„Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 12:00 Íslensku strákarnir fagna sigri á Marokkó á meðan þjálfari Marokkó hughreystir sinn mann. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Íslensku strákarnir voru heppnir að slasast ekki í leiknum á móti hinum grófu Marokkóbúum en leikur þeirra kom gamalli landsliðshetju ekkert á óvart. Henry Birgir Gunnarsson fór yfir riðlakeppni íslenska handboltalandsliðsins á HM í Egyptalandi í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi með þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Þeir ræddu meðal annars um brot Marókkómanna á íslensku landsliðsmönnunum. Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur farið á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og hann hafði varað við ljótum brotum afrísku leikmannanna fyrir leikina á móti Alsír og Marokkó. „Þú varst að tala um að það gæti verið skrautlegt að spila við þessi afrísku lið og þau séu að lemja hér og þar. Þetta var viðbjóður sem var boðið upp á. Þrjú rauð spjöld hjá Marokkó og þetta brot á Viggó er algjörlega til skammar,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart. Allt við þetta. Þeir láta eins og þetta sé algjörlega óvart og eru með einhver læti inn á vellinum. Maður er bara: Áttar þú þig ekki á því að það eru allir búnir að horfa á þetta þrisvar sinnum í sjónvarpinu. Þú bara þrumar í andlitið á honum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta var ljótt en sem betur fer þá fannst mér tékknesku dómararnir taka þetta föstum tökum og gerðu þetta vel. Það var ekki nokkurt hik á þeim. Þetta voru bara þessi þrjú rauð spjöld sem þeir áttu skilið,“ sagði Ásgeir Örn. „Brotið á Viggó þar sem hann er að koma á ferðinni í seinni bylgjunni. Þar er hann ekki að gera neitt annað en að þruma olnboganum í hann. Þetta hefði getað farið mjög illa,“ sagði Ásgeir Örn. „Í leiknum sjálfum þá eru þeir ekkert grófir. Þeir eru ekkert að rífa aftan í menn eða að fá mikið af tveggja mínútna brottrekstrum. Svo koma svona brot inn á milli og maður hugsar: Hvað eru þeir að gera?,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fór yfir riðlakeppni íslenska handboltalandsliðsins á HM í Egyptalandi í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi með þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Þeir ræddu meðal annars um brot Marókkómanna á íslensku landsliðsmönnunum. Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur farið á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og hann hafði varað við ljótum brotum afrísku leikmannanna fyrir leikina á móti Alsír og Marokkó. „Þú varst að tala um að það gæti verið skrautlegt að spila við þessi afrísku lið og þau séu að lemja hér og þar. Þetta var viðbjóður sem var boðið upp á. Þrjú rauð spjöld hjá Marokkó og þetta brot á Viggó er algjörlega til skammar,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart. Allt við þetta. Þeir láta eins og þetta sé algjörlega óvart og eru með einhver læti inn á vellinum. Maður er bara: Áttar þú þig ekki á því að það eru allir búnir að horfa á þetta þrisvar sinnum í sjónvarpinu. Þú bara þrumar í andlitið á honum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta var ljótt en sem betur fer þá fannst mér tékknesku dómararnir taka þetta föstum tökum og gerðu þetta vel. Það var ekki nokkurt hik á þeim. Þetta voru bara þessi þrjú rauð spjöld sem þeir áttu skilið,“ sagði Ásgeir Örn. „Brotið á Viggó þar sem hann er að koma á ferðinni í seinni bylgjunni. Þar er hann ekki að gera neitt annað en að þruma olnboganum í hann. Þetta hefði getað farið mjög illa,“ sagði Ásgeir Örn. „Í leiknum sjálfum þá eru þeir ekkert grófir. Þeir eru ekkert að rífa aftan í menn eða að fá mikið af tveggja mínútna brottrekstrum. Svo koma svona brot inn á milli og maður hugsar: Hvað eru þeir að gera?,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira