Lífið

Friðurinn dýru verði keyptur

Veitingastaður fyrir fína og fræga fólkið verður opnaður innan skamms í Lækjargötu 6 í Reykjavík. "Arkítektar eru að klára teikningar og verið að leita að öllu sem best er fyrir staðinn en það er eftir heilmikil vinna í lokaútfærslunni," segir Heiðar Hermannsson sem á húsið við Lækjargötu 6. Miklar framkvæmdir standa yfir á húsinu utanverðu en allt innbúið er sérsmíðað og tekur langan tíma að koma öllu í endanlegt horf. Aðspurður um hvers konar staður þetta á að vera segir Heiðar að hann sé hugsaður fyrir fólk með peninga milli handanna og verðlagið verði eftir því. "Staðurinn er hugsaður fyrir fólk sem fer inn á dýra staði og vill fá að vera í friði. Það er orðin svo mikil umferð af útlendingum sem hefur stutta viðdvöl á landinu og því tvímælalaust markaður fyrir svona stað. Hann segir að hinum almenna borgara sé ekki meinaður aðgangur að svona veitingastað en verðlagið sjái sjálft um að ekki sé mikið "rennerí" af gestum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.