Meiðslalisti toppliðsins lengdist en hvalreki á fjörur meistaranna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2021 10:11 Þrátt fyrir mikil meiðsli er Afturelding á toppi Olís-deildar karla. vísir/hulda margrét Keppni hefst að nýju í Olís-deild karla á sunnudaginn, 114 dögum eftir að síðustu leikirnir í deildinni fóru fram. Fjórum umferðum var lokið þegar keppni var hætt fyrir rúmum þremur mánuðum vegna kórónuveirufaraldursins. Afturelding er á toppi Olís-deildarinnar og er eina ósigraða lið deildarinnar. ÍR er á botninum og er eina liðið sem hefur ekki enn náð í stig. Fimmta umferðin hefst með þremur leikjum á sunnudaginn. ÍBV tekur á móti Fram, Þór sækir Val heim og FH og Grótta eigast við í Kaplakrika. Staðan í Olís-deild karla eftir fjórar umferðir. Ekki hafa orðið miklar breytingar á liðunum í Olís-deildinni og þau tefla flest fram svipuðum leikmannahópum og þegar tímabilið hófst. Stærstu félagaskiptin síðan keppni var hætt voru án vafa þegar Ragnar Jóhannsson gekk í raðir Selfoss frá Bergischer í Þýskalandi. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Selfyssinga. Ragnar, sem er þrítugur, hefur ekki leikið með Selfossi frá tímabilinu 2010-11 þegar hann var markahæsti leikmaður efstu deildar. Hann gekk í kjölfarið í raðir FH og lék með liðinu til 2015 þegar hann fór til Þýskalands. Ljóst er að Ragnar er hvalreki fyrir Selfyssinga sem eiga enn Íslandsmeistaratitilinn sem þeir unnu 2019 að verja. Fram fékk einnig liðsstyrk í hléinu þegar hornamennirnir Ólafur Jóhann Magnússon og Kristófer Dagur Sigurðsson gengu í raðir liðsins. Ólafur Jóhann þekkir vel til hjá Fram en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2013. Kristófer Dagur kemur frá Þýskalandi. Hann þótti afar efnilegur en meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir á undanförnum árum. Fram veitti ekki af styrkingu því liðið er aðeins með þrjú stig og hafði bara unnið botnlið ÍR í síðustu umferðinni áður en keppni var hætt. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, verður án Hafþórs Vignissonar næstu vikurnar.vísir/hulda margrét Stjarnan varð fyrir áfalli þegar Hafþór Vignisson handarbrotnaði í æfingaleik gegn KA. Skyttan öfluga verður því frá keppni í tvo til þrjá mánuði. Handbolti.is greindi frá. Stjörnumenn fóru rólega af stað á tímabilinu en unnu KA-menn í síðasta leik sínum fyrir hléið, 25-24. ÍR var spáð botnsætinu í Olís-deildinni og gerði lítið í fyrstu fjórum umferðunum til að afsanna þær hrakspár. ÍR-ingar töpuðu fyrstu fjórum leikjunum sínum með samtals 34 marka mun. ÍR fékk markvörðinn Ólaf Rafn Gíslason frá Stjörnunni í hléinu og hann á að hjálpa liðinu í botnbaráttunni. Nýliðar Þórs Ak. hafa kvatt rúmensku skyttuna Viorel Bosca. Hann lék aðeins einn leik með Þórsurum áður en hann meiddist á nára. Fyrir tímabilið samdi Þór við aðra örvhenta skyttu, Vuk Perovic frá Serbíu, en hann kom hins vegar aldrei til landsins þar sem lið mega aðeins hafa tvo leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins í leikmannahópi sínum og Þórsarar voru þegar búnir að fylla þann kvóta. Sveinn Andri Sveinsson er úr leik.vísir/hulda margrét Eins og áður sagði er Afturelding á toppi Olís-deildarinnar og hefur ekki enn tapað leik. Mikil meiðsli voru í leikmannahópi Mosfellinga í haust og meiðslalistinn lengdist í hléinu. Sveinn Andri Sveinsson verður ekki meira með á tímabilinu og Bergvin Þór Gíslason er einnig meiddur. Þeir komu báðir til Aftureldingar frá ÍR fyrir tímabilið. Það er þó bót í máli fyrir Mosfellinga að Blær Hinriksson er klár í slaginn eftir meiðsli. FH, sem er í 6. sæti Olís-deildarinnar, missti spón úr aski sínum þegar Bjarni Ófeigur Valdimarsson samdi við Skövde í Svíþjóð. Mislangt er þar til liðin í Olís-deildinni leika sína fyrstu leiki eftir hléið langa. Haukar leika til að mynda ekki fyrr en 30. janúar og Selfoss ekki fyrr en 3. febrúar. Þjálfari Selfoss, Halldór Sigfússon, stýrir Barein á HM í Egyptalandi. Tveir leikir í Olís-deildinni verða sýndir beint á Stöð 2 Sport á sunnudaginn; leikur ÍBV og Fram klukkan 13:30 og leikur FH og Gróttu klukkan 15:00. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjá meira
Fjórum umferðum var lokið þegar keppni var hætt fyrir rúmum þremur mánuðum vegna kórónuveirufaraldursins. Afturelding er á toppi Olís-deildarinnar og er eina ósigraða lið deildarinnar. ÍR er á botninum og er eina liðið sem hefur ekki enn náð í stig. Fimmta umferðin hefst með þremur leikjum á sunnudaginn. ÍBV tekur á móti Fram, Þór sækir Val heim og FH og Grótta eigast við í Kaplakrika. Staðan í Olís-deild karla eftir fjórar umferðir. Ekki hafa orðið miklar breytingar á liðunum í Olís-deildinni og þau tefla flest fram svipuðum leikmannahópum og þegar tímabilið hófst. Stærstu félagaskiptin síðan keppni var hætt voru án vafa þegar Ragnar Jóhannsson gekk í raðir Selfoss frá Bergischer í Þýskalandi. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Selfyssinga. Ragnar, sem er þrítugur, hefur ekki leikið með Selfossi frá tímabilinu 2010-11 þegar hann var markahæsti leikmaður efstu deildar. Hann gekk í kjölfarið í raðir FH og lék með liðinu til 2015 þegar hann fór til Þýskalands. Ljóst er að Ragnar er hvalreki fyrir Selfyssinga sem eiga enn Íslandsmeistaratitilinn sem þeir unnu 2019 að verja. Fram fékk einnig liðsstyrk í hléinu þegar hornamennirnir Ólafur Jóhann Magnússon og Kristófer Dagur Sigurðsson gengu í raðir liðsins. Ólafur Jóhann þekkir vel til hjá Fram en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2013. Kristófer Dagur kemur frá Þýskalandi. Hann þótti afar efnilegur en meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir á undanförnum árum. Fram veitti ekki af styrkingu því liðið er aðeins með þrjú stig og hafði bara unnið botnlið ÍR í síðustu umferðinni áður en keppni var hætt. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, verður án Hafþórs Vignissonar næstu vikurnar.vísir/hulda margrét Stjarnan varð fyrir áfalli þegar Hafþór Vignisson handarbrotnaði í æfingaleik gegn KA. Skyttan öfluga verður því frá keppni í tvo til þrjá mánuði. Handbolti.is greindi frá. Stjörnumenn fóru rólega af stað á tímabilinu en unnu KA-menn í síðasta leik sínum fyrir hléið, 25-24. ÍR var spáð botnsætinu í Olís-deildinni og gerði lítið í fyrstu fjórum umferðunum til að afsanna þær hrakspár. ÍR-ingar töpuðu fyrstu fjórum leikjunum sínum með samtals 34 marka mun. ÍR fékk markvörðinn Ólaf Rafn Gíslason frá Stjörnunni í hléinu og hann á að hjálpa liðinu í botnbaráttunni. Nýliðar Þórs Ak. hafa kvatt rúmensku skyttuna Viorel Bosca. Hann lék aðeins einn leik með Þórsurum áður en hann meiddist á nára. Fyrir tímabilið samdi Þór við aðra örvhenta skyttu, Vuk Perovic frá Serbíu, en hann kom hins vegar aldrei til landsins þar sem lið mega aðeins hafa tvo leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins í leikmannahópi sínum og Þórsarar voru þegar búnir að fylla þann kvóta. Sveinn Andri Sveinsson er úr leik.vísir/hulda margrét Eins og áður sagði er Afturelding á toppi Olís-deildarinnar og hefur ekki enn tapað leik. Mikil meiðsli voru í leikmannahópi Mosfellinga í haust og meiðslalistinn lengdist í hléinu. Sveinn Andri Sveinsson verður ekki meira með á tímabilinu og Bergvin Þór Gíslason er einnig meiddur. Þeir komu báðir til Aftureldingar frá ÍR fyrir tímabilið. Það er þó bót í máli fyrir Mosfellinga að Blær Hinriksson er klár í slaginn eftir meiðsli. FH, sem er í 6. sæti Olís-deildarinnar, missti spón úr aski sínum þegar Bjarni Ófeigur Valdimarsson samdi við Skövde í Svíþjóð. Mislangt er þar til liðin í Olís-deildinni leika sína fyrstu leiki eftir hléið langa. Haukar leika til að mynda ekki fyrr en 30. janúar og Selfoss ekki fyrr en 3. febrúar. Þjálfari Selfoss, Halldór Sigfússon, stýrir Barein á HM í Egyptalandi. Tveir leikir í Olís-deildinni verða sýndir beint á Stöð 2 Sport á sunnudaginn; leikur ÍBV og Fram klukkan 13:30 og leikur FH og Gróttu klukkan 15:00. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjá meira