Lífið

Gerðu allt vitlaust í Smáralind

Norsku glysrokkararnir í Wig Wam gerðu allt gjörsamlega vitlaust í Smáralindinni nú síðdegis. Þúsundir manns lögðu leið sína þangað til að sjá þá og heyra. Wig Wam glysstirnin slógu í gegn í síðustu Evróvisjónkeppni og nú eru þeir komnir hingað til lands. Þeir spila á Gauki á Stöng í kvöld en veittu örlítið forskot á sæluna í dag þegar þeir tróðu upp í Smáralind. Og það er óhætt að segja að þeir hafi slegið í gegn þar líka því áhorfendur skiptu líklega þúsundum, flestir þeirra í yngri kantinum. En þrátt fyrir æsku vantaði ekkert upp á þekkinguna því íslensku krakkarnir voru vel með á nótunum, sungu með og sýndu alla réttu taktana.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.