Lífið

LUNGA á Seyðisfirði

Hugurinn er eins og fallhlíf, hann virkar ekki nema hann sé opinn - þetta er heiti á fyrirlesti er lýsandi fyrir þá dagskrá sem boðið verður upp á á Listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Hátíðin sem kallast Lunga stendur frá morgundeginum og fram eftir viku en henni lýkur næsta laugardag með tónleikum og balli.  Á þriðjudag hefjast námskeið, en á þeim getur ungt fólk á aldrinum sextán til tuttugu og fimm ára kynnst ólíkum listformum, allt frá leiklist og tónlist til didgeridoo hljóðfærinu ástrálska sem unnið verður úr lurkum frá Hallormsstaðaskógi.  Krakkarnir sem hafa veg og vanda af hátíðinni kynntu fjölmiðlum dagskrána á dögunum með tilheyrandi leikrænum tilburðum. Einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, Lísa Leifsdóttir, segir hátíðina nú vera haldna í sjötta skiptið og hún hafi alltaf gengið mjög vel. Margir koma aftur og aftur og fólk er að gera sér grein fyrir hvað þetta er skemmtilegt og hún segir reynsluna nýtast og koma sér vel í framtíðinni. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.