Fleiri fréttir

„Frakkar eru enn á toppnum“

„Mér finnst við eiga séns í þá og við mætum auðvitað klárir og höfum alltaf trú á sjálfum okkur,“ segir Elvar Örn Jónsson um slaginn í dag við sigursælasta lið HM frá upphafi, Frakka.

„Kæmi á óvart ef önnur lið en Þór og ÍR yrðu í tveimur neðstu sætunum“

Erfitt er að ráða í hvað gerist í Olís-deild karla eftir að keppni þar hefst á ný eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Theodór Ingi Pálmason, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Þrír leikir fara fram á sunnudaginn en það eru fyrstu leikirnir í deildinni síðan 3. október.

„Við kol­féllum á prófinu, því miður“

Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda.

Króatía og Ung­verja­land með sigra

Króatía og Ungverjaland unnu góða sigra í milliriðlum HM í handbolta nú rétt í þessu. Króatía lagði Barein 28-18 á meðan Ungverjar unnu Brasilíumenn, 29-23.

Alexander: Erfiðasta ákvörðun ferilsins

Alexander Petersson hefur leikið við afar góðan orðstír með Rhein-Neckar Löwen frá árinu 2012 en snýr nú aftur til Flensburg þar sem hann lék á árunum 2007-2010.

Dagur og hans menn töpuðu gegn Argentínu

Japan, undir stjórn Dags Sigurðssonar, er með eitt stig eftir þrjá af leikjum sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Argentínu í dag, 28-24.

Þurfum að búast við að lið bakki og bomba á þau

„Mér finnst vera sjálfstraust í liðinu og við erum alltaf klárir andlega. Ég veit ekki hvað veldur en það er eitthvað hökt sóknarlega,“ segir Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, í viðtali við Vísi.

Alexander farinn heim frá Egyptalandi

Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum.

Alexander fer til Flensburg eftir HM

Alexander Petersson gengur í raðir Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann lék áður með Flensburg á árunum 2007-10.

Logi hefði rekið Tomas Svens­son

Logi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, hefði rekið Tomas Svensson úr starfi sínu sem aðstoðarmaður og markmannsþjálfari eftir ummæli hans um fjarveru Arons Pálmarssonar.

„Þetta svíður svaka­lega“

Guðmundur Guðmundsson var ekki sáttur með sóknarleik sinna manna í tveggja marka tapi gegn Sviss á HM í handbolta í dag. Hann sagði að mörg smáatriði hafi ekki fallið með Íslandi sem hafi á endanum leitt til þess að liðið tapaði leiknum.

Unun að horfa á þessa baráttu

„Þetta svíður alveg svakalega,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, gráti nær eftir frábæran varnarleik gegn Andy Schmid og félögum í svissneska landsliðinu í dag, sem dugði ekki til. Sviss vann 20-18 sigur og Ísland er því enn með tvö stig eftir þrjá leiki í milliriðlakeppninni á HM.

„Verður erfitt að sofna í kvöld“

„Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag.

„Haldið þið virkilega að Gummi hefði bara sleppt Aroni?“

„Þetta eru bara fullorðnir menn. Þeir fara yfir málin, þetta er búið og áfram með smjörið. Ég er alveg pottþéttur á því að þannig verður þetta,“ segir Bjarni Fritzson um framtíðarsamskipti Arons Pálmarssonar og Tomasar Svensson.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.