilaranum uppá að stjórna 5 veldum þess tíma. Bretlandi, Frakklandi, Austurríki, Prússlandi og Rússlandi. Öll veldin eru með sínar sérstöður og sína eigin tækni en eru einnig ólík landfræðilega séð og efnahagslega. Til að mynda nýtur Stóra Bretland þess að hafa haf sér til verndunar gegn innrásum og Rússland ótrúlegt landflæmi. 30.6.2005 00:01
Minnkandi bjartsýni landsmanna Heldur dró úr bjartsýni landsmanna í síðasta mánuði og lækkaði væntingavísitala Gallups um rúmlega níu stig frá maímánuði. Væntingar mældust þó heldur meiri en í júní í fyrra. 29.6.2005 00:01
Duran Duran lofa góðri skemmtun Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Duran lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þeir segjast ánægðir með að vera loks komnir til Íslands og lofa skemmtilegum tónleikum í Egilshöll annað kvöld. 29.6.2005 00:01
Uppboð á teikningum Picasso Fyrrum ástkona spænska málarans Pablo Picasso seldi 20 teikningar eftir meistarann á uppboði í París í gærkvöld. 28.6.2005 00:01
Max Payne á hvíta tjaldið Kvikmyndafyrirtækin í Hollywood eru í miklum ham þessa daganna með nýjar tilkynningar fyrir kvikmyndum sem eru framleiddar eftir tölvuleikjum. Nýjasta fregnin úr borg englanna er sú að 20th Century Fox hefur hafið samstarf við Collision Entertainment til að gera mynd eftir hinum frábæra Max Payne sem kom út árið 2001. 28.6.2005 00:01
Eastwood fær að skjóta í Krísuvík Búið er að gefa leyfi fyrir kvikmyndatökum á atriðum úr mynd Clints Eastwoods í Krísuvík. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti þetta einróma á fundi sínum fyrir hádegi. 28.6.2005 00:01
Quake kemur í næstu kynslóð síma Seinna á þessu ári mun hinn þrælgóði Quake sem gefin var út 1996 mæta í farsíma. Útgáfan sem birtist í farsímum er fyrir næstu kynslóð síma sem ráða við þrívíddarumhverfi. 28.6.2005 00:01
Nintendo selja milljón DS í Evrópu Nintendo hefur nú selt milljón DS vélar í Evrópu samkvæmt nýjustu tölum frá fyrirtækinu. 250.000 stykki hafa selst eingöngu í Bretlandi. Nintendo fór ágætlega af stað með 500.000 seld eintök á fyrstu þrem sölumánuðunum. 28.6.2005 00:01
Viðtölin ekki til á upptöku Viðtöl tímaritsins <em>Hér og nú</em> við Ásgerði Guðmundsdóttur, sem Eiríkur Jónsson krafðist í gær að yrðu spiluð í Íslandi í dag, eru ekki til á upptöku. Hins vegar á <em>DV</em> upptöku af því þegar Ásgerður staðfesti að ummæli, sem eftir henni voru höfð í því blaði, séu rétt. 28.6.2005 00:01
Rússnesk mótorhjól til sýnis Ural.is hefur hafið innflutning á rússneskum mótorhjólum og verða hjólin til sýnis að Hólshrauni 7 Hafnarfirði, aftan við Fjarðarkaup, við hliðina á nýju slökkvistöðinni. Hjólin eru mjög óvanaleg útlits þar sem þau hafa nánast haldið sínu upprunalegu útliti en þau komu fyrst á markað í Rússlandi árið 1939. 27.6.2005 00:01
Ein besta Glastonbury-hátíðin Þrátt fyrir að þurft hafi að dæla yfir þremur milljónum lítra af vatni og drullu af svæðinu lýsa aðdáendur Glastonbury-hátíðarinnar í Bretlandi þeirri í ár sem einni af bestu frá upphafi. 27.6.2005 00:01
600 þúsund manns í Gay Pride Yfir 600 þúsund manns komu saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að taka þátt í tíundu Gay Pride hátíðinni sem haldin var í gær. Líklega hafa sjaldan svo margir tekið þátt í hátíðinni. 27.6.2005 00:01
BF2 tætir upp söluna á Íslandi Battlefield 2 kom í verslanir núna fyrir helgina og hreinlega rauk úr hillunum enda beðið með mikilli eftirvæntingu. Í samtali við Óla í Senu sem flytur leikinn inn. Fóru öll tvöþúsund stykkin sem komu til landsins í verslanir. Fjögur hundruð stykki voru í boði í forsölu en rúmlega þúsund stykki voru seld á fyrstu tveim dögum sem telst virkilega gott hérna á Íslandi. 27.6.2005 00:01
Þiggjendur vita ekki af Live8 Fæstir þeirra sem Live8 tónleikarnir eiga að hjálpa, hafa hugmynd um framtakið. Þeir Afríkumenn sem vita af því segja það svo sem ágætt, en það þurfi meira til. 27.6.2005 00:01
Fundur vegna kvikmyndar Eastwood Klukkan fimm í dag verður haldinn fundur í Hafnarfjarðarbæ, vegna myndarinnar Flags of our Fathers, sem Clint Eastwood leikstýrir. Skipulagsráð Hafnarfjarðar boðar til fundarins, vegna deilna sem hafa sprottið upp út af hugsanlegum skemmdum á landi í Krísuvík. 27.6.2005 00:01
Frír War Of The Worlds netleikur kvikmyndin War Of The Worlds verður frumsýnd á næstunni hér á landi. Þeir sem vilja gíra sig upp fyrir myndina geta spilað netleiki á heimasíðu myndarinnar. Slóðin er <a href="http://www.waroftheworlds.com/">www.waroftheworlds.com</a> 27.6.2005 00:01
5000 manns á Kirkjudögum Um 5000 manns á öllum aldri sóttu Kirkjudaga 2005 en biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sleit hátíðinni á Skólavörðuholti á miðnætti. Kirkjudagar hófust á föstudagskvöld og fór fram viðamikil dagskrá úti og inni í Iðnskólanum og í Hallgrímskirkju. 26.6.2005 00:01
Björk syngur á Live 8 Björk Guðmundssdóttir mun vera á meðal þeirra sem syngur á Live 8 tónleikunum í Tókýó í Japan þann 2. júlí næstkomandi. Tónleikarnir eru einir af mörgum sem haldnir verða samtímis víða um heim til að vekja athygli á aðstæðum bágstaddra í Afríku. 26.6.2005 00:01
Hópur górilluunga nefndur Þau heita Friðarstillir, Sól, Sýn og ótalmargt annað, ungviðið sem gefið var nafn í Rúanda í dag. Fjallagórillur eru mjög sjaldgæfar og búa einungis á verndarsvæði í Rúanda, Kongó og Úganda. Meðal þeirra sem hlutu nöfn í dag voru tvíburar en þetta er í fyrsta sinn sem górillutvíburar lifa fyrsta árið af svo vitað sé. 26.6.2005 00:01
Bíldudals grænar baunir hafin Arnfirðingahátíðin Bíldudals grænar baunir var sett í gær á Bíldudal. Að hátíðinni standa Arnfirðingafélagið í Reykjavík og félagasamtök á Bíldudal. Margt verður í boði á hátíðinni þar sem markmiðið er að kynna menningarstarf Arnfirðinga. Hátíðinni lýkur á sunnudag. 25.6.2005 00:01
Fjölmenni við upphaf Kirkjudaga Fjölmenni var við upphaf Kirkjudaga en á sjötta hundrað manns fylltu Hallgrímskirkju á opnunarhátíð í gærkvöldi. Þar flutti Björn Bjarnason kirkjumálaráðherra ávarp og biskup lúthersku kirkjunnar í Winnepeg bar kveðju frá Vestur-Íslendingum. Dagskráin í dag hófst nú klukkan tíu með morguntíðum í Hallgrímskirkju og Pílagrímagöngu frá Fella- og Hólakirkju. Klukkan tólf hefjast málstofur, kynningar, listsýningar, götuleikhús og fleira á Skólavörðuholti. 25.6.2005 00:01
Allt á floti á Glastonbury Það eru allir frekar blautir á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem hófst í gær á Bretlandi. Ástæðan er einföld: þar hefur rignt eins og hellt væri úr fötu svo að fresta varð tónleikahaldi. 25.6.2005 00:01
75 ára afmæli Skógræktarfélagsins Skógræktarfélag Íslands fagnaði 75 ára afmæli sínu í Þingvallasveit í dag. Afmælishátíðin var haldin í Vinaskógi í Kárastaðalandi þar sem 75 birkitré voru gróðursett til hátíðabrigða. 25.6.2005 00:01
Hringferð Japananna lokið Tveggja vikna hringferð japanska Vetnislundans um Ísland er lokið og eru Japanarnir ánægðir með hvernig til tókst. Vetnislundinn er nokkurskonar þríhjól sem fimm japanskir áhugamenn um nýtingu hreinnar orku fluttu til landsins til hringferðarinnar. 25.6.2005 00:01
Klæddist 200 þúsund geitungum Barþjónninn Philip McCabe á Írlandi reyndi í dag að slá heimsmetið í að klæðast geitungum með því að lokka hálfa milljón geitunga til að setjast á búk sinn. McCabe var aðeins klæddur í nærbuxur, eins konar sundgleraugu og var með hnakkapúða til stuðnings. 25.6.2005 00:01
Tíðindalaus Jónsmessunótt Jónsmessunótt, ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins ásamt jólanótt, nýársnótt og þrettándanótt, leið án yfirnáttúrulegra atburða eftir því sem best er vitað. Sagnir segja að á Jónsmessunótt fari selir úr ham sínum og kýr tali mannamál en fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er ekki kunnugt um að bændur hafi orðið andvaka vegna háværra umræðna kúnna um landsmálin í fjósum eða nátthögum í nótt. 24.6.2005 00:01
Vilhjálmur útskrifast úr háskóla Vilhjálmur Bretaprins útskrifaðist með meistarapróf í landafræði frá St. Andrews háskólanum með ágætiseinkunn í gær. Hann er 23 ára og annar í röðinni á efttir Karli föður sínum til að erfa bresku krúnuna. Margir úr bresku konungsfjölskyldunni mættu í útskriftarathöfnina til að fagna með honum. 24.6.2005 00:01
Tvenns konar Sirkus af stað Vikuritið Sirkus Reykjavík kom út í fyrsta sinn í dag. Sjónvarpsstöð með sama nafni fer í loftið klukkan tíu í kvöld. 24.6.2005 00:01
Hlýða fornri tilskipun um drykkju Svíar munu í dag hlýða meira en þúsund ára gamalli tilskipun Ólafs konungs Tryggvasonar og drekka bjór eins og þeir geta í sig látið. 24.6.2005 00:01
Kvikmyndir fyrir PSP vinsælar Sala á kvikmyndum fyrir Sony PSP handtölvuna fer vel af stað í Bandaríkjunum. Myndirnar sem eru á sérstökum UMD diskum hafa náð vel yfir 200.000 í sölu og reikna má með að salan sé komin í hálfa milljón stykkja. 24.6.2005 00:01
Páll Óskar og Einar í Idol 3 Breytingar verða á dómnefnd í þriðju þáttaröð Idol - Stjörnuleitar á Stöð 2 sem hefst í lok ágúst. Í dómnefnd með Bubba Morthens og Siggu Beinteins bætast nú við Páll Óskar Hjálmtýsson og Einar Bárðarson en Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gefur hins vegar ekki kost á sér. 24.6.2005 00:01
Höfðað til fólks undir fertugu Sirkus, ný sjónvarpsstöð 365, hefur göngu sína klukkan tíu í kvöld. Stöðin sem verður í opinni dagskrá á aðallega að höfða til fólks undir fertugsaldri. 24.6.2005 00:01
Kom ríðandi á ljósmyndasýningu Andlit norðursins með augum Ragnars Axelssonar ljósmyndara er sýning þessa árs á Austurvelli. Ragnar hefur tengst mörgum myndefnanna vinaböndum, þar á meðal Kristni fjallkóngi frá Skarði sem kom ásamt dóttur sinni Rakel ríðandi á opnun sýningarinnar í dag. 24.6.2005 00:01
Sojabaunir slæva frjósemina Ný bresk rannsókn bendir til þess að frjósemi karlmanna kunni að minnka ef þeir borða sojabaunir og tófú. Þessi matvæli innihalda efni sem virðist hafa mjög sterk áhrif á sæði í karlmönnum. 23.6.2005 00:01
Hvalborgarar í Japan Japönsk skyndibitakeðja hefur ekki áhyggjur af því þótt Japanar séu harðlega gagnrýndir fyrir hvalveiðar og áform um að auka þær. Hefur skyndibitakeðjan, sem er á eynni Hokkaido, tekið upp á því að bjóða upp á sérstaka hvalborgara og segja forsvarmenn hennar að með þessari nýjung gefist tækifæri til að nýta hvalkjötsbirgðir landsmanna. 23.6.2005 00:01
Jenni dæmir Midnight Club 3 Rockstar games þeir hinir sömu og færðu okkur Grand theft auto eru hér komnir með nýjan leik í Midnight club seríunni eða Midnight club 3 dub edition. Midnight club er bílaleikur þar sem keppt er inn í borgum í brjálaðri umferð á ýmist sportbílum, eðalvögnum, chopperum, götuhjólum, hummerum eða jeppum. 23.6.2005 00:01
Jónsmessuhlaupið í kvöld Miðnætur- og Ólympíufjölskylduhlaupið fer fram í Laugardalnum í kvölkd og verður ræst klukkan 22:00. Hlaupið er frá Laugardalslauginni um Laugardalinn og endar hlaupið á Laugardalsvellinum. Allir geta tekið þátt því boðið er upp á þrjár vegalengdir 3, 5 og 10 kílómetra. Tímataka er í 5 og 10 kílómetra hlaupunum. 23.6.2005 00:01
Foreldrar taka ekki mark á ELSPA Samkvæmt nýlegri rannsókn sem Svissneska fyrirtækið Modulum gerði fyrir ELSPA sýnir að foreldrar taka ekki mark á merkingum sem banna leiki. Foreldrar eru meðvitaðir um merkingarnar en nota þær frekar til hliðsjónar en ekki sem viðvörun um innihald leikja sem eru bannaðir börnum. 23.6.2005 00:01
Krúsi skrifar um Tekken 5 Jæja þá er hann loksins kominn tekken 5 .Eftir hrikalega bardaga svefnlausar nætur og mikið Adrenalín var maður sannfærður um að ekki væri hægt að toppa þetta...Það voru tímarnir. Adrenalínið byrjar þegar maður heldur á leiknum og er að setja hann í tölvuna. Að spila þennan leik er hreint út sagt magnað, hraðinn og grafíkin er geðveik. Greinilegt er að þeir nýta Playstation 2 tæknina í botn og hvað gerist þegar PS3 kemur.. uss! 22.6.2005 00:01
Konungsfjölskyldan dýr í rekstri Breska konungsfjölskyldan kostaði skattgreiðendur tæplega 37 sjö milljónir punda, jafnvirði 4,5 milljarða íslenskra króna, á árinu 2004. Prinsarnir Karl og Andrés eru gagnrýndir fyrir að vera eyðsluklær. 22.6.2005 00:01
Vangaveltur um útgáfudag PS3 Sony hefur ekki gefið fasta dagsetningu hvenær Playstation 3 kemur á markað í Evrópu. Forstjóri Sony Computer Entertainment Europe, David Reeves sagði að fólk gæti orðið fyrir óvæntum glaðning. 22.6.2005 00:01
Allir jafnir í fataskápnum Grétar Sigfinnur Sigurðsson, fótboltamaður í Val, gerir ekki upp á milli flíkanna í fataskápnum sínum og gæti ekki lifað án sokkanna. 22.6.2005 00:01
Krukka eða krús Hvað sem þær kallast þá eru drykkjarkönnur góðar undir heita drykki - og kalda.</font /></b /> 22.6.2005 00:01
Möguleikarnir óþrjótandi Það kemur vel út að setja afskorin blóm í marga litla blómavasa. 22.6.2005 00:01