Handbolti

Hópurinn sem mætir Sviss: Kristján heldur sæti sínu

Sindri Sverrisson skrifar
Íslenski hópurinn fagnar sigri sínum gegn Alsír á laugardag.
Íslenski hópurinn fagnar sigri sínum gegn Alsír á laugardag. EPA-EFE/Khaled Elfiqi

Guðmundur Guðmundsson hefur ákveðið hvaða sextán leikmenn hann ætlar að treysta á í leiknum gegn Sviss á HM í handbolta í Egyptalandi.

Leikurinn hefst kl. 14.30 og má búast við hörkuleik en Sviss tapaði með eins marks mun gegn Frakklandi á mánudag og er án stiga í milliriðlinum. Ísland er með tvö stig eftir sigurinn gegn Alsír um helgina.

Leikmannahópur Íslands er sá sami og í sigrinum gegn Marokkó á mánudaginn. Örvhenta skyttan Ómar Ingi Magnússon er því áfram utan hóps en Kristján Örn Kristjánsson, sem skoraði tvö mörk á þeim örfáu mínútum sem hann spilaði undir lokin gegn Marokkó, er með.

Viktor Gísli Hallgrímsson, sem lék fyrsta leik mótsins, er einnig utan hóps sem og Kári Kristján Kristjánsson sem ekkert hefur komið við sögu. Janus Daði Smárason fór með til Egyptalands en varð að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Hópurinn sem leikur gegn Sviss er eftirfarandi: 

  • Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding 36/1
  • Björgvin Páll Gústavsson, Haukar 233/14
  • Bjarki Már Elísson, Lemgo 76/202
  • Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 22/34
  • Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 128/246
  • Magnús Óli Magnússon, Val 9/6
  • Elvar Örn Jónsson, Skjern 40/108
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 29/43
  • Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 188/725
  • Kristján Örn Kristjánsson, PAUC-Aix, 9/16
  • Viggó Kristjánsson, Stuttgart 16/35
  • Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC 119/341
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 33/65
  • Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 57/72
  • Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 10/10
  • Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 47/22

Þeir leikmenn sem hvíla eru:

  • Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 146/178
  • Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 51/135
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 20/1

Tengdar fréttir

Gummi lá yfir gamla lærisveininum í alla nótt

„Andy Schmid er náttúrulega frábær leikmaður og einn sá besti sem ég hef nokkurn tímann þjálfað. Ég veit alveg hvað hann getur og allir leikmennirnir mínir líka. Það verður hörkuverkefni að eiga við hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×