Lífið

Bindin á útleið

Sú var tíðin að hver einasti karlmaður sem kom nálægt viðskiptum af einhverjum toga bar bindi um hálsinn. Sú tíð er liðin. Æ algengara er að karlmenn gangi bindislausir og þá jafnan með efstu og jafnvel tvær efstu skyrtutölurnar hnepptar frá. Ásgeir Höskuldsson, kaupmaður í herrafataversluninni Hjá Andrési, segir áberandi hve karlar eru miklu frjálslegri í klæðaburði en var og telur ekki nokkra ástæðu til amast yfir þróuninni. "Það sem skiptir máli er að maðurinn sé í heild sinni smekklega klæddur," segir Ásgeir. Hann þekkir það líka af reynslunni að tískan gengur í hringi; allt kemur aftur. "Bindin koma aftur," segir Ásgeir sem sjálfur er vanalega bindislaus í vinnunni en hnýtir þau um hálsinn við fínni tækifæri. Guðbjörg Sigurðardóttir fylgist vel með klæðaburði fólks og hefur gagnrýnt buxna- og flíspeysuklæðnað kvenna í Fréttablaðinu. Hún skilur karlana í viðskiptunum vel. "Ég held að það sé ósköp þægilegt fyrir þá að vera án bindis," segir hún en leggur áherslu á að henni þyki karlmenn almennt fínni og virðulegri með fallegt bindi um hálsinn. "Mér þykja bæði Kári Stefánsson og Jón Ásgeir afskaplega smart. Kári á bolnum undir jakkanum og Jón svona frjálslegur með fráhneppta skyrtuna og síða hárið," segir Guðbjörg.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreinn Loftsson bindislausir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.