Fleiri fréttir

Ískaldur Óðinn tryggði Kadetten stig með flautumarki

Óðinn Þór Ríkharðsson var hetja Kadetten Schäffhausen þegar liðið gerði jafntefli við Suhr Aarau, 31-31, í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hann skoraði jöfnunarmark liðsins eftir að leiktíminn var runninn út.

Von Eyjakvenna veik

Möguleikar ÍBV á að komast í 4. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta eru ekki miklir eftir sjö marka tap fyrir Madeira Anadebol, 23-30, í dag.

HK kom ekki upp orði gegn Fram í Kórnum

Fram kjöldró HK, 16-35, þegar liðin áttust við í 9. umferð Olís-deildar kvenna í dag. Frammarar eru áfram í 4. sætinu og HK-ingar ennþá í áttunda og neðsta sætinu.

Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima

„Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23.

„Þau verða ekki fjöl­skyldan mín í leiknum“

„Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru.

Viktor Gísli hafði betur gegn Aroni og Arnóri

Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í marki Nantes þegar liðið lagði Álaborg í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru markahæstir hjá Magdeburg sem gerði jafntefli gegn Porto.

Óvæntu stjörnurnar í Olís-deildinni

Vísir fer yfir tíu leikmenn sem voru ekki endilega þekktustu stærðirnar fyrir tímabilið en hafa spilað vel í Olís-deild karla í handbolta í vetur.

Engin íslensk mörk í Meistaradeildinni

Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld. Haukur Þrastarson fagnaði sigri en Bjarki Már Elísson hjá Veszprem og Orri Freyr Þorkelsson í liði Elverum þurftu að sætta sig við töp.

Sandra með þrjú mörk í frábærum sigri Metzingen

Sandra Erlingsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Metzingen þegar liðið lagði Thuringer í þýska bikarnum í handknattleik í kvöld. Sigurinn er fremur óvæntur enda Thuringer í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.

Þrjú íslensk mörk þegar Volda tapaði stórt

Þrír íslenskir leikmenn skoruðu fyrir Volda í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Liðið tapaði stórt gegn Molde og situr í þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Kross 13. umferðar: Áminning frá kónginum í Krikanum

Þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta lauk á mánudaginn. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum.

Sjáðu Óðin tryggja Kadetten sigurinn með seinasta kasti leiksins

Óðinn Þór Ríkharðsson reyndist hetja svissneska liðsins Kadetten Schaffhausen er liðið vann dramatískan eins marks sigur gegn Benfica í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 26-25, en Óðinn tryggði liðinu sigurinn þegar leiktíminn var runninn út.

„Mér fannst við eiga inni“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn voru með leikinn í höndum sér framan af í síðari hálfleik, en Frakkarnir sigldu fram úr á lokakaflanum.

Umfjöllun: PAUC - Valur 32-29 | Stöngin út hjá Val í Frakklandi

Eftir frábæra frammistöðu lengst af varð Valur að játa sig sigraðan gegn PAUC, 32-29, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var annað tap Valsmanna í Evrópudeildinni í röð en þriðji sigur Frakkanna í röð. Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með PAUC í kvöld vegna meiðsla.

„Að fá alvöru lið heim til Íslands er að gera ótrúlega mikið“

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er þessa stundina staddur á leik PAUC og Vals úti í Frakklandi í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Hann segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að sjá Valsmenn máta sig við nokkur af stærri liðum Evrópu.

Gunnar foxillur: „Það er labbað í gegnum ykkur“

„Gunni Magg reif nýtt rassgat á sína leikmenn í þessu leikhléi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um sannkallaðan reiðilestur frá foxillum Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, í gærkvöld.

„Ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera“

Kristján Örn Kristjánsson, skytta í liði PAUC frá Frakklandi sem tekur á móti Val í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, segir að hans menn búist fastlega við sigri. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

„Ef einhver á þetta skilið er það meistari Geir“

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var kátur eftir sigurinn á Aftureldingu, 38-33, í kvöld. Fyrir leikinn var mikil athöfn þegar Geir Hallsteinsson var heiðraður fyrir áratuga framlag til FH og leikmenn liðsins heiðruðu hann líka á sinn hátt, með frábærum leik og góðum sigri.

Ekki tapað í átján leikjum í röð gegn Aftureldingu

Fara þarf aftur til 28. september 2016 til að vinna síðasta sigur Aftureldingar á FH. Liðin eigast við í stórleik 13. umferðar Olís-deildar karla í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.