Handbolti

Ólafur: Erfitt að vinna þegar þú skorar bara átján mörk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk gegn Sviss.
Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk gegn Sviss. epa/PHILIPP GUELLAND

Ólafur Guðmundsson, markahæsti leikmaður Íslands gegn Sviss, var að vonum daufur í dálkinn eftir leikinn.

„Ég er bara svekktur. Það er svekkjandi að taka þetta ekki þegar við spilum svona vörn. Að fá á sig tuttugu mörk á að duga til sigurs en það er erfitt að vinna þegar þú skorar bara átján mörk,“ sagði Ólafur við Vísi eftir leikinn.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var íslenska sóknin mjög slök í leiknum í dag.

„Það var margt sem virkaði ekki. Þetta byrjaði að hökta og svo klikkuðum við á dauðafærum og þetta varð fyrirsjáanlegt,“ sagði Ólafur.

Þótt íslenska vörnin hafi verið sterk í leiknum í dag skilaði hún ekki mörgum hraðaupphlaupum.

„Við ræddum um að við ættum að fá betur borgað í hraðaupphlaupum þegar við fáum þessa vörn og markvörslu. Það var sama taktleysið þar,“ sagði Ólafur að endingu.


Tengdar fréttir

„Þetta svíður svaka­lega“

Guðmundur Guðmundsson var ekki sáttur með sóknarleik sinna manna í tveggja marka tapi gegn Sviss á HM í handbolta í dag. Hann sagði að mörg smáatriði hafi ekki fallið með Íslandi sem hafi á endanum leitt til þess að liðið tapaði leiknum.

Unun að horfa á þessa baráttu

„Þetta svíður alveg svakalega,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, gráti nær eftir frábæran varnarleik gegn Andy Schmid og félögum í svissneska landsliðinu í dag, sem dugði ekki til. Sviss vann 20-18 sigur og Ísland er því enn með tvö stig eftir þrjá leiki í milliriðlakeppninni á HM.

„Verður erfitt að sofna í kvöld“

„Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×